Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi komu í hús rúmlega tíu mínútur yfir tíu í kvöld. Þær benda til þess að Flokkur fólksins sé að fara að hljóta afar góða kosningu í kjördæminu og kjördæmakjörinn þingmann, sem þá væri Eyjólfur Ármannsson, oddviti flokksins. Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar voru líkur hans á þingsæti 47 prósent.
Einnig mælist oddviti Viðreisnar, Guðmundur Gunnarsson, inni á þingi samkvæmt þessum fyrstu tölum, sem jöfnunarþingmaður og áttundi þingmaður kjördæmisins. Samkvæmt þingsætaspánni voru líkur hans á þingsæti 40 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, en Framsókn bætir þó talsvert við sig og ekki munar miklu á flokkunum tveimur, sem báðir eru með tvo þingmenn
Miðflokkurinn er einungis með 5,7 prósent í þessum fyrstu tölum og myndi sú niðurstaða þýða að Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson, sem setið hafa á þingi fyrir flokkinn í kjördæminu, myndu falla af þingi. Bergþór Ólason, oddviti flokksins, var með 57 prósent líkur á því að komast inn á þing samkvæmt þingsætaspánni.
Talin atkvæði: 5.932
Sjálfstæðisflokkur: 23,6 prósent - 2 þingmenn (-)
Framsóknarflokkur: 22,8 prósent - 2 þingmenn (-)
Vinstri græn: 10,9 prósent - 1 þingmaður (-)
Flokkur fólksins: 9,8 prósent - 1 þingmaður (+1)
Samfylkingin: 8,5 prósent - 1 þingmaður (-)
Miðflokkurinn: 5,7 prósent - 0 þingmenn (-2)
Viðreisn: 6,5 prósent - 1 þingmaður (+1) jöfnunarmaður
Píratar: 6,1 prósent - 0 þingmenn
Sósíalistaflokkurinn: 3,8 prósent - 0 þingmenn
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0,3 prósent - 0 þingmenn
Þingmenn kjörnir 2017:
Sjálfstæðisflokkur 2
Framsóknarflokkur 2
Miðflokkur 2
Samfylkingin 1
Vinstri græn 1
Hér að neðan má sjá lokaþingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar fyrir Norðvesturkjördæmi.