Nicholas Woodman, stofnandi GoPro myndavélaframleiðandans og uppfinningamaður, er með fulla vasa fjár þessa dagana eftir mikla velgengni fyrirtækisins að undanförnu. Hann er 39 ára gamall, en stofnaði fyrirtækið þegar hann var 26 ára.
Woodman er samkvæmt upplýsingum á vef Forbes einn ríkasti ungi fjárfestir Bandaríkjanna en heildareignir hans eru metnar á 3,9 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Þær eru að mestu bundnar við eignahluti hans í GoPro.
Woodman stofnaði GoPro árið 2002 eftir að hafa gert tilraunir með myndavélatæknina í brimbrettaferðum sínum í Kaliforníu. Þar er hann uppalinn og hefur frá unglingsaldri dvalið löngum stundum á strandlengjunni við hvíta sanda ríkisins.
Síðan þá hefur mikið runnið til sjávar, og mikill vöxtur einkennt hvert einasta starfsár GoPro. Heildartekjur GoPro á síðasta ári voru um 1,2 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 150 milljörðum króna, og hefur hagnaður.
Myndavélatæknin er sérstaklega vinsæl meðal útvistarfólks, t.d. brimbrettakappa, hjólreiðamanna, kafara og þátttakenda í mótorsporti.
https://www.youtube.com/watch?v=gwuLVLwMjuA
https://www.youtube.com/watch?v=D4iU-EOJYK8