Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“

Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.

Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Auglýsing

Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hún telji mikilvægt að veita Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra brautargengi til að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi til komandi alþingiskosninga.

Þetta kom fram í aðsendri grein Ástu í Skessuhorni á miðvikudag, en greinin er svar við annarri grein eftir Óðin Sigþórsson, sem birtist á sama vettvangi í lok mars.

Eins og Kjarninn fjallaði um nýlega hefur titrings orðið vart vegna væntanlegrar prófkjörsbaráttu á milli Þórdísar Kolbrúnar og Haralds Benediktssonar, sem leitt hefur lista sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.

Í grein Óðins sagði meðal annars að ef Þórdísi Kolbrúnu tækist að fella Harald úr oddvitasætinu myndi það „veikja flokkinn í komandi kosningum“ og einu gilti þá um hvernig sæti skipuðust að öðru leyti. Haraldur hefði sýnt drengskap með því að „víkja til hliðar“ og lýsa yfir stuðningi við að Þórdís Kolbrún yrði ráðherra.

Ásta segir í grein sinni að Óðinn hafi tekið að sér að „vera sár fyrir hönd vinar síns“ Haraldar, sem sé vel virtur þingmaður og hafi staðið sig með prýði í sínum störfum. „En hann, ekki frekar en nokkur annar stjórnmálamaður, á nokkuð gefið í stjórnmálum, hvorki sæti né forfrömun. Þar ráða umbjóðendur hans fyrst og fremst,“ segir í grein Ástu.

Myndi einhver gera athugasemdir ef Þórdís væri karl?

Þar spyr hún hvað sé eðlilegra en að „metnaðarfullur stjórnmálamaður sem hefur vakið athygli fyrir áræðni, glæsileika, dugnað og hugmyndaríki kalli eftir stuðningi flokksfélaga sinna og bjóði sig fram til forystu á lista í sínu kjördæmi“ og nefnir að Þórdís Kolbrún hafi að aukið fengið traust til gegna ráðherraembætti og verið kjörin varaformaður.

Auglýsing

„Ég velti því fyrir mér hvort einhver hefði við þessa ákvörðun ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins að athuga væri viðkomandi karl en ekki kona. Spyr sá sem ekki veit, en sem grunar eitt og annað. Ef rétt er þá eru þetta úrelt viðhorf sem ekki eiga heima í Sjálfstæðisflokknum,“ skrifar Ásta í greininni. Hún segir raunar að hún hefði sjálf staldrað við ef varaformaður flokksins myndi ekki sækjast eftir því að leiða lista í sínu kjördæmi.

Það er því tekist á innan Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna prófkjörsmálanna, en allangt er þó þar til prófkjörið fer fram, en það verður ekki fyrr en um miðjan júní.

Þegar hefur gustað um vegna þessa, en snemma í mars, eftir að Þórdís Kolbrún opinberaði að hún ætlaði sér að fara gegn Haraldi og sækjast eftir oddvitasætinu á bæjarmálafundi flokksins á Akranesi, ákvað Halldór Jónsson að segja sig frá formannsstöðu í kjördæmisráði flokksins.

Hann skrifaði bréf til forystu flokksins þar sem sagði meðal ann­ars að Þór­dís Kol­brún hefði að hans mati ekki sett fram ríkar mál­efna­legar ástæður fyrir því að skora odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu á hólm.

„Þvert á móti lýsti hún afar vel styrk og góðum störfum Har­aldar sem fyrsta þing­manns kjör­dæm­is­ins. Það er rétt metið hjá vara­for­mann­inum því þrátt fyrir afar erf­iðar aðstæður sjá íbúar kjör­dæm­is­ins mörg erfið mál þok­ast áfram eftir kyrr­stöðu. Það er ekki síst elju og vinnu­semi Har­aldar að þakka,“ skrif­aði Hall­dór til flokks­for­yst­unn­ar, sam­kvæmt frétt Skessu­horns um málið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent