Gísli Freyr krefst frávísunar og gagnrýnir ákæru harðlega

10227163c826b00e47292dd2f22a4c4b-715x320.jpg
Auglýsing

„Það er greini­legt að ákæru­valdið hefur ekki hug­mynd um það hvernig upp­lýs­ing­arnar sem fram komu í sam­an­tekt­inni röt­uðu í hendur fjöl­miðla þrátt fyrir margra mán­aða ítar­lega rann­sókn. Ákærði getur af þessum sökum með engu móti áttað sig á því hver sú hátt­semi er sem honum er gefin að sök.“ Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Gísla Freys Val­dórs­son, sem ákærður er í leka­mál­inu svo­kall­aða. Gísli Freyr, sem er í tíma­bundnu leyfi frá störfum sem aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra, lýsti yfir sak­leysi sínu við þing­fest­ingu máls­ins í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í gær. Hann krafð­ist frá­vís­unar máls­ins, og til vara að hann yrði sýkn­aður af öllum sak­ar­gift­um.

Gísli Freyr er ákærður fyrir að brjóta gegn þagn­ar­skyldu í starfi með því að láta óvið­kom­andi í té ­upp­lýs­ingar sem koma fram í minn­is­blaði um Tony Omos.

Í grein­ar­gerð sinni gagn­rýnir Gísli Freyr alla máls­með­ferð­ina harð­lega.

Auglýsing

„Í ákæru er ekki til­greint hverj­um, einum eða fleiri, ákærði á að hafa veitt upp­lýs­ingar úr sam­an­tekt­inni enda ósannað að svo hafi hann gert, sbr. rök­stuðn­ing fyrir sýknu­kröfu. Er látið nægja að lýsa því að upp­lýs­ing­arnar hafi verið látnar „óvið­kom­andi“ í té. Það koma því sam­kvæmt ákæru allir til greina sem við­tak­endur svo fremi sem þeir telj­ast mál­inu „óvið­kom­and­i“. Ákærði getur því ekki not­ast við hefð­bundin úrræði til þess að verja sig eins og fyrr er nefnt. Að því er varðar frá­vís­un­ar­þátt máls­ins byggir ákærði á því að til þess að nokkur geti talist vera „óvið­kom­andi“ verði að liggja fyrir um hvern ræð­ir. Með öðrum orðum verður að liggja fyrir hver eða hverjir voru ætl­aðir við­tak­endur upp­lýs­ing­anna.

Til að bíta höf­uðið af skömminni hefur ákæran heldur ekki að geyma lýs­ingu á ætl­aðri verkn­að­ar­að­ferð. Í stað þess að útlista hvernig ákærði á að hafa veitt upp­lýs­ingar úr sam­an­tekt­inni, t.d. með afhend­ingu útprent­aðs eða hand­rit­aðs ein­taks, upp­lestri, fjar­skipt­um, mors-­send­ingum eða reyk­merkjum er í ákæru not­ast við hina mjög svo almennu athöfn „að láta e-m e-ð í té“,“ segir í grein­ar­gerð Gísla Freys.

Lesa má grein­ar­gerð Gísla Freys í heild sinni á með­fylgj­andi tengli. Grein­ar­gerd - Gisli Freyr

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None