G7-ríkin munu fjármagna eigin útgáfu af Belti og braut

Sjö ríkustu lýðræðisríki heimsins sammæltust um helgina um stofnun nýs innviða- og fjárfestingarverkefnis sem ætlað er að vera mótsvar við belta- og brautarverkefni kínverskra stjórnvalda.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á árlegum fundi G7-ríkjanna um helgina.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á árlegum fundi G7-ríkjanna um helgina.
Auglýsing

Leið­togar G7-­ríkj­anna hafa ákveðið að stofna fjár­fest­inga- og inn­viða­verk­efnið B3W, sem mun auð­velda þró­un­ar­ríkjum að sækja sér fjár­magn til þess að byggja upp græna inn­viði og ráð­ast í sam­fé­lags­lega mik­il­væg verk­efni.

Sam­kvæmt frétt Reuters um málið sam­mælt­ust leið­tog­arnir um stofnun verk­efn­is­ins á árlegum fundi hóps­ins, sem stóð yfir um helg­ina í Cornwall í Bret­landi. Hóp­ur­inn inni­heldur sjö rík­ustu lýð­ræð­is­ríki heims – Banda­rík­in, Bret­land, Kana­da, Frakk­land, Þýska­land, Ítalíu og Japan – en full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins mættu einnig á fundinn.

Auglýsing

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti er sagður hafa hvatt ríkin til að veita þró­un­ar­löndum „lýð­ræð­is­legan val­kost“ við að þiggja lán frá kín­verskum stjórn­völdum í gegnum svo­kall­aða belt­is- og braut­ar­verk­efni þeirra.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um belt­is- og brauta­verk­efn­ið, en það hefur verið horn­steinn utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn for­set­ans Xi Jin­p­ing. Verk­efnið nær frá Kína til Evr­ópu, Aust­ur-Afr­íku og fjöl­margra Asíu­ríkja og yfir­lýst mark­mið þess eru að auka sam­skipti milli ríkja. Hins vegar líta stjórn­völd ýmissa vest­ur­landa á verk­efnið sem tól kín­verskra stjórn­valda til að auka ítök sín í þró­un­ar­lönd­um.

Nánir sam­starfs­menn Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kalla B3W verk­efni G7-­ríkj­anna græna útgáfu af Belti og braut, þar sem rík­ari lönd hjálpa þró­un­ar­ríkjum að fjár­magna grænar fjár­fest­ing­ar.

Kín­versk stjórn­völd hafa gagn­rýnt áformin og segja þau að raun­veru­leg alþjóða­sam­vinnu­verk­efni ættu að fara fram á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Dag­arnir sem ákvarð­anir í alþjóða­stjórn­málum eru teknar af litlum hópi landa eru löngu liðn­ir,“ hafði Fin­ancial Times eftir tals­manni kín­verska sendi­ráðs­ins í London.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent