Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“

Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.

Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Auglýsing

Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hún telji mikilvægt að veita Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra brautargengi til að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi til komandi alþingiskosninga.

Þetta kom fram í aðsendri grein Ástu í Skessuhorni á miðvikudag, en greinin er svar við annarri grein eftir Óðin Sigþórsson, sem birtist á sama vettvangi í lok mars.

Eins og Kjarninn fjallaði um nýlega hefur titrings orðið vart vegna væntanlegrar prófkjörsbaráttu á milli Þórdísar Kolbrúnar og Haralds Benediktssonar, sem leitt hefur lista sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.

Í grein Óðins sagði meðal annars að ef Þórdísi Kolbrúnu tækist að fella Harald úr oddvitasætinu myndi það „veikja flokkinn í komandi kosningum“ og einu gilti þá um hvernig sæti skipuðust að öðru leyti. Haraldur hefði sýnt drengskap með því að „víkja til hliðar“ og lýsa yfir stuðningi við að Þórdís Kolbrún yrði ráðherra.

Ásta segir í grein sinni að Óðinn hafi tekið að sér að „vera sár fyrir hönd vinar síns“ Haraldar, sem sé vel virtur þingmaður og hafi staðið sig með prýði í sínum störfum. „En hann, ekki frekar en nokkur annar stjórnmálamaður, á nokkuð gefið í stjórnmálum, hvorki sæti né forfrömun. Þar ráða umbjóðendur hans fyrst og fremst,“ segir í grein Ástu.

Myndi einhver gera athugasemdir ef Þórdís væri karl?

Þar spyr hún hvað sé eðlilegra en að „metnaðarfullur stjórnmálamaður sem hefur vakið athygli fyrir áræðni, glæsileika, dugnað og hugmyndaríki kalli eftir stuðningi flokksfélaga sinna og bjóði sig fram til forystu á lista í sínu kjördæmi“ og nefnir að Þórdís Kolbrún hafi að aukið fengið traust til gegna ráðherraembætti og verið kjörin varaformaður.

Auglýsing

„Ég velti því fyrir mér hvort einhver hefði við þessa ákvörðun ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins að athuga væri viðkomandi karl en ekki kona. Spyr sá sem ekki veit, en sem grunar eitt og annað. Ef rétt er þá eru þetta úrelt viðhorf sem ekki eiga heima í Sjálfstæðisflokknum,“ skrifar Ásta í greininni. Hún segir raunar að hún hefði sjálf staldrað við ef varaformaður flokksins myndi ekki sækjast eftir því að leiða lista í sínu kjördæmi.

Það er því tekist á innan Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna prófkjörsmálanna, en allangt er þó þar til prófkjörið fer fram, en það verður ekki fyrr en um miðjan júní.

Þegar hefur gustað um vegna þessa, en snemma í mars, eftir að Þórdís Kolbrún opinberaði að hún ætlaði sér að fara gegn Haraldi og sækjast eftir oddvitasætinu á bæjarmálafundi flokksins á Akranesi, ákvað Halldór Jónsson að segja sig frá formannsstöðu í kjördæmisráði flokksins.

Hann skrifaði bréf til forystu flokksins þar sem sagði meðal ann­ars að Þór­dís Kol­brún hefði að hans mati ekki sett fram ríkar mál­efna­legar ástæður fyrir því að skora odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu á hólm.

„Þvert á móti lýsti hún afar vel styrk og góðum störfum Har­aldar sem fyrsta þing­manns kjör­dæm­is­ins. Það er rétt metið hjá vara­for­mann­inum því þrátt fyrir afar erf­iðar aðstæður sjá íbúar kjör­dæm­is­ins mörg erfið mál þok­ast áfram eftir kyrr­stöðu. Það er ekki síst elju og vinnu­semi Har­aldar að þakka,“ skrif­aði Hall­dór til flokks­for­yst­unn­ar, sam­kvæmt frétt Skessu­horns um málið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent