Grikkjum gert að afsala sér fjárhagslegu fullveldi sínu

h_52052269-1.jpg
Auglýsing

Grikkir þurfa nán­ast að afsala sér fjár­hags­legu full­veldi sínu, og ráð­ast í umfangs­miklar nið­ur­skurð­ar­að­gerðir og einka­væð­ingu, ætli þeir að forða sér frá gjald­þroti og hanga inni í evru­sam­starf­in­u. Þetta kem­ur meðal ann­­ars fram í til­­lögu að sam­komu­lagi um skulda­­vanda Grikk­lands sem sett var sam­an á fundi fjár­­­mála­ráð­herra evr­u­­ríkj­anna í dag. The Guar­dian fjallar um málið. Ná­ist sam­komu­lag þurfa Grikk­ir lík­­­lega á bil­inu 82-86 millj­­arða evra sam­­kvæmt til­­lögu ráð­herr­anna.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Francoise Holland, Frakk­lands­for­seti, kynntu Alexis Tsipras, for­seta Grikk­lands, skil­yrð­in ­fyrir tug­millj­arða evra neyð­ar­láni til handa Grikkj­um, á fundi í Brus­sel í dag. Merkel og Hollande gengu hart fram gegn Tsipras í dag um að hann ábyrgð­ist að staðið verði við sam­komu­lagið ef af því verð­ur.

Ef Grikkir ganga ekki að skil­yrð­unum fyrir neyð­ar­lán­inu, mun þjóðin ganga tíma­bundið út úr evru­sam­starf­inu á meðan gríska ríkið vinnur að end­ur­skipu­lagn­ingu skulda þjóð­ar­bús­ins. Gangi þjóðin af skil­yrð­u­m ­evru­ríkj­anna, verða Grikkir að fram­selja yfir­ráð sín yfir rík­is­eignum að and­virði 50 millj­arða evra sem trygg­ingu fyrir neyð­ar­lán­inu og að ráð­ist verði í einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja. Hvorug leiðin naut sam­hljóma stuðn­ings leið­toga evru­svæð­is­ins.

Auglýsing

Skil­yrðin fyrir neyð­ar­lán­inu eru mun strang­ari en kröfu­hafar Grikk­lands hafa áður farið fram á á síð­ast­liðnum fimm árum. Sam­kvæmt heim­ildum Guar­dian má rekja hina auknu hörku til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar sem grísk stjórn­völd efndu til með litlum fyr­ir­vara á dög­un­um, sem hleypti illu blóði í við­semj­end­urna.

„Honum var sagt að hann myndi fá betri samn­ing ef já kæmi upp úr köss­un­um, og að nei myndi þyngja samn­inga­gerð­ina veru­lega,“ segir heim­ilda­maður The Guar­di­an.

Rík­is­sjóður Grikk­lands skuldar 320 millj­arða evra, eða 177 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu lands­ins, þrátt fyrir að hafa þegar fengið um 240 millj­arða evra í neyð­ar­lán á und­an­förnum árum. Þjóð­ar­fram­leiðsla Grikk­lands hefur fallið um 25 pró­sent frá árinu 2010, og atvinnu­leysi í land­inu mælist nú 26 pró­sent.

 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None