Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur

Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.

Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Auglýsing

Í lok síð­asta mán­aðar var atvinnu­leysi hér­lendis komið niður í fimm pró­sent, og var þá hlut­falls­lega jafn mikið og það var í febr­úar 2020, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Í apríl 2020, þegar fjöldi fyr­ir­tækja setti starfs­fólk sitt á hluta­bæt­ur, mæld­ist atvinnu­leysið 17,8 pró­sent en 10,3 pró­sentu­stig féllu til vegna þeirra sem voru tíma­bundið sett á hluta­bæt­ur. Almennt atvinnu­leysi mæld­ist mest í jan­úar síð­ast­liðn­um, 11,6 pró­sent, og heild­ar­at­vinnu­leysi að með­töldum þeim sem enn voru á hluta­bótum í þeim mán­uði var 12,8 pró­sent. 

Þrátt fyrir að atvinnu­leysið hafi minnkað skarpt, og sé á sama stað hlut­falls­lega og það var fyrir far­ald­ur­inn, þá er ýmis­legt enn ólíkt með stöð­unni þá og nú. Þar ber helst að nefna lang­tíma­at­vinnu­leysi og fjölda þeirra ein­stak­linga sem telj­ast starf­andi vegna þátt­töku í úrræðum á vegum hins opin­bera.

Næstum helm­ingur án vinnu í meira en ár

Í febr­úar 2020 voru aðstæður í íslensku atvinnu­lífi ekki full­komn­ar. Atvinnu­leysið, þá fimm pró­sent, hafði ekki mælst meira í næstu átta ár, eða síðan í apríl 2012. Eftir gjald­þrot WOW air og loðnu­brest var lít­ill hag­vöxtur á árinu 2019 og vonir stóðu til að árið 2020 yrði ár við­spyrnu. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði þær vonir síðan að engu.

Auglýsing
Í síð­asta mán­uð­inum áður en far­ald­ur­inn lok­aði Íslandi og ger­breytti sam­fé­lag­inu voru 9.162 manns atvinnu­lausir hér­lend­is. Af þeim höfðu 1.893 verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði sem voru 1.137 fleiri en höfðu verið án atvinnu í ár eða lengur í lok febr­úar 2019. Því voru um 21 pró­sent atvinnu­lausra í febr­úar 2020 flokk­aðir sem lang­tíma­at­vinnu­laus­ir. 

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var fjöldi þeirra sem hafði verið án atvinnu í meira en ár 4.598. Hlut­fall atvinnu­lausra sem hafði verið án starfs í ár eða lengur var 44 pró­sent og fjöldi lang­tíma­at­vinnu­lausra er 143 pró­sent meiri en hann var áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. 

Þús­undir á tíma­bundnum ráðn­inga­styrkjum

Sem stendur eru enn í gildi svo­­kall­aðir ráðn­­inga­­styrkir, sem greiddir eru út í tengslum við atvinnu­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­is­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­um. Í síð­­asta mán­uði voru 89 pró­­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­­ing­­ar­­styrkj­u­m. 

Sam­kvæmt mæla­borði Vinnu­mála­stofn­unar hafa 6.702 ráðn­ingar átt sér stað á grund­velli átaks­ins frá 1. mars. Um 75 pró­sent þeirra ráðn­inga hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um. Lang­flest störfin sem ráðið hefur verið í á grund­velli ráðn­inga­styrks tengj­ast ferða­þjón­ustu eða tengdum grein­um. 

Í ljósi þess að störfum í og í kringum ferða­þjón­ustu fjölgar iðu­lega mikið yfir sum­ar­tím­ann, þegar háanna­tími er í geir­an­um, má gera ráð fyrir því að störfum í geir­anum fækki með haustinu þegar ferða­menn verða færri.

Atvinnu­leysi útlend­inga svipað og fyrir far­aldur

​​Alls voru 4.144 erlendir atvinnu­leit­endur án atvinnu í lok sept­em­ber og fækk­aði um 348 frá ágúst. Það þýðir að 40 pró­sent allra atvinnu­lausra voru erlendir atvinnu­leit­end­ur, sem er nán­ast sama hlut­fall og var í febr­úar 2020. 

Atvinnu­leysið er mest á Suð­ur­nesjum nú, eða 9,1 pró­sent, en atvinnustigið þar er mjög háð því að mikið sé að gera í ferða­þjón­ustu vegna nálægðar við Kefla­vík­ur­flug­völl. Atvinnu­leysið hefur hríð­fallið þar frá því í byrjun árs þegar það var 23,3 pró­sent og er nú hlut­falls­lega það sama og það var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent