Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins

Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, stærsti eig­andi Brim og for­stjóri félags­ins, keypti nýverið þrjú þús­und ein­tök af  barna­bókum í flokknum Litla fólkið og stóru draum­arnir og ætlar að gefa í alla grunn- og leik­skóla lands­ins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi og í Morg­un­blað­inu í dag

Útgef­andi bókanna er bóka­út­gáfu­fé­lagið Stórir draumar ehf. Það er í eigu tveggja hjóna, þeirra Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, við­skipta­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, og Söru Lind Guð­bergs­dótt­ir, lög­fræð­ings í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, og þeirra Gísla Freys Val­dórs­son­ar, rit­stjóra Þjóð­mála og rágjafa hjá almanna­tengla­fyr­ir­tæk­inu KOM, og Rakelar Lúð­víks­dótt­ur, kenn­ara. Útgáfan var stofnuð fyrr á þessu ári. 

Í við­tali við Stöð 2 sagði Guð­mundur að hann teldi ekki óæski­legt að skilja meiri pen­inga eftir inni í fyr­ir­tækjum lands­ins svo að þau svo verji þeim í sam­fé­lags­leg verk­efni, í stað þess að fela það ein­vörð­ungu rík­is­vald­inu. Þar seg­ist hann ekki vera að kaupa sér vini. „Ég held að við útgerð­ar­kar­l­arn­ir, það er seint að við verðum vin­sælir hér á Ísland­i.“

Mann­rétt­inda­fröm­uðir og báráttu­fólk gegn lofts­lags­breyt­ingum

Bæk­urnar sem um ræðir eru þýddar barna­bækur úr bóka­flokki eftir spænska rit­höf­undin Maria Isa­bel Sánchez Veg­ara. Þær fjalla um vís­inda­menn, bar­áttu­fólk fyrir mann­rétt­ind­um, íþrótta­fólk, lista­fólk eða annað fólk sem hefur afrekað merki­lega hluti. Þegar eru komnar út sex bækur á íslensku og í við­tali við útgef­endur í Morg­un­blað­inu í nóv­em­ber kom fram að sex titlar til við­bótar myndu koma út í febr­ú­ar. Á meðal við­fangs­efna í þeim bókum sem komnar eru út eru mann­rétt­inda­fröm­uðir á borð við Malala Yousafzai og Rosu Parks og dýra­vernd­un­ar- og lofts­lags­bar­átt­u­goð­sögnin David Atten­borough. Á meðal þeirra sem fjallað verður um í bók­unum sem eru vænt­an­legar er Greta Thun­berg, Michele Obama og Mich­ael Jor­d­an. 

Auglýsing
Á heima­síðu útgáf­unnar Stórir draumar kemur fram að smá­sölu­verð á hverri bók sé 3.490 krón­ur. Þrjú þús­und ein­tök kosta því um 10,5 millj­ónir króna í smá­sölu. 

Íslands­banki gefur líka öllum börnum sem leggja fjár­muni inn á Fram­tíð­ar­reikn­ing bank­ans ein­tak af bók­unum úr bóka­flokkn­um. Á heima­síðu bank­ans segir að með bóka­gjöf­inni vilji hann „hvetja unga krakka til að æfa sig í lestri en bæk­urnar eru sniðnar að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestr­ar­námi.“

Frá­bært að falla ekki í rétt­trún­að­ar­gildr­una

Guð­mundur segir í við­tal­inu við Stöð 2 að fyr­ir­tæki lands­ins séu ekki að gera nóg til að efla íslensku­kunn­áttu starfs­fólks síns sem sé af erlendu bergi brot­ið. Fyrir vikið fari læsi hrak­andi og aðflutt fólk sjái smut ekki ástæðu til að reyna að læra tungu­mál­ið. Þess vegna setji hann tugi millj­óna króna í verk­efni tengd íslenskri tungu á hverju ári. 

Stefán Ein­ar, einn eig­enda útgáf­unnar Stórir draumar, tjáir sig um máli í Face­book-­færslu sem hann birti í gær. Þar segir hann það vera frá­bært að menn skuli ekki falla í rétt­trún­að­ar­gildr­una. „Auð­vitað er það eft­ir­sókn­ar­vert fyrir fólk sem hingað flyst að læra íslensku. Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims hefur haft for­göngu um að fyr­ir­tækið stendur nú fyrir einni stærstu bóka­gjöf í sögu lands­ins. Allir leik- og grunn­skólar lands­ins munu fá sent ein­tak af fyrstu sex titl­unum í bóka­flokkn­um, Litla fólkið og stóru draum­arn­ir. Þar er sögð saga ekki ómerk­ari ein­stak­linga en Malölu Yousafzai, David Atten­bo­urough, Rosu Parks, Martin Luther King jr., Steve Jobs og Marie Curi­e.“

Mark­aðsvirðið 149 millj­arðar króna

Brim hefur verið skráð í Kaup­höll Íslands frá árinu 2014. Það er stærsta ein­staka útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og mark­aðsvirði þess er sem stendur 149 millj­arðar króna. Langstærsti eig­andi þess er Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­ur­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar.

Sam­kvæmt nýlegum útreikn­ingum Fiski­stofu hélt Brim á 13,2 pró­sent af heild­ar­verð­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda hér­lendis í byrjun nóv­em­ber. Það var yfir lög­­bundnu hámarki á fisk­veið­i­­kvóta sem einn útgerð má halda á sam­­kvæmt lög­­um, en það er tólf pró­­sent. Þar mun­aði mestu um að Brim er fékk 18 pró­­sent af nýlega úthlut­uðum loðn­u­kvóta, sem var stór­auk­inn milli ára. Brim hafði sex mán­uði frá byrjun nóv­em­ber til að koma sér undir kvóta­þak­ið. Það gerði félagið 18. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn þegar Brim seldi aflal­hlut­deild fyrir 3,4 millj­arða króna til Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hafði fyrir þann tíma fengið úthlutað eða keypt 2,23 pró­­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­um. Til við­­­­bótar heldur útgerð­­­­ar­­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 0,76 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 16,19 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent