Gísli Freyr eyddi pósti sem Sigríður Björk hafði sent um Tony Omos

sbg.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, eyddi tölvu­pósti sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafði milli­göngu um að hann fengi. Gísli Freyr eyddi raunar öllu póstum tengdum hæl­is­leit­and­anum Tony Omos úr póst­hólfi sínu eftir að leka­málið svo­kall­aða komst í hámæli. Þetta kom fram i Kast­ljósi í kvöld.

Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið minn­is­blaði með upp­lýs­ingum um Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is sem birt­ust í miðl­unum þennan saman dag, 20. nóv­em­ber. Áður en minn­is­blað­inu var lekið var búið að bæta upp­lýs­ingum við það um Omos. Gísli Freyr var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lek­ann.

Sagði málið til­búið í fjöl­miðl­unumÍ umfjöllun Kast­ljós kom fram að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hafi verið yfir­heyrð vegna rann­sóknar lög­reglu á leka­mál­inu í apr­íl. Þar sagð­ist hún ekki hafa vitað af þeim sam­skiptum sem Gísli Freyr átti við Frétta­blaðið og Morg­un­blaðið dag­inn sem minn­is­blað­inu um Tony Omos var lek­ið.

Þetta sé aðför gegn ráðu­neyt­inu og starfs­fólk þess þar sem það er sakað um ótrú­leg­ustu hluti í tengslum við þetta mál og önnur

Auglýsing

Í skýrslu lög­reglu segir að þegar Hanna Birna var spurð hvort hún vildi eitt­hvað tjá sig um málið að lokum hafi hún sagt að „erfitt [sé] að sitja undir þessu sem og aðrir starfs­menn ráðu­neyt­is­ins. Segir hún að þetta mál sé til­búið í fjöl­miðlum og vera með miklum ólík­ind­um. Þetta sé aðför gegn ráðu­neyt­inu og starfs­fólk þess þar sem það er sakað um ótrú­leg­ustu hluti í tengslum við þetta mál og önn­ur."

Sagði skoðun hafa sýnt engan lekaFraman af þessu ári vís­aði Hanna Birna ítrekað í athugun sem hún lét rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðs­ins gera á leka­mál­inu þegar hún varði sig. Þann 27. jan­úar fór fram sér­stök umræða um leka­málið á Alþingi og þar sagði Hanna Birna nokkuð hast­ar­lega í and­svari við fyr­ir­spurn stjórn­ar­and­stöðu­þing­manns­ins Val­gerðar Bjarna­dóttur að „nið­ur­staða þess­ara athug­ana er, að ekk­ert í gögnum ráðu­neyt­is­ins bendir til þess að trún­að­ar­gögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum sam­kvæmt. Frá þessu hefur ráðu­neytið ítrekað greint, í svörum sínum til lög­manna hæl­is­leit­anda, í svörum til fjöl­miðla og ítrek­uðum yfir­lýs­ingum á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins. En þrátt fyrir það eru áfram fluttar fréttir af meintum leka úr ráðu­neyt­inu og jafn­vel án þess að orðið meintur sé not­að“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beitt fordæmalausum þrýstingi á ýmsar stofnanir vegna lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt for­dæma­lausum þrýst­ingi á ýmsar stofn­anir vegna leka­máls­ins.

Þann 16. maí síð­ast­lið­inn svar­aði Hanna Birna síðan skrif­legri fyr­ir­spurn um leka­mál­ið. Í svari hennar seg­ir: „Vegna þeirrar fyr­ir­spurnar sem hér er lögð fram er rétt að ítreka þær upp­lýs­ingar sem þegar hafa verið birtar á vef­síðu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem fram kemur að sér­stök skoðun ráðu­neyt­is­ins og rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins, sem hefur umsjón með tölvu­kerfi ráðu­neyt­is­ins, hafi ekki gefið til­efni til að ætla að trún­að­ar­gögn hafi verið send óvið­kom­andi aðilum frá ráðu­neyt­inu. Athugað var hvort upp­lýs­ingar hefðu verið sendar úr mála­skrá ráðu­neyt­is­ins eða með tölvu­pósti til óvið­kom­andi aðila. Hefur rekstr­ar­fé­lagið stað­fest að svo var ekki“.

Skoð­unin hvorki ítar­leg né umfangs­mikilÍ Kastjósi í kvöld kom fram að sam­kvæmt rann­sókn­ar­gögnum máls­ins var skoðun rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins hvorki ítar­leg né umfangs­mik­il. Raunar ein­skorð­að­ist hún við þrönga skoðun á sam­skiptum ráðu­neyt­is­starfs­manna við fjöl­miðla. Rann­sókn rekstr­ar­fé­lags­ins fór þannig fram að gerð var orða­leit í tölvu­póstum starfs­manna með tvennum hætti. Ann­ars vegar var orða­sam­bandið „Tony Omos" kannað og hins vegar „Evelyn Glory Jos­eph".

Gísli Freyr Valdórsson hefur játað að hafa lekið minnisblaðinu fræga. Hann var í síðustu viku dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gísli Freyr Val­dórs­son hefur játað að hafa lekið minn­is­blað­inu fræga. Hann var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

Auk þess tak­mark­að­ist leitin við efn­is­lýs­ingu í haus tölvu­póst­send­inga, það er fyr­ir­sögn eða heiti tölv­pósts (e. subject), og heiti við­heng­is, en ekki raun­veru­legs efn­is­inni­halds þeirra. Sú leit ein­skorð­að­ist auk þess við að kanna hvort ein­hver starfs­maður hefði sent fjöl­miðli minn­is­blaðið úr póst­hólfi sínu í ráðu­neyt­inu.

Í Kast­ljósi kom fram að þegar lög­reglan fram­kvæmdi loks leit í tölvu­póst­hólfum þeirra átta starfs­manna ráðu­neyt­is­ins sem höfðu haft aðgang að minni­blað­inu í apr­íl, hafi minn­is­blaðið fund­ist í tölvu­póst­hólfum allra starfs­manna sem höfðu fengið það, nema hjá Gísla Frey, sem var búinn að eyða því.

Eyddi líka pósti frá Sig­ríði BjörkÞað var ekki eini tölvu­póst­ur­inn sem Gísli Freyr var búinn að eyða. Tölvu­póstur sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum og nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafði milli­göngu um að sendur yrði til Gísla, hafði líka verið eytt. Þegar Gísli Freyr var spurður út í þetta við yfir­heyrslur og einnig hvort hann hafi sér­stak­lega eytt öllu sem tengd­ist Tony Omos úr tölvu sinni sagði Gísli Freyr: „Af því bara, það er svar­ið“. Um var að ræða grein­ar­gerð um mál Tony Omos.

DV greindi frá því í gær að Gísli Freyr og Sig­ríður Björk hafi hringst þrí­vegis á að morgni 20. nóv­em­ber 2013. Frá­sögn þeirra af efni sím­tal­anna hefur verið mis­vísandi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None