Gagnafárið í Alþjóðabankanum

Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður ekki beðin um að víkja úr starfi sínu þrátt fyrir ásakanir um að hún hafi beitt undirmenn þrýstingi um að fegra gögn um Kína í fyrra starfi sínu hjá Alþjóðabankanum.

Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Auglýsing

Síð­ustu vikur hafa verið ansi við­burða­ríkar á vett­vangi tveggja helstu stofn­ana fjár­mála­heims­ins, Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Ástæðan er hálf­gert gagna­fár sem kom upp hjá Alþjóða­bank­anum og ásak­anir um að Krist­al­ina Georgi­eva, sem nú er fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, hefði beitt sér fyrir því í sínu fyrra starfi að útkoma Kína yrði fegruð í árs­legri skýrslu Alþjóða­bank­ans um sam­keppn­is­hæfni, Doing Business, fyrir árið 2018.

Við innra eft­ir­lit hjá Alþjóða­bank­anum kom fram að eitt­hvað óeðli­legt hafði átt sér stað í gagna­vinnslu bæði fyrir skýrsl­una sem kom út árið 2018 og þá sem kom út fyrir árið 2020 – en þá reyndar í til­felli gagna um Sádi-­Ar­abíu og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin en ekki Kína. Starfs­menn töldu ekki allt með felldu.

Sökuð um að hafa beitt sér með beinum hætti

Bank­inn réði því óháða rann­sak­endur hjá lög­fræði­stof­unni Wil­mer­Hale til þess að fara yfir málin og nið­ur­stöður í skýrslu þeirra reynd­ust síður en svo hag­felldar Georgi­evu, sem var fram­kvæmda­stjóri stofn­ana Alþjóða­bank­ans áður en hún var skipuð í fram­kvæmda­stjóra­stöð­una hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum árið 2019.

Í skýrsl­unni frá Wil­mer­Hale, sem birt var 15. sept­em­ber, sagði nefni­lega að Georgi­eva hefði með beinum hætti komið að því, ásamt öðrum æðstu stjórn­endum bank­ans, að kokka upp leiðir til þess að koma í veg fyrir að nið­ur­staða Kína yrði lak­ari í alþjóð­lega sam­an­burð­inum fyrir árið 2018 en hún hafði verið í skýrslu fyrra árs. Í skýrslu rann­sak­end­anna segir að á sama tíma og verið var að vinna skýrsl­una hafi bank­inn verið að reyna að fá Kín­verja til þess að sam­þykkja að láta af hendi aukið hlutafé og gefið var í skyn að þarna á milli hefði verið eitt­hvað sam­hengi.

Nýtur áfram trausts stjórnar AGS

Síðan skýrsla Wil­mer­Hale kom út hefur staða Georgi­evu, ef til vill eðli­lega, verið í lausu lofti hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, en á mánu­dag lýsti stjórn sjóðs­ins, sem skipuð er 24 full­trúum allra aðild­ar­ríkja, yfir fullu trausti á Georgi­evu til þess að leiða sjóð­inn áfram. Ekki voru talin næg sönn­un­ar­gögn fyrir því að hún hefði beitt sér með óeðli­legum hætti fyrir því að gögnum um Kína yrði breytt, eins og ýjað var að. Ýmsir höfðu stigið fram henni til stuðn­ings.

Sjálf hefur Georgi­eva varið sig af krafti frá því að nið­ur­stöður Wil­mer­Hale voru opin­ber­aðar fyrir tæpum mán­uði. Í skrif­legri yfir­lýs­ingu sem búlgarski hag­fræð­ing­ur­inn sendi fram­kvæmda­stjórn Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins þann 6. októ­ber sagði að nið­ur­stöð­urnar í skýrslu Wil­mer­Hale gæfu ekki rétta mynd af aðkomu hennar að gerð skýrsl­unn­ar.

Auglýsing

Raunar sagði Georgi­eva að sögu­sögnum væri víða haldið á lofti sem stað­reyndum af hálfu skýrslu­höf­unda, sem hefðu á ein­hvern óskilj­an­legan hátt látið það fara algjör­lega fram hjá sér að kín­versk stjórn­völd hefðu árum saman verið fylgj­andi því að staðið yrði fyrir hluta­fjár­aukn­ingu í bank­an­um. Því væri það algjör­lega úr lausu lofti gripið að gefa sér það að matið á Kína hefði verið fegrað til að fá Kín­verja að borð­inu hvað það varð­aði.

Hún sagði sömu­leiðis að það væri alrangt að hún hefði beitt þrýst­ingi á und­ir­menn innan bank­ans um að fegra ein­kunn Kína í sam­an­burð­ar­mat­inu, þvert á móti hefði hún gripið til aðgerða sem hefðu varið rétt­mæta notkun gagna, sem var sú að koma í veg fyrir að gögn um Hong Kong yrðu látin vigta inn í matið á Kína, en upp á því hafði for­seti Alþjóða­bank­ans stung­ið, að hennar sögn. Hið sama var einnig dregið fram í skýrslu Wil­mer­Hale.

Engu að síður sagði Georgi­eva að hún tæki þær athuga­semdir sem fram hefðu komið frá fyrr­ver­andi sam­starfs­mönnum hennar í Alþjóða­bank­anum „mjög alvar­lega“, en rann­sóknir mál­anna voru sprottnar upp úr því að ein­hverjum starfs­mönnum sem komu að gerð Doing Business-­skýrsln­anna fannst óeðli­lega staðið að mál­um.

„Er ég lít til baka hefði ég viljað hafa meiri inn­sýn inn í vinnu Doing Business-teym­is­ins, og að ég hefði vitað meira um áhyggj­urnar sem sum þeirra greini­lega höfð­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu Georgi­evu, sem stjórn Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins hef­ur, eftir mikið skraf og ráða­gerðir und­an­farnar vik­ur, ákveðið að dugi ásamt öðru til þess að sýna fram á að Georgi­evu sé áfram treystandi fyrir starf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent