Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur

Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.

Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Auglýsing

Í lok síð­asta mán­aðar var atvinnu­leysi hér­lendis komið niður í fimm pró­sent, og var þá hlut­falls­lega jafn mikið og það var í febr­úar 2020, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Í apríl 2020, þegar fjöldi fyr­ir­tækja setti starfs­fólk sitt á hluta­bæt­ur, mæld­ist atvinnu­leysið 17,8 pró­sent en 10,3 pró­sentu­stig féllu til vegna þeirra sem voru tíma­bundið sett á hluta­bæt­ur. Almennt atvinnu­leysi mæld­ist mest í jan­úar síð­ast­liðn­um, 11,6 pró­sent, og heild­ar­at­vinnu­leysi að með­töldum þeim sem enn voru á hluta­bótum í þeim mán­uði var 12,8 pró­sent. 

Þrátt fyrir að atvinnu­leysið hafi minnkað skarpt, og sé á sama stað hlut­falls­lega og það var fyrir far­ald­ur­inn, þá er ýmis­legt enn ólíkt með stöð­unni þá og nú. Þar ber helst að nefna lang­tíma­at­vinnu­leysi og fjölda þeirra ein­stak­linga sem telj­ast starf­andi vegna þátt­töku í úrræðum á vegum hins opin­bera.

Næstum helm­ingur án vinnu í meira en ár

Í febr­úar 2020 voru aðstæður í íslensku atvinnu­lífi ekki full­komn­ar. Atvinnu­leysið, þá fimm pró­sent, hafði ekki mælst meira í næstu átta ár, eða síðan í apríl 2012. Eftir gjald­þrot WOW air og loðnu­brest var lít­ill hag­vöxtur á árinu 2019 og vonir stóðu til að árið 2020 yrði ár við­spyrnu. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði þær vonir síðan að engu.

Auglýsing
Í síð­asta mán­uð­inum áður en far­ald­ur­inn lok­aði Íslandi og ger­breytti sam­fé­lag­inu voru 9.162 manns atvinnu­lausir hér­lend­is. Af þeim höfðu 1.893 verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði sem voru 1.137 fleiri en höfðu verið án atvinnu í ár eða lengur í lok febr­úar 2019. Því voru um 21 pró­sent atvinnu­lausra í febr­úar 2020 flokk­aðir sem lang­tíma­at­vinnu­laus­ir. 

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var fjöldi þeirra sem hafði verið án atvinnu í meira en ár 4.598. Hlut­fall atvinnu­lausra sem hafði verið án starfs í ár eða lengur var 44 pró­sent og fjöldi lang­tíma­at­vinnu­lausra er 143 pró­sent meiri en hann var áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. 

Þús­undir á tíma­bundnum ráðn­inga­styrkjum

Sem stendur eru enn í gildi svo­­kall­aðir ráðn­­inga­­styrkir, sem greiddir eru út í tengslum við atvinnu­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­is­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­um. Í síð­­asta mán­uði voru 89 pró­­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­­ing­­ar­­styrkj­u­m. 

Sam­kvæmt mæla­borði Vinnu­mála­stofn­unar hafa 6.702 ráðn­ingar átt sér stað á grund­velli átaks­ins frá 1. mars. Um 75 pró­sent þeirra ráðn­inga hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um. Lang­flest störfin sem ráðið hefur verið í á grund­velli ráðn­inga­styrks tengj­ast ferða­þjón­ustu eða tengdum grein­um. 

Í ljósi þess að störfum í og í kringum ferða­þjón­ustu fjölgar iðu­lega mikið yfir sum­ar­tím­ann, þegar háanna­tími er í geir­an­um, má gera ráð fyrir því að störfum í geir­anum fækki með haustinu þegar ferða­menn verða færri.

Atvinnu­leysi útlend­inga svipað og fyrir far­aldur

​​Alls voru 4.144 erlendir atvinnu­leit­endur án atvinnu í lok sept­em­ber og fækk­aði um 348 frá ágúst. Það þýðir að 40 pró­sent allra atvinnu­lausra voru erlendir atvinnu­leit­end­ur, sem er nán­ast sama hlut­fall og var í febr­úar 2020. 

Atvinnu­leysið er mest á Suð­ur­nesjum nú, eða 9,1 pró­sent, en atvinnustigið þar er mjög háð því að mikið sé að gera í ferða­þjón­ustu vegna nálægðar við Kefla­vík­ur­flug­völl. Atvinnu­leysið hefur hríð­fallið þar frá því í byrjun árs þegar það var 23,3 pró­sent og er nú hlut­falls­lega það sama og það var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent