Greining Íslandsbanka spáir því að framundan sé nokkuð hratt vaxtalækkunarferli hjá Seðlabanka Íslands, og peningastefnunefnd bankans muni lækka vexti 10. desember næstkomandi um 0,25 prósentustig og aftur 4. febrúar um 0,25 prósentustig.
Stýrivextir eru nú 5,75 prósent og voru lækkaðir í síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar um 0,25 prósentustig. Gangi spá greiningar Íslandsbanka eftir verða stýrivextir komnir í 5,25 prósent í febrúar á næsta ári.
Verðbólga mælist nú um eitt prósent og hefur verið undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði seðlabankans frá því í febrúar á þessu ári.
Í spánni kemur enn fremur fram að vaxtahækkunarferill muni hefjast á nýjan leik seinni part næsta árs, meðal annars vegna þess að