Gæti ráðherra og varaformaður þurft að sætta sig við annað sæti á framboðslista?

Hvernig verða framboðslistarnir í Norðvesturkjördæmi í haust? Sumir þeirra eru orðnir nokkuð klárir, en aðrir ekki. Einhver innanflokksátök gætu verið framundan og titrings hefur þegar orðið vart. Kjarninn leit yfir stöðu mála.

Sókn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í oddvitasæti Haraldar Benediktssonar í Norðvesturkjördæmi hefur þegar valdið titringi í röðum flokksmanna.
Sókn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í oddvitasæti Haraldar Benediktssonar í Norðvesturkjördæmi hefur þegar valdið titringi í röðum flokksmanna.
Auglýsing

Norð­vest­ur­kjör­dæmi er fámenn­asta kjör­dæmi lands­ins. Í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra voru 8,53 pró­sent kjós­enda á kjör­skrá með atkvæð­is­rétt í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, eða rúm­lega 21.500 manns.

Útlit er fyrir að tölu­verð upp­stokkun verði í þing­liði kjör­dæm­is­ins í haust. Odd­vitar bæði Fram­sóknar og Sam­fylk­ingar fara ekki fram að nýju í kjör­dæm­inu og annar þing­maður Fram­sóknar varð í þriðja sæti í próf­kjöri flokks­ins og á því litla mögu­leika á að halda þing­sæti sínu. Spenn­andi inn­an­flokks­bar­átta virð­ist sömu­leiðis framundan hjá bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Vinstri grænum um odd­vita­sæti á lista.

D og B væru með meiri­hluta á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum

Kjarn­inn fékk sund­ur­liðuð gögn um fylgi flokka úr þremur könn­unum MMR, sem fram­kvæmdar voru á tíma­bil­inu 30. des­em­ber 2020 til 10. mars 2021. Gögnin eru hins vegar ekki brotin niður eftir kjör­dæm­um, heldur lands­hlut­um, sem gerir nákvæman útreikn­ing á fylgi flokka í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem teygir sig yfir bæði Vest­ur­land og Vest­firði auk Norð­ur­lands vestra, ill­mögu­leg­an.

Það eru þó ákveðnar sögur sem hægt er að segja með þeim gögnum sem eru fyrir hendi, en gott er að hafa í huga að rúmur helm­ingur kjós­enda í kjör­dæm­inu býr á Vest­ur­landi, eða um 11 þús­und manns. Síðan eru um og yfir 5 þús­und kjós­endur bæði á Vest­fjörðum og Norð­ur­landi vestra.

Staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist sterk á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum um þessar mund­ir. Fylgið þar, sam­kvæmt útkomu þriggja kann­ana MMR, slagar í 33 pró­sent. Það er því að mæl­ast nærri tíu pró­sentu­stigum hærra en það gerði í tveimur sam­bæri­legum könn­unum MMR í sama lands­hluta fyrir kosn­ing­arnar haustið 2017 og sömu­leiðis um tíu pró­sentu­stigum hærra en fylgi flokks­ins á lands­vísu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 24,5 pró­sent atkvæða í kjör­dæm­inu árið 2017.

Sama má segja um Fram­sókn, en flokk­ur­inn mælist með næstum 24 pró­sent fylgi á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum sam­kvæmt könn­unum MMR. Fyrir kosn­ing­arnar 2017 var flokk­ur­inn að mæl­ast með tæp­lega 15 pró­sent í lands­hlut­anum og virð­ist staða hans þar því sterk­ari en þá. Sam­tals eru Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn því að mæl­ast með yfir 50 pró­sent fylgi í lands­hlut­an­um.

Á móti kemur að Mið­flokk­ur­inn er að mæl­ast lágt, bæði á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum og sömu­leiðis á Norð­ur­landi, sam­an­borið við mæl­ingar MMR fyrir kosn­ing­arnar árið 2017. Fylgi Mið­flokks­ins í báðum lands­hlutum mælist á milli 8 og 9 pró­sent sam­kvæmt könn­unum MMR und­an­farna mán­uði, en fór yfir 20 pró­sent í sam­bæri­legum könn­unum fyrir kosn­ing­arnar árið 2017. Flokk­ur­inn fékk 14,2 pró­sent greiddra atkvæða í NV-­kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ing­um.

Vinstri græn virð­ast eiga erfitt upp­dráttar á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, þar sem þorri kjós­enda í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefur búsetu. Fylgi flokks­ins mælist þar 5,6 pró­sent í þessum þremur könn­unum MMR og dregst saman um tæp sjö pró­sentu­stig frá tveimur mæl­ingum MMR haustið 2017. Lítil hreyf­ing er hins vegar á fylgi flokks­ins á Norð­ur­landi. Flokk­ur­inn fékk 17,8 pró­sent atkvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ing­um.

Sam­fylk­ingin mælist einnig tölu­vert lægri á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum en í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, eða með rúm­lega 8 pró­sent fylgi sam­an­borið við rúm tæp­lega 16 pró­senta fylgi haustið 2017. Kjör­fylgi flokks­ins í kjör­dæm­inu var hins vegar langt undir því fylgi sem mæld­ist á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum í könn­unum MMR fyrir síð­ustu kosn­ingar – eða 9,7 pró­sent.

Píratar mæl­ast með mest fylgi stjórn­ar­and­stöðu­flokka á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, sam­kvæmt könn­unum MMR. Það fylgi er þó ein­ungis rúm 9 pró­sent, nokkuð undir fylgi flokks­ins á lands­vísu.

Gustar um Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Nið­ur­staða 2017: 4.233 atkvæði - 24,5 pró­sent

Har­aldur Bene­dikts­son leiddi lista flokks­ins í kjör­dæm­inu til síð­ustu kosn­inga, en í 2. sæti list­ans var Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir. Ýmis­legt er síðan breytt síðan árið 2017. Þór­dís Kol­brún hefur verið ráð­herra síðan þá og var sömu­leiðis kjörin vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins árið 2018.

Hún gaf það strax síð­asta haust að hún ætl­aði ekki að færa sig yfir í annað kjör­dæmi og hefur að und­an­förnu komið því á fram­færi að hún sæk­ist eftir efsta sæti list­ans. Það ætlar Har­aldur þó ekki að láta af hendi þegj­andi og hljóða­laust, en hann gaf það út í febr­úar að hann myndi sækj­ast eftir trausti flokks­manna í kjör­dæm­inu til þess að leiða list­ann áfram.

Haraldur Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi í undanförnum kosningum og ætlar sér ekki að það breytist í bráð. Mynd: Bára Huld Beck.

Það virð­ist því stefna í spenn­andi próf­kjörs­bar­áttu þeirra á milli um efsta sæti list­ans, sem hefur þegar valdið nokkrum titr­ingi.

Hall­dór Jóns­son, sem var for­maður kjör­dæm­is­ráðs flokks­ins, sagði sig frá þeirri stöðu snemma í mars­mán­uði eftir að Þór­dís Kol­brún lýsti yfir vilja sínum til að sækj­ast eftir for­ystu­sæt­inu á fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Akra­nesi. Fjallað var um málið í Skessu­horni.

Þar kom fram að Hall­dór hefði skrifað for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins bréf og lýst afstöðu sinni. Þar sagði meðal ann­ars að Þór­dís Kol­brún hefði að hans mati ekki sett fram ríkar mál­efna­legar ástæður fyrir því að skora odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu á hólm á fund­inum á Akra­nesi.

„Þvert á móti lýsti hún afar vel styrk og góðum störfum Har­aldar sem fyrsta þing­manns kjör­dæm­is­ins. Það er rétt metið hjá vara­for­mann­inum því þrátt fyrir afar erf­iðar aðstæður sjá íbúar kjör­dæm­is­ins mörg erfið mál þok­ast áfram eftir kyrr­stöðu. Það er ekki síst elju og vinnu­semi Har­aldar að þakka,“ skrif­aði Hall­dór til flokks­for­yst­unn­ar, sam­kvæmt frétt Skessu­horns.

Auglýsing

Afstaða Hall­dórs er sam­kvæmt frétt­inni að betra væri að stilla upp óbreyttri for­ystu í kjör­dæm­inu fremur en að leggja af stað í bar­áttu sem geri lítið annað en að veikja stöðu þeirra beggja.

Teitur Björn Ein­ars­son, sem skip­aði þriðja sæti á lista flokks­ins bæði 2016 og 2017, hefur einnig gefið út að hann sæk­ist eftir þing­sæti. Próf­kjör flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi mun þó ekki fara fram fyrr en um miðjan júní.

Algjör nýliðun blasir við hjá Fram­sókn

Nið­ur­staða 2017: 3.177 atkvæði - 18,4 pró­sent

Ljóst varð snemma á árinu að svipt­ingar yrðu hjá Fram­sókn­ar­flokknum í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra til­kynnti að hann ætl­aði sér að taka slag­inn í Reykja­vík suð­ur, ákvörðun sem hann sjálfur og margir aðrir hafa kallað djarfa í ljósi tak­mark­aðs fylgis Fram­sóknar í höf­uð­staðn­um.

Stefán Vagn Stefánsson leiðir Framsókn til kosninga í haust.

Fram­sókn­ar­fólk hefur valið efstu sæti á lista sinn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Stefán Vagn Stef­áns­son, yfir­lög­reglu­þjónn og sveit­ar­stjórn­ar­maður í Skaga­firði, verður odd­viti og Lilja Rann­veig Sig­­ur­­geir­s­dótt­ir, 24 ára for­­maður Sam­­bands Ungra Fram­­sókn­­ar­­manna og núver­andi vara­­þing­­mað­­ur, náði öðru sæt­inu á list­an­um, en valið fór fram með póst­kosn­ingu.

Lilja Rann­veig skák­aði ​Höllu Signýju Krist­jáns­dótt­­ur, sitj­andi þing­­manni flokks­ins, sem hafn­aði í þriðja sæti í vali sam­flokks­manna.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar.

Halla Signý hafði gefið það út að hún sækt­ist eftir því að leiða list­ann í kjör­­dæm­inu eftir að Ásmundur Einar hélt suður á bóg­inn en nú lítur allt út fyrir að hún nái ekki þing­sæti í haust nema Fram­sókn fái afburða­góða kosn­ingu.

Slagur framundan hjá Vinstri grænum

Nið­ur­staða 2017: 3.067 atkvæði - 17,8 pró­sent

Útlit er fyrir spenn­andi odd­vitaslag hjá Vinstri græn­um. Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir er eini þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu og sæk­ist eftir því að leiða lista flokks­ins áfram í haust, en undir lok mars­mán­aðar gaf Bjarni Jóns­son sveit­ar­stjórn­ar­maður í Skaga­firði og vara­þing­maður það út að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti list­ans.

Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur fengið áskorun í oddvitasætið hjá VG. Mynd: Bára Huld Beck.

Mjótt var á munum á milli þeirra tveggja í for­vali fyrir kosn­ing­arnar árið 2016, en Lilja Raf­ney hafði þá bet­ur. Hún hefur setið á þingi óslitið frá árinu 2009.

For­val Vinstri grænna í kjör­dæm­inu fer fram raf­rænt dag­ana 23., 24. og 25. apr­íl. Kosið verður um fimm efstu sæti á list­an­um, þar af bind­andi í efstu þrjú.

Sama tvíeykið hjá Mið­flokkn­um?

Nið­ur­staða 2017 - 2.456 atkvæði - 14,2 pró­sent

Berg­þór Óla­son og Sig­urður Páll Jóns­son skip­uðu efstu tvö sætin á lista Mið­flokks­ins í kjör­dæm­inu árið 2017. Lítið annað hefur heyrst en að svo verði áfram.

Bergþór Ólason leiddi lista flokksins til síðustu kosninga. Mynd: Bára Huld Beck.

Bæj­ar­mála­maður á Akra­nesi leiðir Sam­fylk­ingu

Nið­ur­staða 2017 - 1.681 atkvæði - 9,7 pró­sent

Guð­jón S. Brjáns­son, eini þing­maður Sam­fylk­ingar í kjör­dæm­inu, gaf út í mars­mán­uði að hann myndi ekki gefa kost á sér til þing­setu að nýju og því var ljóst að nýr odd­viti yrði val­inn á kjör­dæm­is­þingi sem fór fram þann 27. mars.

Valgarður Lyngdal Jónsson

Þar varð hlut­skarpastur Val­garður Lyng­dal Jóns­son, grunn­skóla­kenn­ari og núver­andi for­seti bæj­ar­stjórnar á Akra­nesi, en Sam­fylk­ingin myndar þar bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hluta ásamt fram­boði Fram­sóknar og frjálsra.

Jón­ína Björg Magn­ús­dóttir fisk­verka­kona á Akra­nesi skipar annað sæti list­ans, en hún var eina konan sem gaf kost á sér í for­vali flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hún var í þriðja sæti á lista fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Lög­maður leiðir Pírata

Nið­ur­staða 2017 - 1.169 atkvæði - 6,8 pró­sent

Píratar tefla fram nýju and­liti í odd­vita­sæt­inu Norð­vest­ur­kjör­dæmi í haust, en Magnús Davíð Norð­dahl lög­mað­ur, sem hefur verið áber­andi í fjöl­miðlum fyrir störf sín í þágu hæl­is­leit­anda, varð efstur í próf­kjöri flokks­ins, þar sem um 400 manns greiddu atkvæði.

Magnús D. Norðdahl leiðir Pírata.

Eva Pand­ora Bald­urs­dóttir leiddi flokk­inn til kosn­inga í kjör­dæm­inu bæði 2016 og 2017 og var kjörin inn á þing árið 2016.

Á kosn­inga­nótt í lok októ­ber 2017 leit út fyrir að Píratar myndu áfram eiga þing­mann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi en svo reynd­ist ekki þegar spurt var að leikslokum og upp­bót­ar­þing­sætið féll í skaut Mið­flokks­ins.

Verður Magnús Þór maður fólks­ins?

Nið­ur­staða 2017 - 911 atkvæði - 5,3 pró­sent

Lítið hefur spurst af fram­boðs­málum Flokks fólks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar, hvað þá í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sér­stak­lega. Magnús Þór Haf­steins­son, fyrr­ver­andi þing­maður Frjáls­lynda flokks­ins sál­uga, leiddi lista flokks­ins í kjör­dæm­inu árið 2017.

Hann er í dag starfs­maður þing­flokks­ins á Alþingi. Flokkur fólks­ins hefur haft þann hátt­inn á í liðnum ár að kynna alla odd­vita flokks­ins í einu en þær upp­lýs­ingar var að fá frá flokknum þegar Kjarn­inn hafði sam­band að sá tími væri ekki enn runn­inn upp.

Nær vin­sæll fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri að tryggja Við­reisn þing­sæti?

Nið­ur­staða 2017: 423 atkvæði - 2,5 pró­sent

Við­reisn hefur ekki átt upp á pall­borðið hjá kjós­endum í Norð­vest­ur­kjör­dæmi frá því flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Flokk­ur­inn fékk reyndar rúm 6 pró­sent atkvæða í kjör­dæm­inu árið 2016 en hrap­aði niður í 2,5 pró­sent eftir að hafa sest við rík­is­stjórn­ar­borðið í skamm­lífri stjórn undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Guðmundur Gunnarsson oddviti Viðreisnar.

Í bæði skiptin leiddi Gylfi Ólafs­son, sem í dag er for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða, lista Við­reisnar til kosn­inga, en nú er kom­inn nýr maður í odd­vita­sæt­ið.

Það er Guð­mundur Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísa­firði. Eins og frægt varð lét hann af störfum í kjöl­far ill­deilna við kjörna full­trúa úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í kjöl­far snjó­flóð­anna sem féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­firði í upp­hafi árs 2020. Hann hefur þó verið sagður vel lið­inn á norð­an­verðum Vest­fjörð­um.

Við­reisn mælist með um 4 pró­sent fylgi bæði á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum og Norð­ur­landi í könn­unum MMR, en flokk­ur­inn sækir mest fylgi sitt til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn óskrifað blað

Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur ekk­ert gefið út um vænt­an­lega fram­bjóð­endur sína til Alþing­is. Flokk­ur­inn mælist þó með 5,2 pró­sent fylgi á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum sam­kvæmt þremur könn­unum sem MMR hefur fram­kvæmt það sem af er ári, sem er umfram fylgi flokks­ins á lands­vísu.

Þingmenn Norðvesturkjördæmis

Har­aldur Bene­dikts­son (D)

Ásmundur Einar Daða­son (B)

Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir (V)

Berg­þór Óla­son (M)

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir (D)

Guð­jón S. Brjáns­son (S)

Halla Signý Krist­jáns­dóttir (B)

Upp­bót­ar­þing­maður

Sig­urður Páll Jóns­son (M)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent