Fjóla Dögg Helgadóttir hefur skrifað tölvuforrit sem hjálpar fólki við að greina og vinna úr sálrænum vandamálum. Fjóla rannsakaði klíníska sálfræði við Oxford-háskóla í Bretlandi og hún segir tölvur geta verið gagnlega sálfræðinga. „Ég held að í einhverjum tilvikum þá geti tölvumeðferð gengið vel án þess að mennskur sálfræðingur taki þátt. Fólk er á margan hátt ekki góðir sálfræðingar.“
Önnur íslensk kona hefur undanfarin ár notað gervigreindarforrit Fjólu til meðferðar á sjálfri sér. Saga hennar er rakin í sérstakri gervigreindarútgáfu vísindatímaritsins Science. Eftir að hafa flutt til Bretlands fór [íslenska konan] skyndilega að líða illa meðal fólks. Það hafði aldrei verið vandamál áður. „Mér leið eins og ég væri að missa tökin,“ segir hún.
[Íslenska konan] kynntist svo Fjólu í Oxford árið 2012 og prófaði forritið sem kallast AI therapy. Fyrstu dagana spyr forritið spurninga áður en greining fannst á vandamálinu og meðferð gat hafist. Forritið greindi [íslensku konuna] með félagskvíða og þvingaði hana til að glíma við líðan sína og hugsanir.
Forrit Fjólu er hins vegar ekki eina tölvumeðferðarforritið sem til er. Fyrsta slíka forritið var raunar skrifað á sjöunda áratugnum og notað til að rannsaka samskipti milli manns og tölvu. Síðan þá hafa orðið miklar framfarir í þessum efnum og fullkomin forrit geta nú greint og lagt til meðferð við andlegum kvillum.
Vísindamenn telja þessi tæki vera gagnleg fyrir sálfræðinga. Fjóla segir í samtali við Science að tölvur geti verið betri rannakandi og hlutlægari í greiningu sinni. Reynsla [íslensku konunnar] bendir til að tæki eins og AI therapy geti, án þess að manneskja komi við sögu, skipt sköpum. „Ég gat breytt þessu sjálf,“ segir [íslenska konan] en hún telur mannlegan sálfræðing alveg hafa getað hjálpað sér líka.
Ferlið sem [íslenska konan] fór í gegnum er ranglega nefnt CBTpsych í grein Science. Rétt er að það heitir AI therapy. Það hefur verið leiðrétt hér.
Uppfært 20. júlí, kl. 12:40 - Að ósk viðmælenda Science hefur nafn íslensku konunnar sem prófaði búnaðinn verið tekið út og í staðinn sett [íslenska konan] þar sem við á.