Fagna frumvarpi um niðurfellingu transskattsins

Niðurfelling gjalds sem innheimt er fyrir leyfi til breytinga á skráningu kyns væri gríðarleg réttarbót fyrir þau sem vilja breyta kynskráningu og nafni að mati Samtakanna '78. Þjóðskrá telur breytinguna geta einfaldað ferlið.

Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Sam­tökin ‘78 fagna laga­frum­varpi um breyt­ingu á lögum um auka­tekjur rík­is­sjóðs er snúa að gjald­töku vegna nafna­breyt­inga og vegna breyt­inga á skrán­ingu kyns. Í umsögn sam­tak­anna við frum­varpið er það sagt gríð­ar­leg rétt­ar­bót fyrir þau sem vilja breyta kyn­skrán­ingu sinni og nafni, „og getur sú breyt­ing haft afar jákvæð áhrif á and­lega líðan og sjálfs­mynd við­kom­andi aðila.“

Að mati sam­tak­anna sé öllum í hag að Þjóð­skrá sé sem allra rétt­ust og að ein­stak­lingar sem vilji breyta kyn­skrán­ingu sinni geti gert svo án þess að þurfa að greiða sér­stak­lega fyrir það. Að mati sam­tak­anna styður breyt­ingin ekki aðeins við kyn­rænt sjálf­ræði heldur sé breyt­ingin sem lögð er til með frum­varp­inu á vissan hátt leið­rétt­ing á lögum um kyn­rænt sjálf­ræði „þar sem hugs­unin með því frum­varpi var að opna enn frekar á breyt­ingar í stað þess að tor­velda fólki að breyta skrán­ingu sinn­i.“ eins og það er orðað í umsögn sam­tak­anna.

Því telji Sam­tökin ‘78 að frum­varpið eigi að vera sam­þykkt án breyt­inga. 

Auglýsing

Nið­ur­fell­ingin styrki rétt ein­stak­linga til að skil­greina kyn sitt

Frum­varpið sem um ræðir var lagt fram í febr­úar á þessu ári. Í laga­texta frum­varps­ins er lagt til að einn tölu­liður sé felldur brott úr lögum um auka­tekjur rík­is­sjóðs en sá tölu­liður fjallar um gjöld sem inn­heimt eru fyrir leyfi til nafn­breyt­inga og fyrir leyfi til breyt­inga á skrán­ingu kyns sam­kvæmt lögum um kyn­rænt sjálf­ræði. Gjaldið er í dag 9.000 krón­ur.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að meg­in­til­gangur þess sé að „að styrkja rétt ein­stak­linga til að skil­greina kyn sitt, líkt og kveðið er á um í lögum um kyn­rænt sjálf­ræði, og rétt fólks til nafns. Að mati flutn­ings­manna standa jafn­framt ríkir almanna­hags­munir til þess að grund­vall­ar­upp­lýs­ingar eins og nafn og kyn séu rétt skráðar í þjóð­skrá.“ Með gjald­tök­unni skap­ist hindrun fyrir því að nafni og kyni ein­stak­linga sé sem réttu­st, sem aftur stendur í vegi fyrir því að mark­mið laga um skrán­ingu ein­stak­linga í þjóð­skrá hald­ist.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, en hann fjall­aði um gjald­tök­una í þing­ræðu í jan­ú­ar. „Sér­­stakur trans­skattur er ósann­­gjarn og órétt­lát­­ur. Hann varpar skugga á þá stór­­kost­­legu rétt­­ar­­bót sem felst í lögum um kyn­rænt sjálf­ræði. Þingið þarf að við­­ur­­kenna að þarna varð okkur á í mess­unni, leið­rétta mis­­tökin og afnema trans­skatt­inn strax,“ sagði hann meðal ann­ars um trans­skatt­inn í ræð­unni.

Þjóð­skrá Íslands styður fram­göngu frum­varps­ins

Ein önnur umsögn um frum­varpið hefur borist, frá Þjóð­skrá Íslands. Í umsögn­inni er frum­varpið sagt geta orðið til þess að ein­falda nafn­breyt­inga­ferlið bæði fyrir umsækj­anda og Þjóð­skrá. Í dag sé ferlið snúið og ekki sé alltaf ljóst gagn­vart umsækj­anda hvort umsóknin sé gjald­frjáls eða gjald­skyld. 

„Að­eins lít­ill hluti nafn­breyt­inga er gjald­skyldur og með frum­varp­inu er verið að leggja til að sá hluti verði gjald­frjáls. Með afnámi gjald­töku gæti Þjóð­skrá jafn­framt ein­faldað ferlið við nafn­breyt­ingar og breyt­ingar á kyni tals­vert sem yrði öllum aðilum til hags­bóta,“ segir í umsögn Þjóð­skrár sem styður fram­göngu frum­varps­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent