Þótt sumardagurinn fyrsti sé haldinn hátíðlegur á Íslandi og fátt sé í fréttum er dagurinn eins og flestir aðrir víðast hvar í heiminum. Hér á eftir koma myndir af ýmsum atburðum um allan heim, sem ritstjórar myndaveitunnar EPA hafa valið meðal bestu fréttamyndanna um þessar mundir.
Í Miðjarðarhafinu var hópi flóttamanna bjargað, en fólkið var eins og þúsundir annarra á leið til Evrópu í von um betra líf. Í Þýskalandi fara fram réttarhöld yfir fyrrum meðlimi SS-sveita nasista, og eftirlifendur úr Auschwitz eru mættir til að fylgjast með. Þá er hafið eldgos í Chile með tilheyrandi truflunum á líf fjölda fólks.
Um borð í þessum litla og ótrausta bát voru 220 flóttamenn á leið yfir til Evrópu. Fólkinu var bjargað í gær og flutt til Ítalíu.
220 flóttamönnum var bjargað á leið sinni frá Líbíu til Ítalíu í gær. Ítalska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu úr yfirfullum bát.
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna minntust hinna látnu með mínútu þögn fyrir fund sinn í Brussel.
Calbuco eldfjallið í Chile séð frá Puerto Montt. Eldgos er hafið þar og reykur nær 20 kílómetra upp í loftið. 1.500 manns í nágrenni eldfjallsins hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Max Eisen og William Glied lifðu af fangabúðir nasista í Auschwitz í seinni heimstyrjöldinni. Þeir eru nú viðstaddir réttarhöldin yfir Oskar Groening, 93 ára fyrrverandi meðlimi SS-sveitanna, sem fara nú fram í Þýskalandi.