Gáttaður á að umhverfissinnar séu ekki að „lemja á borginni“ út af flugvellinum

Gunnar H. Gunnarsson oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, segir að flokkar sem bjóði fram á landsvísu glími við pólitískan ómöguleika er kemur að flugvellinum í Vatnsmýri, en brotthvarf flugvallarins er aðalbaráttumál framboðsins.

Gunnar H. Gunnarsson er oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar.
Gunnar H. Gunnarsson er oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar.
Auglýsing

Gunnar H. Gunn­ars­son odd­viti fram­boðs­ins Reykja­vík, besta borgin seg­ist vera gátt­aður á því að umhverf­is­sinnar og önnur sem vilja beita sér fyrir aðgerðum í lofts­lags­málum séu ekki sífellt að berja á Reykja­vík­ur­borg um að beita sér fyrir alvöru í því að flug­völl­ur­inn í Vatns­mýri víki fyrir þéttri mið­borg­ar­byggð við fyrsta tæki­færi.

„Ég er algjör­lega gátt­aður á því að umhverf­is­sinnar séu ekki komnir á fulla ferð í að lemja á borg­inni og heimta að hún geri grein fyrir því hún ætlar að minnka [út­blást­ur] CO2 og gefi flokkum og fram­boðum ein­kunn eins og þau gerðu í haust, því það er ekk­ert smá­ræðis í húfi,“ segir Gunnar og vís­aði til ein­kunna­gjafar Ungra umhverf­is­sinna fyrir alþing­is­kosn­ing­arn­ar, þar sem lofts­lags­stefnur flokk­anna voru metn­ar.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Gunn­ars í sam­tali við Eyrúnu Magn­ús­dóttur í hlað­varps­þætti Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, sem kom út í dag í Hlað­varpi Kjarn­ans. Þar fór Gunnar yfir helstu stefnu­mál fram­boðs­ins og kom því á fram­færi að hann teldi engan hafa boðið Reyk­vík­ingum betri díl en Reykja­vík, besta borgin gerir í þessum kosn­ing­um.

Vilja 7 millj­arða á ári í leigu undir flug­völl­inn

Aðal­stefnu­mál fram­boðs­ins er að flug­völl­ur­inn í Vatns­mýri víki fyrir þéttri borg­ar­byggð, en Reykja­vík, besta borgin segir mögu­legt að byrja að rukka rík­is­valdið um leigu á því borg­ar­landi sem liggur undir flug­vell­in­um.

Auglýsing

„Borgin á ⅔ af lóð­inni undir flug­vell­in­um, hún er 200 millj­arða króna virði, og bingó, það er engin leiga og hefur ekki verið í 80 ár. Hvers konar hags­muna­gæsla er þetta eig­in­lega hjá þeim sem stjórna borg­inni? Það er verið að fórna hags­munum Reyk­vík­inga,“ segir Gunn­ar, en í stefnu­skrá fram­boðs­ins er talað um að ríkið greiði 3,5 pró­sent af and­virði borg­ar­lands­ins í leigu á ári, sem væru 7 millj­arðar króna.

Póli­tískur ómögu­leiki lands­mála­flokka

Hann seg­ist í við­tal­inu hafa rætt við borg­arpóli­tíku­sa, bæði til hægri og vinstri, sem hafi í gegnum árin flestir verið sam­mála um að flug­völl­ur­inn í Vatns­mýri skuli víkja og að auð­vitað ætti að byggja þarna. Þeir hafi þó flestir á sama tíma lýst þeirri skoðun að það væri „ekki póli­tískt mögu­legt“ þar sem það sé misvægi atkvæða á milli höf­uð­borgar og lands­byggð­ar, flokk­arnir missi atkvæði úti á landi og dreif­býl­ingar séu dug­legir að mæta á lands­fundi – og gætu þar ógnað for­manni flokks sem vilji að flug­völl­ur­inn víki.

„Þetta er bara „lou­sy“ póli­tík, þetta er ekk­ert annað og rosa­leg ömurð að horfa upp á þetta,“ segir Gunn­ar, sem segir Reyk­vík­inga hafa mögu­leika á að „gera eitt­hvað í mál­inu“ með því að kjósa afl eins og hans, sem er óháð lands­málapóli­tík­inni.

Gunnar segir að hann og Örn Sig­urðs­son með­fram­bjóð­andi hans, sem hafa verið virkir í starfi Sam­taka um betri byggð um lengri tíma, hafi í fórum sínum „nokkur tonn af gögn­um“ um hag­kvæmni þess að flug­völl­ur­inn víki og segir að þær tölur sem þeir hafi í fórum sínum séu aldrei véfengdar – þó að bæði stjórn­mála­menn og fjöl­miðlar virð­ist hafa ákveðið að hundsa þær.

Hægt er að hlusta á þátt­inn hér að neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent