Guðmundur Andri: „Þórunn mun sem sagt leiða listann og það styð ég“

Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Kraganum. Núverandi oddviti sest í annað sætið.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Auglýsing

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir mun leiða lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, fjöl­menn­asta kjör­dæmi lands­ins, í næstu þing­kosn­ing­um. Frá þessu greinir núver­andi odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, Guð­mundur Andri Thors­son, í stöðu­upp­færslu á Face­book. Guð­mundur Andri ætlar að taka annað sætið á list­an­um. 

Þór­unn hefur verið for­maður Banda­lags háskóla­manna (BHM) frá árinu 2015. Þar áður var hún fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún sat á þingi fyrir flokk­inn frá árinu 1999 til 2011 og var umhverf­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem sat við völd frá 2007-2009.  Eftir að hún lét af þing­mennsku var hún um skeið aðstoð­ar­maður Árna Páls Árna­son­ar, þáver­andi for­manns flokks­ins og gerð­ist síð­ar, líkt og áður sagði, fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Í stöðu­upp­færslu sinni segir Guð­mundur Andri að ýmsir hafi sóst eftir því að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­innar í kjör­dæm­inu. „Ég lét þess getið við Upp­still­ing­ar­nefnd að ég væri til í að sitja áfram, til þjón­ustu reiðu­bú­inn; ég teldi mjög lík­legt að við fengjum tvo þing­menn næst og sagð­ist til­bú­inn til að berj­ast fyrir því að end­ur­heimta annað sæt­ið, eins og ég hafði end­ur­heimt fyrsta sætið síð­ast.  Frétta­blaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að odd­viti færi sig um sæti og virð­ist telja það firn mikil að rúm­lega sex­tugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jón­as­son stóð upp fyrir Guð­fríði Lilju Grét­ars­dóttur í Krag­an­um.

Guðmundur Andri Thorsson.  MYND: Bára Huld Beck

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir mun sem sagt leiða list­ann og það styð ég. Hún hefur verið öfl­ugur málsvari launa­fólks und­an­farin ár en var áður þing­maður kjör­dæm­is­ins og ráð­herra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öfl­ugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eft­ir.“

Þegar liggur fyrir hvernig listi Sam­fylk­ing­ar­innar verður í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Þær Helga Vala Helga­dóttir og Kristrún Frosta­dóttir munu sitja í odd­vita­­sæt­um. Helga Vala hefur verið þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norður síðan árið 2017. Hún er auk þess for­­maður vel­­ferð­­ar­­nefnd­­ar. Kristrún er á ný á lista hjá flokknum en hún starf­aði áður sem aðal­­hag­fræð­ingur Kviku banka.

Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir gekk í raðir Sam­­fylk­ing­­ar­innar fyrr á þessum þing­vetri eftir að hafa setið á þingi um nokk­­urt skeið sem óháður þing­­mað­­ur. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri­hreyf­­ing­una – grænt fram­­boð árið 2016 og hefur setið sem þing­­maður Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmis allt frá því hún var kjörin á þing og í til­­kynn­ingu sem hún sendi frá sér í síð­­­ari hluta jan­úar á þessu ári sagð­ist hún vilja leiða flokk­inn í því kjör­­dæmi. Í kom­andi kosn­­ingum verður hún hins vegar önnur á lista Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suð­­ur.

Nýr á lista Sam­­fylk­ing­­ar­innar verður Jóhann Páll Jóhanns­­son sem starfað hefur sem blaða­­maður um ára­bil. Hann tekur annað sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­­ur. Á eftir þeim Rósu Björk og Jóhanni Páli koma þau Viðar Egg­erts­­son, leik­­stjóri, í þriðja sæti í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suður og Dag­­björt Hákon­­ar­dótt­ir, lög­­fræð­ing­­ur, í þriðja sæti í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent