Gagnafárið í Alþjóðabankanum

Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður ekki beðin um að víkja úr starfi sínu þrátt fyrir ásakanir um að hún hafi beitt undirmenn þrýstingi um að fegra gögn um Kína í fyrra starfi sínu hjá Alþjóðabankanum.

Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Auglýsing

Síð­ustu vikur hafa verið ansi við­burða­ríkar á vett­vangi tveggja helstu stofn­ana fjár­mála­heims­ins, Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Ástæðan er hálf­gert gagna­fár sem kom upp hjá Alþjóða­bank­anum og ásak­anir um að Krist­al­ina Georgi­eva, sem nú er fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, hefði beitt sér fyrir því í sínu fyrra starfi að útkoma Kína yrði fegruð í árs­legri skýrslu Alþjóða­bank­ans um sam­keppn­is­hæfni, Doing Business, fyrir árið 2018.

Við innra eft­ir­lit hjá Alþjóða­bank­anum kom fram að eitt­hvað óeðli­legt hafði átt sér stað í gagna­vinnslu bæði fyrir skýrsl­una sem kom út árið 2018 og þá sem kom út fyrir árið 2020 – en þá reyndar í til­felli gagna um Sádi-­Ar­abíu og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin en ekki Kína. Starfs­menn töldu ekki allt með felldu.

Sökuð um að hafa beitt sér með beinum hætti

Bank­inn réði því óháða rann­sak­endur hjá lög­fræði­stof­unni Wil­mer­Hale til þess að fara yfir málin og nið­ur­stöður í skýrslu þeirra reynd­ust síður en svo hag­felldar Georgi­evu, sem var fram­kvæmda­stjóri stofn­ana Alþjóða­bank­ans áður en hún var skipuð í fram­kvæmda­stjóra­stöð­una hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum árið 2019.

Í skýrsl­unni frá Wil­mer­Hale, sem birt var 15. sept­em­ber, sagði nefni­lega að Georgi­eva hefði með beinum hætti komið að því, ásamt öðrum æðstu stjórn­endum bank­ans, að kokka upp leiðir til þess að koma í veg fyrir að nið­ur­staða Kína yrði lak­ari í alþjóð­lega sam­an­burð­inum fyrir árið 2018 en hún hafði verið í skýrslu fyrra árs. Í skýrslu rann­sak­end­anna segir að á sama tíma og verið var að vinna skýrsl­una hafi bank­inn verið að reyna að fá Kín­verja til þess að sam­þykkja að láta af hendi aukið hlutafé og gefið var í skyn að þarna á milli hefði verið eitt­hvað sam­hengi.

Nýtur áfram trausts stjórnar AGS

Síðan skýrsla Wil­mer­Hale kom út hefur staða Georgi­evu, ef til vill eðli­lega, verið í lausu lofti hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, en á mánu­dag lýsti stjórn sjóðs­ins, sem skipuð er 24 full­trúum allra aðild­ar­ríkja, yfir fullu trausti á Georgi­evu til þess að leiða sjóð­inn áfram. Ekki voru talin næg sönn­un­ar­gögn fyrir því að hún hefði beitt sér með óeðli­legum hætti fyrir því að gögnum um Kína yrði breytt, eins og ýjað var að. Ýmsir höfðu stigið fram henni til stuðn­ings.

Sjálf hefur Georgi­eva varið sig af krafti frá því að nið­ur­stöður Wil­mer­Hale voru opin­ber­aðar fyrir tæpum mán­uði. Í skrif­legri yfir­lýs­ingu sem búlgarski hag­fræð­ing­ur­inn sendi fram­kvæmda­stjórn Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins þann 6. októ­ber sagði að nið­ur­stöð­urnar í skýrslu Wil­mer­Hale gæfu ekki rétta mynd af aðkomu hennar að gerð skýrsl­unn­ar.

Auglýsing

Raunar sagði Georgi­eva að sögu­sögnum væri víða haldið á lofti sem stað­reyndum af hálfu skýrslu­höf­unda, sem hefðu á ein­hvern óskilj­an­legan hátt látið það fara algjör­lega fram hjá sér að kín­versk stjórn­völd hefðu árum saman verið fylgj­andi því að staðið yrði fyrir hluta­fjár­aukn­ingu í bank­an­um. Því væri það algjör­lega úr lausu lofti gripið að gefa sér það að matið á Kína hefði verið fegrað til að fá Kín­verja að borð­inu hvað það varð­aði.

Hún sagði sömu­leiðis að það væri alrangt að hún hefði beitt þrýst­ingi á und­ir­menn innan bank­ans um að fegra ein­kunn Kína í sam­an­burð­ar­mat­inu, þvert á móti hefði hún gripið til aðgerða sem hefðu varið rétt­mæta notkun gagna, sem var sú að koma í veg fyrir að gögn um Hong Kong yrðu látin vigta inn í matið á Kína, en upp á því hafði for­seti Alþjóða­bank­ans stung­ið, að hennar sögn. Hið sama var einnig dregið fram í skýrslu Wil­mer­Hale.

Engu að síður sagði Georgi­eva að hún tæki þær athuga­semdir sem fram hefðu komið frá fyrr­ver­andi sam­starfs­mönnum hennar í Alþjóða­bank­anum „mjög alvar­lega“, en rann­sóknir mál­anna voru sprottnar upp úr því að ein­hverjum starfs­mönnum sem komu að gerð Doing Business-­skýrsln­anna fannst óeðli­lega staðið að mál­um.

„Er ég lít til baka hefði ég viljað hafa meiri inn­sýn inn í vinnu Doing Business-teym­is­ins, og að ég hefði vitað meira um áhyggj­urnar sem sum þeirra greini­lega höfð­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu Georgi­evu, sem stjórn Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins hef­ur, eftir mikið skraf og ráða­gerðir und­an­farnar vik­ur, ákveðið að dugi ásamt öðru til þess að sýna fram á að Georgi­evu sé áfram treystandi fyrir starf­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent