Gagnrýnir akstursgreiðslur til bæjarstjóra Kópavogs

Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi segir að engin rök séu fyrir háum akstursgreiðslum Ásdísar Krist­jáns­dótt­ur bæjarstjóra. „Það er engin þörf fyrir bæjarstjóra Kópavogs til að keyra svona mikið vegna starfa sinna.“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Auglýsing

Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir bæj­ar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi gerir ráðn­ing­ar­samn­ing nýs bæj­ar­stjóra, Ásdísar Krist­jáns­dótt­­ur, að umtals­efni í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en þar bendir hún að í samn­ingnum sé kveðið á um fasta mán­að­ar­lega greiðslu vegna akst­urs sem nemi 1.250 kíló­metrum – að upp­hæð 158.750 króna, skatt­frjálst – í hverjum mán­uði út kjör­tíma­bil­ið.

Fram kemur í drögum að ráðn­ing­ar­samn­ingi að laun bæj­ar­stjóra skuli vera 2.380.021 krónur á mán­uði miðað við 1. júní 2022. Auk laun­anna fær bæj­ar­stjóri greitt fyrir setu í stjórnum eins og stjórn SSH og slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

„Þetta er rosa­lega mik­ill akstur og engin rök fyrir slíku ákvæði. Þetta jafn­gildir um 60 kíló­metra akstri hvern ein­asta vinnu­dag. Hvern. Ein­asta. Vinnu­dag. Það er engin þörf fyrir bæj­ar­stjóra Kópa­vogs til að keyra svona mikið vegna starfa sinna, en þess má jafn­framt geta að Kópa­vogs­bær á og rekur nokkra raf­bíla sem standa starfs­fólki stjórn­sýsl­unnar til boða þegar það þarf að fara úr húsi til að reka erind­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Bæj­ar­full­trú­inn segir að ákvæðið stingi jafn­framt í stúf við bæði yfir­mark­mið Kópa­vogs­bæj­ar, Heims­mark­mið sam­ein­uðu þjóð­anna, og mál­efna­samn­ing meiri­hlut­ans þar sem fjallað sé um mik­il­vægi þess að vanda vel til verka þegar kemur að umhverf­is­mál­um, og að vist­vænir ferða­mátar og virð­ing gagn­vart umhverf­inu leiki þar lyk­il­hlut­verk. „Það að bæj­ar­stjóri Kópa­vogs fyr­ir­hugi að aka 60.000 kíló­metra á kjör­tíma­bil­inu setur ekki gott for­dæmi.“

Hún bætir því við að engan skuli kannski undra að í umræddum mál­efna­samn­ingi Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks sé ekki orði minnst á borg­ar­línu, strætó eða almenn­ings­sam­göng­ur.

Í ráðn­ing­ar­samn­ingi nýs bæj­ar­stjóra Kópa­vogs í boði xB og xD er kveðið á um fasta mán­að­ar­lega greiðslu vegna akst­urs sem...

Posted by Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir on Wed­nes­day, June 15, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent