Guðlaugur Þór leiðir eftir aðrar tölur – Sigríður Andersen líklega á útleið

Utanríkisráðherra er með forystu yfir dómsmálaráðherra eftir að búið er að telja yfir þrjú þúsund atkvæði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður að óbreyttu í baráttusæti en fyrrverandi dómsmálaráðherra á litla möguleika á að ná inn á þing.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samkvæmt tölum þegar búið er að telja rúmlega þrjú þúsund atkvæði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti og Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, er í þriðja sæti. Alls munar 101 atkvæðum á Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu í fyrsta sætið sem stendur.

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson er í fjórða sæti og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður, er í fimmta sæti. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, er í sjötta sæti samkvæmt fyrstu tölum. 

Auglýsing
Þar á eftir koma Kjartan Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi, í sjöunda sætinu og í því áttunda situr Sigríður Andersen, sitjandi þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem stendur með fimm þingmenn samanlagt í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt nýjustu könnunum getur flokkurinn vænst þess að ná fjórum til fimm þingmönnum inn í kjördæmum höfuðborgarinnar. 

Alls er búið að telja um 3.013 atkvæði af um 7.500 en búist er við að lokatölur liggi fyrir í nótt.

Fréttin var uppfærð kl. 21:12 eftir að aðrar tölur voru birtar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent