Gísli Freyr eyddi pósti sem Sigríður Björk hafði sent um Tony Omos

sbg.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, eyddi tölvu­pósti sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafði milli­göngu um að hann fengi. Gísli Freyr eyddi raunar öllu póstum tengdum hæl­is­leit­and­anum Tony Omos úr póst­hólfi sínu eftir að leka­málið svo­kall­aða komst í hámæli. Þetta kom fram i Kast­ljósi í kvöld.

Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið minn­is­blaði með upp­lýs­ingum um Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is sem birt­ust í miðl­unum þennan saman dag, 20. nóv­em­ber. Áður en minn­is­blað­inu var lekið var búið að bæta upp­lýs­ingum við það um Omos. Gísli Freyr var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lek­ann.

Sagði málið til­búið í fjöl­miðl­unumÍ umfjöllun Kast­ljós kom fram að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hafi verið yfir­heyrð vegna rann­sóknar lög­reglu á leka­mál­inu í apr­íl. Þar sagð­ist hún ekki hafa vitað af þeim sam­skiptum sem Gísli Freyr átti við Frétta­blaðið og Morg­un­blaðið dag­inn sem minn­is­blað­inu um Tony Omos var lek­ið.

Þetta sé aðför gegn ráðu­neyt­inu og starfs­fólk þess þar sem það er sakað um ótrú­leg­ustu hluti í tengslum við þetta mál og önnur

Auglýsing

Í skýrslu lög­reglu segir að þegar Hanna Birna var spurð hvort hún vildi eitt­hvað tjá sig um málið að lokum hafi hún sagt að „erfitt [sé] að sitja undir þessu sem og aðrir starfs­menn ráðu­neyt­is­ins. Segir hún að þetta mál sé til­búið í fjöl­miðlum og vera með miklum ólík­ind­um. Þetta sé aðför gegn ráðu­neyt­inu og starfs­fólk þess þar sem það er sakað um ótrú­leg­ustu hluti í tengslum við þetta mál og önn­ur."

Sagði skoðun hafa sýnt engan lekaFraman af þessu ári vís­aði Hanna Birna ítrekað í athugun sem hún lét rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðs­ins gera á leka­mál­inu þegar hún varði sig. Þann 27. jan­úar fór fram sér­stök umræða um leka­málið á Alþingi og þar sagði Hanna Birna nokkuð hast­ar­lega í and­svari við fyr­ir­spurn stjórn­ar­and­stöðu­þing­manns­ins Val­gerðar Bjarna­dóttur að „nið­ur­staða þess­ara athug­ana er, að ekk­ert í gögnum ráðu­neyt­is­ins bendir til þess að trún­að­ar­gögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum sam­kvæmt. Frá þessu hefur ráðu­neytið ítrekað greint, í svörum sínum til lög­manna hæl­is­leit­anda, í svörum til fjöl­miðla og ítrek­uðum yfir­lýs­ingum á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins. En þrátt fyrir það eru áfram fluttar fréttir af meintum leka úr ráðu­neyt­inu og jafn­vel án þess að orðið meintur sé not­að“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beitt fordæmalausum þrýstingi á ýmsar stofnanir vegna lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt for­dæma­lausum þrýst­ingi á ýmsar stofn­anir vegna leka­máls­ins.

Þann 16. maí síð­ast­lið­inn svar­aði Hanna Birna síðan skrif­legri fyr­ir­spurn um leka­mál­ið. Í svari hennar seg­ir: „Vegna þeirrar fyr­ir­spurnar sem hér er lögð fram er rétt að ítreka þær upp­lýs­ingar sem þegar hafa verið birtar á vef­síðu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem fram kemur að sér­stök skoðun ráðu­neyt­is­ins og rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins, sem hefur umsjón með tölvu­kerfi ráðu­neyt­is­ins, hafi ekki gefið til­efni til að ætla að trún­að­ar­gögn hafi verið send óvið­kom­andi aðilum frá ráðu­neyt­inu. Athugað var hvort upp­lýs­ingar hefðu verið sendar úr mála­skrá ráðu­neyt­is­ins eða með tölvu­pósti til óvið­kom­andi aðila. Hefur rekstr­ar­fé­lagið stað­fest að svo var ekki“.

Skoð­unin hvorki ítar­leg né umfangs­mikilÍ Kastjósi í kvöld kom fram að sam­kvæmt rann­sókn­ar­gögnum máls­ins var skoðun rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins hvorki ítar­leg né umfangs­mik­il. Raunar ein­skorð­að­ist hún við þrönga skoðun á sam­skiptum ráðu­neyt­is­starfs­manna við fjöl­miðla. Rann­sókn rekstr­ar­fé­lags­ins fór þannig fram að gerð var orða­leit í tölvu­póstum starfs­manna með tvennum hætti. Ann­ars vegar var orða­sam­bandið „Tony Omos" kannað og hins vegar „Evelyn Glory Jos­eph".

Gísli Freyr Valdórsson hefur játað að hafa lekið minnisblaðinu fræga. Hann var í síðustu viku dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gísli Freyr Val­dórs­son hefur játað að hafa lekið minn­is­blað­inu fræga. Hann var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

Auk þess tak­mark­að­ist leitin við efn­is­lýs­ingu í haus tölvu­póst­send­inga, það er fyr­ir­sögn eða heiti tölv­pósts (e. subject), og heiti við­heng­is, en ekki raun­veru­legs efn­is­inni­halds þeirra. Sú leit ein­skorð­að­ist auk þess við að kanna hvort ein­hver starfs­maður hefði sent fjöl­miðli minn­is­blaðið úr póst­hólfi sínu í ráðu­neyt­inu.

Í Kast­ljósi kom fram að þegar lög­reglan fram­kvæmdi loks leit í tölvu­póst­hólfum þeirra átta starfs­manna ráðu­neyt­is­ins sem höfðu haft aðgang að minni­blað­inu í apr­íl, hafi minn­is­blaðið fund­ist í tölvu­póst­hólfum allra starfs­manna sem höfðu fengið það, nema hjá Gísla Frey, sem var búinn að eyða því.

Eyddi líka pósti frá Sig­ríði BjörkÞað var ekki eini tölvu­póst­ur­inn sem Gísli Freyr var búinn að eyða. Tölvu­póstur sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafði milli­göngu um að sendur yrði til Gísla, hafði líka verið eytt. Þegar Gísli Freyr var spurður út í þetta við yfir­heyrslur og einnig hvort hann hafi sér­stak­lega eytt öllu sem tengd­ist Tony Omos úr tölvu sinni sagði Gísli Freyr: „Af því bara, það er svar­ið“. Um var að ræða grein­ar­gerð um mál Tony Omos.

DV greindi frá því í gær að Gísli Freyr og Sig­ríður Björk hafi hringst þrí­vegis á að morgni 20. nóv­em­ber 2013. Frá­sögn þeirra af efni sím­tal­anna hefur verið mis­vísandi.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None