Nokkur dæmi um hvernig John Oliver er að hafa áhrif á bandarískt samfélag

h_51899512-1.jpg
Auglýsing

Sjón­varps­þáttur breska grínist­ans og sam­fé­lags­rýn­is­ins John Oli­ver á sjón­varps­stöð­inni HBO virð­ist vera að hafa bein áhrif á banda­rískt sam­fé­lag. Þá eru nokkrar vís­bend­ingar um hvernig hár­beitt gagn­rýni Oli­ver hefur haft bein áhrif á lög­gjafann, og komið úrbótum til leiða.

Það er í sjálfu sér ekk­ert nýtt að grínistar geri óspart grín að ríkj­andi menn­ingu og stjórn­völd­um, en það er ekki á hverjum degi að ádeila þeirra ratar inn á vef­síður rík­is­stofn­anna eða hafi bein áhrif á ráða­menn til að ráð­ast í laga­breyt­ing­ar.

Þáttur John Oli­ver, Last Week Ton­ight, hefur á skömmum tíma skipað sér slíkan sess. Þrátt fyrir að fyrrum kollegar hans, þeir Stephen Col­bert og Jon Stewart, hafi til langs tíma gagn­rýnt frétta­flutn­ing í Banda­ríkj­unum og bent á fárán­leika hvers­dags­leik­ans, stendur þáttur Oli­vers þeim framar fyrir rann­sókn­ar- og grein­ing­ar­vinnu þegar eld­fim mál­efni eru tekin til umfjöll­un­ar. Frétta­mið­illin TIME fjallar um sívax­andi áhrif Oli­ver.

Auglýsing

Hér eru nokkur dæmi um hvernig breski sjón­varps­mað­ur­inn hefur haft áhrif til góðra verka.

Í júní gagn­rýndi Oli­ver hvernig veð, til að fá mann lausan úr haldi, koma niður á fátækum sak­born­ingum sem neyð­ast til að sitja á bak­við lás og slá án þess að hafa hlotið dóm. Fólk sem geti ekki greitt trygg­ing­una hafi tvo slæma kosti: að játa glæp­inn til að þurfa ekki að sitja í gæslu­varð­haldi eða dvelj­ast í fanga­klefa fram að rétt­ar­haldi.

Mán­uði eftir gagn­rýni Oli­ver til­kynnti Bill de Blasio, borg­ar­stjóri New York borg­ar, að borg­ar­yf­ir­völd hygð­ust slaka á kröfu um veð gegn lausn úr haldi, þegar um væri að ræða afbrot þar sem ofbeldi kom ekki við sögu, og smá­glæpi.

Oli­ver hefur látið meinta spill­ingu innan FIFA sig varða, og gagn­rýnt for­ystu alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins harð­lega. Hann fjall­aði um spillta yfir­stjórn FIFA löngu fyrir umfangs­miklar aðgerðir banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar FBI, en sunnu­dag­inn eftir að hátt­settir menn innan sam­bands­ins voru hand­tekn­ir, kall­aði Oli­ver ákaft eftir afsögn Sepp Blatter for­seta FIFA.

Á þriðju­dag­inn eftir þátt­inn varð Oli­ver svo að ósk sinni þeg­ar Blatter til­kynnt­i ­skyndi­lega um afsögn sína, dag­inn eftir að hann var end­ur­kjör­inn for­seti FIFA.

Þá er talið að hörð gagn­rýni Oli­ver á boð­aðar laga­breyt­ingar um aðgengi almenn­ings í Banda­ríkj­unum að inter­net­inu (net neutrality), hafi haft mikil áhrif á að frá þeim var fall­ið. Í þætt­inum sínum sak­aði Oli­ver banda­rísk fjar­skipta­fyr­ir­tæki um að ætla sér­ græða á því að rukka not­endur auka­lega ­fyrir aðgang að sér­stökum hrað­brautum á ver­ald­ar­vefn­um, og mis­muna þannig fólki eftir fjár­hag varð­andi aðgengi að net­inu.

Oli­ver hvatti aðdá­endur sína til að senda banda­rískum fjar­skipta­yf­ir­völdum kvörtun í tölvu­pósti vegna þessa, sem varð til þess að net­þjónar hrundu.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None