Guðbrandur verður oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.

Guðbrandur mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi kosningum.
Guðbrandur mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi kosningum.
Auglýsing

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Viðreisn.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðbrandi að hann vilji vinna að breytingum sem leiða til jafnræðis, aukins frelsis og meiri virðingar fyrir fjölbreytni mannlífsins. „Í rúma tvo áratugi hef ég tekið þátt í réttindabaráttu launafólks og unnið að bættum hag samfélagsins míns með þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Það er vegferð sem ég vil halda áfram á þingi. Þar er mikilvægast að styðja við og styrkja það nauðsynlega öryggisnet sem þarf að vera til staðar í Suðurkjördæmi,“ segir þar enn fremur.

Guðbrandur hefur starfað sem framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja, og var í rúm 20 ár formaður félagsins, sem verslunarstjóri Kaskó í Keflavík og sem framkvæmdastjóri Nýs miðils sem rak útvarpsstöðina Brosið og vikublaðið Suðurnesjafréttir. Hann sat í stjórn Landssambands íslenskra Verslunarmanna og var formaður sambandsins í sex ár. Hann hefur einnig tekið að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir ASÍ og sat í miðstjórn sambandsins í 14 ár.

Auglýsing

Guðbrandur hefur um árabil verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, um tíma fyrir Samfylkingu, síðar fyrir A-listann en nú fyrir Beina leið. Í tilkynningunni segir Guðbrandur aðspurður um það hvers vegna Viðreisn hafi orðið fyrir valinu: „Í Viðreisn upplifi ég að borin sé virðing fyrir fólki, alls konar fólki. Í Viðreisn er lausnamiðað fólk sem er tilbúið til gera breytingar, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Slíkum hópi vil ég tilheyra.“

Heildarlisti Viðreisnar verður kynntur síðar en uppstillingarnefnd flokksins í Suðurkjördæmi vinnur enn að samsetningu listans samkvæmt tilkynningu flokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent