Vilja slá met í hópfjármögnun með fjárfestingum í bjór

h_51231432-1.jpg
Auglýsing

Stærsta sjálf­stæða brugg­húsið í Skotlandi, Brewdog, ætlar á næst­unni að safna 25 millj­ónum punda í hópsöfn­un. Fyr­ir­tækið seg­ist vilja kom­ast hjá því að fjár­mála­fyr­ir­tæki græði á fjár­mögn­un­inni, og kallar hópsöfn­un­ina Equity for Punks, sem væri hægt að þýða sem Eigið fé fyrir pönk­ara. Nafnið er vísun í þekktasta bjór Brewdog, sem heitir Punk IPA.

526,316 hlutir í fyr­ir­tæk­inu verða seldir í skiptum fyrir fram­lög almenn­ings og lág­markið verður tveir hlutir fyrir 95 pund. Fyr­ir­tækið hefur áður ráð­ist í hóp­fjár­mögnun og safn­aði 4,25 millj­ónum punda á innan við hálfu ári árið 2013. Með því var slegið met í hóp­fjár­mögnun en nú vill fyr­ir­tækið fimm­falda þessa upp­hæð og slá ný met.

Brugg­húsið rekur nú 27 bari um heim­inn en fyr­ir­tækið var stofnað af þeim Martin Dickie og James Watt árið 2007. Þeir keyptu not­aðar brugggræjur og hófust handa, en í dag er Brewdog það vöru­merki í mat og drykk í Bret­landi sem vex hvað hrað­ast. Bjór­inn er seldur til 55 ríkja, hann er meðal ann­ars fáan­legur á Íslandi, og 360 manns vinna hjá Brewdog.

Auglýsing

Watt segir í nokkuð hástemmdri yfir­lýs­ingu að bylt­ing hafi orðið í vönd­uðum bjór (e. craft beer) og tek­ist hafi að end­ur­skil­greina bjór­inn. Nú sé komið að því að end­ur­skil­greina fjár­mögn­un­ar­kerfi. Fjár­mála­stofn­anir hafi ýtt undir það að bjór sé lélegur og ódýr með því að hafa gróða alltaf að leið­ar­ljósi.

„Til að leyfa Brewdog að vaxa en vera áfram trúir okkar sann­fær­ingu höfum við þurft að búa til nýja kyn­slóð við­skipta­mód­ela. Equity for Punks færir stjórn­ina til fólks­ins sem þykir vænt um bjór­inn okk­ar, og þannig höldum við ástríð­unni og trú­verð­ug­leik­anum í bjór­glösum fólks.

Við erum ekki Rockefell­er, við erum Guy Fawkes. Við erum að brenna kerfið - normið - og búa til nýja fram­tíð fyrir fyr­ir­tæki úr rúst­un­um,“ sagði hann jafn­framt og bætti því við að ýta ætti ríka fólk­inu til hliðar og veita almenn­ingi vald til að ráða eigin örlögum með því að fjár­festa í ástríð­unni fyrir vönd­uðum bjór.

Fyrir áhuga­sama er hægt að fjár­festa í bjór­fyr­ir­tæk­inu hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None