Grikkjum gert að afsala sér fjárhagslegu fullveldi sínu

h_52052269-1.jpg
Auglýsing

Grikkir þurfa nán­ast að afsala sér fjár­hags­legu full­veldi sínu, og ráð­ast í umfangs­miklar nið­ur­skurð­ar­að­gerðir og einka­væð­ingu, ætli þeir að forða sér frá gjald­þroti og hanga inni í evru­sam­starf­in­u. Þetta kem­ur meðal ann­­ars fram í til­­lögu að sam­komu­lagi um skulda­­vanda Grikk­lands sem sett var sam­an á fundi fjár­­­mála­ráð­herra evr­u­­ríkj­anna í dag. The Guar­dian fjallar um málið. Ná­ist sam­komu­lag þurfa Grikk­ir lík­­­lega á bil­inu 82-86 millj­­arða evra sam­­kvæmt til­­lögu ráð­herr­anna.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Francoise Holland, Frakk­lands­for­seti, kynntu Alexis Tsipras, for­seta Grikk­lands, skil­yrð­in ­fyrir tug­millj­arða evra neyð­ar­láni til handa Grikkj­um, á fundi í Brus­sel í dag. Merkel og Hollande gengu hart fram gegn Tsipras í dag um að hann ábyrgð­ist að staðið verði við sam­komu­lagið ef af því verð­ur.

Ef Grikkir ganga ekki að skil­yrð­unum fyrir neyð­ar­lán­inu, mun þjóðin ganga tíma­bundið út úr evru­sam­starf­inu á meðan gríska ríkið vinnur að end­ur­skipu­lagn­ingu skulda þjóð­ar­bús­ins. Gangi þjóðin af skil­yrð­u­m ­evru­ríkj­anna, verða Grikkir að fram­selja yfir­ráð sín yfir rík­is­eignum að and­virði 50 millj­arða evra sem trygg­ingu fyrir neyð­ar­lán­inu og að ráð­ist verði í einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja. Hvorug leiðin naut sam­hljóma stuðn­ings leið­toga evru­svæð­is­ins.

Auglýsing

Skil­yrðin fyrir neyð­ar­lán­inu eru mun strang­ari en kröfu­hafar Grikk­lands hafa áður farið fram á á síð­ast­liðnum fimm árum. Sam­kvæmt heim­ildum Guar­dian má rekja hina auknu hörku til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar sem grísk stjórn­völd efndu til með litlum fyr­ir­vara á dög­un­um, sem hleypti illu blóði í við­semj­end­urna.

„Honum var sagt að hann myndi fá betri samn­ing ef já kæmi upp úr köss­un­um, og að nei myndi þyngja samn­inga­gerð­ina veru­lega,“ segir heim­ilda­maður The Guar­di­an.

Rík­is­sjóður Grikk­lands skuldar 320 millj­arða evra, eða 177 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu lands­ins, þrátt fyrir að hafa þegar fengið um 240 millj­arða evra í neyð­ar­lán á und­an­förnum árum. Þjóð­ar­fram­leiðsla Grikk­lands hefur fallið um 25 pró­sent frá árinu 2010, og atvinnu­leysi í land­inu mælist nú 26 pró­sent.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None