Guðmundur Andri: „Þórunn mun sem sagt leiða listann og það styð ég“

Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Kraganum. Núverandi oddviti sest í annað sætið.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Auglýsing

Þórunn Sveinbjarnardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fjölmennasta kjördæmi landsins, í næstu þingkosningum. Frá þessu greinir núverandi oddviti flokksins í kjördæminu, Guðmundur Andri Thorsson, í stöðuuppfærslu á Facebook. Guðmundur Andri ætlar að taka annað sætið á listanum. 

Þórunn hefur verið formaður Bandalags háskólamanna (BHM) frá árinu 2015. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hún sat á þingi fyrir flokkinn frá árinu 1999 til 2011 og var umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem sat við völd frá 2007-2009.  Eftir að hún lét af þingmennsku var hún um skeið aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, þáverandi formanns flokksins og gerðist síðar, líkt og áður sagði, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. 

Auglýsing
Í stöðuuppfærslu sinni segir Guðmundur Andri að ýmsir hafi sóst eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í kjördæminu. „Ég lét þess getið við Uppstillingarnefnd að ég væri til í að sitja áfram, til þjónustu reiðubúinn; ég teldi mjög líklegt að við fengjum tvo þingmenn næst og sagðist tilbúinn til að berjast fyrir því að endurheimta annað sætið, eins og ég hafði endurheimt fyrsta sætið síðast.  Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í Kraganum.

Guðmundur Andri Thorsson.  MYND: Bára Huld Beck

Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir.“

Þegar liggur fyrir hvernig listi Samfylkingarinnar verður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þær Helga Vala Helga­dóttir og Kristrún Frosta­dóttir munu sitja í odd­vita­sætum. Helga Vala hefur verið þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður síðan árið 2017. Hún er auk þess for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar. Kristrún er á ný á lista hjá flokknum en hún starf­aði áður sem aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir gekk í raðir Sam­fylk­ing­ar­innar fyrr á þessum þing­vetri eftir að hafa setið á þingi um nokk­urt skeið sem óháður þing­mað­ur. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð árið 2016 og hefur setið sem þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis allt frá því hún var kjörin á þing og í til­kynn­ingu sem hún sendi frá sér í síð­ari hluta jan­úar á þessu ári sagð­ist hún vilja leiða flokk­inn í því kjör­dæmi. Í kom­andi kosn­ingum verður hún hins vegar önnur á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Nýr á lista Sam­fylk­ing­ar­innar verður Jóhann Páll Jóhanns­son sem starfað hefur sem blaða­maður um ára­bil. Hann tekur annað sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Á eftir þeim Rósu Björk og Jóhanni Páli koma þau Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri, í þriðja sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Dag­björt Hákon­ar­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, í þriðja sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent