Gistináttaskattur ekki innheimtur fyrr en árið 2024

Vegna áframhaldandi samdráttar og óvissu í ferðaþjónustu leggur ríkisstjórnin til að gistináttagjald verði ekki innheimt út árið 2023. Til stendur að útfæra gistináttagjaldið upp á nýtt á kjörtímabilinu og láta sveitarfélög njóta góðs af því.

Lagt er til að greiðsla og innheimta gistináttaskatts verði felld niður til og með 31. desember 2023, í bandormsfrumvarpi sem fylgdi fjárlagafrumvarpinu í dag.
Lagt er til að greiðsla og innheimta gistináttaskatts verði felld niður til og með 31. desember 2023, í bandormsfrumvarpi sem fylgdi fjárlagafrumvarpinu í dag.
Auglýsing

Gistin­átta­skatt­ur, sér­stakt gjald sem leggst ofan á hverja selda ein­ingu næt­ur­gist­ing­ar, verður ekki inn­heimtur fyrr en árið 2024, sam­kvæmt því sem fram kemur í svoköll­uðum band­ormi – frum­varpi til breyt­inga á ýmsum lögum vegna fjár­laga­frum­varps næsta árs.

Skatt­ur­inn var fyrst tek­inn upp árið 2012 og hefur þann til­gang að afla tekna til að stuðla að upp­bygg­ingu, við­haldi og verndun fjöl­sóttra ferða­manna­staða, frið­lýstra svæða og þjóð­garða. Skatt­ur­inn er nú 300 krónur fyrir hverja selda ein­ingu næt­ur­gist­ingar á Íslandi. Áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á í upp­hafi árs 2020 hafði verið gert ráð fyrir því að skatt­ur­inn skil­aði yfir 1,2 millj­örðum króna í rík­is­sjóð.

En svo kom veiran og lét á sér kræla. Skatt­ur­inn var felldur niður tíma­bundið í einum af fyrstu aðgerða­pökk­unum til þess að mæta efna­hags­legum áhrifum veirunn­ar. Skatt­ur­inn átti hins vegar að óbreyttu að taka gildi á ný þann 1. jan­úar 2022, en það mun ekki ger­ast, sam­kvæmt fyr­ir­ætl­unum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Þar sem enn er mik­ill sam­dráttur í ferða­þjón­ustu og ófyr­ir­séð er hve lengi sam­drátt­ur­inn muni standa yfir er lagt til að bráða­birgða­á­kvæðið verði fram­lengt tíma­bundið og greiðsla og inn­heimta gistin­átta­skatts verði felld niður til og með 31. des­em­ber 2023. Fram­leng­ing á tíma­bund­inni nið­ur­fell­ingu gistin­átta­skatts mun skipta fyr­ir­tæki í hót­el- og gisti­þjón­ustu í land­inu veru­legu máli,“ segir um þetta efni í nýju laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra.

Gistin­átta­skattur til sveit­ar­fé­laga í stjórn­ar­sátt­mála

Fjallað er stutt­lega um gistin­átta­gjaldið í nýjum stjórn­ar­sátt­mála Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna, sem kynntur var á sunnu­dag. Þar segir að stefnt sé að því að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag gjald­töku í ferða­þjón­ustu heilt yfir, sam­hliða end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unnar eftir far­ald­ur­inn.

Stefnt er að því aðbreikka skatt­stofn­inn“ í ferða­þjón­ustu og „tryggja jafn­ræði aðila á mark­aði“ auk þess að breyta fyr­ir­komu­lagi gistin­átta­gjalds.

Þetta á að gera í sam­vinnu við grein­ina og sveit­ar­fé­lög lands­ins, „með það að mark­miði að sveit­ar­fé­lögin njóti góðs af gjald­tök­unn­i“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent