Eyðileggingin vegna jarðskjálftans í Nepal er yfirþyrmandi og tala látinna hækkar sífellt. Hún er nú komin yfir fimm þúsund, samkvæmt nýjustu fréttum BBC.
Drón myndband sem tekið var upp á svæðinu, og sýnt var meðal annars á vef Wall Street Journal og víðar á internetinu, sýnir vel gríðarlega eyðileggingu sem jarðskjálftinn olli.
Hjálparstarfið á svæðinu gengur hægt, samkvæmt fréttum, meðal annars vegna erfiðra aðstæðna á vettvangi.
Auglýsing
https://www.youtube.com/watch?v=TMkRPWv4M8Y