Nokkur dæmi um hvernig John Oliver er að hafa áhrif á bandarískt samfélag

h_51899512-1.jpg
Auglýsing

Sjón­varps­þáttur breska grínist­ans og sam­fé­lags­rýn­is­ins John Oli­ver á sjón­varps­stöð­inni HBO virð­ist vera að hafa bein áhrif á banda­rískt sam­fé­lag. Þá eru nokkrar vís­bend­ingar um hvernig hár­beitt gagn­rýni Oli­ver hefur haft bein áhrif á lög­gjafann, og komið úrbótum til leiða.

Það er í sjálfu sér ekk­ert nýtt að grínistar geri óspart grín að ríkj­andi menn­ingu og stjórn­völd­um, en það er ekki á hverjum degi að ádeila þeirra ratar inn á vef­síður rík­is­stofn­anna eða hafi bein áhrif á ráða­menn til að ráð­ast í laga­breyt­ing­ar.

Þáttur John Oli­ver, Last Week Ton­ight, hefur á skömmum tíma skipað sér slíkan sess. Þrátt fyrir að fyrrum kollegar hans, þeir Stephen Col­bert og Jon Stewart, hafi til langs tíma gagn­rýnt frétta­flutn­ing í Banda­ríkj­unum og bent á fárán­leika hvers­dags­leik­ans, stendur þáttur Oli­vers þeim framar fyrir rann­sókn­ar- og grein­ing­ar­vinnu þegar eld­fim mál­efni eru tekin til umfjöll­un­ar. Frétta­mið­illin TIME fjallar um sívax­andi áhrif Oli­ver.

Auglýsing

Hér eru nokkur dæmi um hvernig breski sjón­varps­mað­ur­inn hefur haft áhrif til góðra verka.

Í júní gagn­rýndi Oli­ver hvernig veð, til að fá mann lausan úr haldi, koma niður á fátækum sak­born­ingum sem neyð­ast til að sitja á bak­við lás og slá án þess að hafa hlotið dóm. Fólk sem geti ekki greitt trygg­ing­una hafi tvo slæma kosti: að játa glæp­inn til að þurfa ekki að sitja í gæslu­varð­haldi eða dvelj­ast í fanga­klefa fram að rétt­ar­haldi.

Mán­uði eftir gagn­rýni Oli­ver til­kynnti Bill de Blasio, borg­ar­stjóri New York borg­ar, að borg­ar­yf­ir­völd hygð­ust slaka á kröfu um veð gegn lausn úr haldi, þegar um væri að ræða afbrot þar sem ofbeldi kom ekki við sögu, og smá­glæpi.

Oli­ver hefur látið meinta spill­ingu innan FIFA sig varða, og gagn­rýnt for­ystu alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins harð­lega. Hann fjall­aði um spillta yfir­stjórn FIFA löngu fyrir umfangs­miklar aðgerðir banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar FBI, en sunnu­dag­inn eftir að hátt­settir menn innan sam­bands­ins voru hand­tekn­ir, kall­aði Oli­ver ákaft eftir afsögn Sepp Blatter for­seta FIFA.

Á þriðju­dag­inn eftir þátt­inn varð Oli­ver svo að ósk sinni þeg­ar Blatter til­kynnt­i ­skyndi­lega um afsögn sína, dag­inn eftir að hann var end­ur­kjör­inn for­seti FIFA.

Þá er talið að hörð gagn­rýni Oli­ver á boð­aðar laga­breyt­ingar um aðgengi almenn­ings í Banda­ríkj­unum að inter­net­inu (net neutrality), hafi haft mikil áhrif á að frá þeim var fall­ið. Í þætt­inum sínum sak­aði Oli­ver banda­rísk fjar­skipta­fyr­ir­tæki um að ætla sér­ græða á því að rukka not­endur auka­lega ­fyrir aðgang að sér­stökum hrað­brautum á ver­ald­ar­vefn­um, og mis­muna þannig fólki eftir fjár­hag varð­andi aðgengi að net­inu.

Oli­ver hvatti aðdá­endur sína til að senda banda­rískum fjar­skipta­yf­ir­völdum kvörtun í tölvu­pósti vegna þessa, sem varð til þess að net­þjónar hrundu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None