Fyrstu tölur voru lesnar upp í Valhöll rétt í þessu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí næstkomandi.
Kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í dag og greiddu 5.545 atkvæði. Alls hafa verið talin 1.935 atkvæði.
Samkvæmt þessum fyrstu tölum er Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík í fyrsta sæti með 964 atkvæði. Í öðru sæti með 820 atkvæði í 1.-2. sæti er Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir.
Í þriðja sæti með 715 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon. Í fjórða sæti með 687 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir.
Í fimmta sæti með 670 atkvæði í 1.-5. sæti er Friðjón R. Friðjónsson og í sjötta sæti með 645 atkvæði í 1.-6. sæti er Björn Gíslason.
Í sjöunda sæti með 740 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson. Í áttunda sæti með 804 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares. Í níunda sæti með 865 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein.