Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum

Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, en hann varð hlutskarpastur í forvali flokksins sem lauk kl. 17:10 í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður sem einnig sóttist eftir oddvitasæti varð í öðru sæti í forvalinu og Una Hildardóttir í þriðja sæti.

Í fjórða sæti varð Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem sneri aftur í stjórnmálin og sóttist eftir öðru sæti í forvalinu. Þóra Elfa Björnsson varð fimmta, en í forvalinu, sem hófst á fimmtudag, var valið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Guðmundur Ingi, Ólafur Þór og Una.

Alls voru níu manns í framboði. 1.699 manns voru á kjörskrá og 844 greiddu atkvæði, sem samsvarar 50 prósent þátttöku. Kjörstjórn mun í framhaldinu leggja fram lista með 22 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar, samkvæmt tilkynningu frá VG.

Niðurstaða forvalsins:

  1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson með 483 atkvæði í 1. sæti
  2. Ólafur Þór Gunnarsson með 361 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Kolbrún Halldórsdóttir með 435 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Þóra Elfa Björnsson með 421 atkvæði í 1.-5. sæti

Auglýsing

Vinstri græn náðu þeim árangri 2017 að verða næst stærsti flokk­ur­inn í Krag­anum og fá tvo kjör­dæma­kjörna þing­menn. Þá leiddi Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir lista flokks­ins og Ólafur Þór Gunn­ars­son sat í öðru sæti.

Rósa Björk ákvað hins vegar að styðja ekki myndun rík­is­stjórnar með Sjálf­stæð­is­flokki og varð því strax að nokk­urs­konar oln­boga­barni innan þing­flokks Vinstri grænna eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Það leiddi á end­anum til þess að hún yfir­gaf flokk­inn og hefur nú gengið til liðs við Sam­fylk­ing­una, þar sem hún verður í fram­boði í Reykja­vík.

Guðmundur Ingi er ekki þingmaður í dag, en hann var fenginn sem utanþingsráðherra Vinstri grænna inn í umhverfis- og auðlindaráðuneytið þegar ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var mynduð í upphafi kjörtímabilsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent