Grikkjum gert að afsala sér fjárhagslegu fullveldi sínu

h_52052269-1.jpg
Auglýsing

Grikkir þurfa nán­ast að afsala sér fjár­hags­legu full­veldi sínu, og ráð­ast í umfangs­miklar nið­ur­skurð­ar­að­gerðir og einka­væð­ingu, ætli þeir að forða sér frá gjald­þroti og hanga inni í evru­sam­starf­in­u. Þetta kem­ur meðal ann­­ars fram í til­­lögu að sam­komu­lagi um skulda­­vanda Grikk­lands sem sett var sam­an á fundi fjár­­­mála­ráð­herra evr­u­­ríkj­anna í dag. The Guar­dian fjallar um málið. Ná­ist sam­komu­lag þurfa Grikk­ir lík­­­lega á bil­inu 82-86 millj­­arða evra sam­­kvæmt til­­lögu ráð­herr­anna.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Francoise Holland, Frakk­lands­for­seti, kynntu Alexis Tsipras, for­seta Grikk­lands, skil­yrð­in ­fyrir tug­millj­arða evra neyð­ar­láni til handa Grikkj­um, á fundi í Brus­sel í dag. Merkel og Hollande gengu hart fram gegn Tsipras í dag um að hann ábyrgð­ist að staðið verði við sam­komu­lagið ef af því verð­ur.

Ef Grikkir ganga ekki að skil­yrð­unum fyrir neyð­ar­lán­inu, mun þjóðin ganga tíma­bundið út úr evru­sam­starf­inu á meðan gríska ríkið vinnur að end­ur­skipu­lagn­ingu skulda þjóð­ar­bús­ins. Gangi þjóðin af skil­yrð­u­m ­evru­ríkj­anna, verða Grikkir að fram­selja yfir­ráð sín yfir rík­is­eignum að and­virði 50 millj­arða evra sem trygg­ingu fyrir neyð­ar­lán­inu og að ráð­ist verði í einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja. Hvorug leiðin naut sam­hljóma stuðn­ings leið­toga evru­svæð­is­ins.

Auglýsing

Skil­yrðin fyrir neyð­ar­lán­inu eru mun strang­ari en kröfu­hafar Grikk­lands hafa áður farið fram á á síð­ast­liðnum fimm árum. Sam­kvæmt heim­ildum Guar­dian má rekja hina auknu hörku til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar sem grísk stjórn­völd efndu til með litlum fyr­ir­vara á dög­un­um, sem hleypti illu blóði í við­semj­end­urna.

„Honum var sagt að hann myndi fá betri samn­ing ef já kæmi upp úr köss­un­um, og að nei myndi þyngja samn­inga­gerð­ina veru­lega,“ segir heim­ilda­maður The Guar­di­an.

Rík­is­sjóður Grikk­lands skuldar 320 millj­arða evra, eða 177 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu lands­ins, þrátt fyrir að hafa þegar fengið um 240 millj­arða evra í neyð­ar­lán á und­an­förnum árum. Þjóð­ar­fram­leiðsla Grikk­lands hefur fallið um 25 pró­sent frá árinu 2010, og atvinnu­leysi í land­inu mælist nú 26 pró­sent.

 

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None