Sjálfstæðisflokk vantar konur, kergja innan Samfylkingar og margir um hituna hjá VG

Suðvesturkjördæmi, Kraginn svokallaði, er fjölmennasta kjördæmi landsins. Þar eru í boði þrettán þingmenn í kosningunum í haust. Listar sumra flokka eru að taka á sig mynd og átök eru sýnileg víða.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður Kragans.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður Kragans.
Auglýsing

Innan við hálft ár er til næstu þing­­kosn­­inga, sem fara fram 25. sept­­em­ber næst­kom­andi. Stjórn­­­mála­­flokk­­arnir eru í óða önn við að ákveða hvaða ein­stak­l­ingar verði í fram­­boði fyrir þá og hvaða meg­in­á­herslur verða settar á odd­inn til að hvetja sem flesta kjós­­endur til að setja X við þá.

Heilt yfir er staðan þannig, og hefur verið í nokkurn tíma sam­­kvæmt könn­un­um, að flókið gæti orðið að mynda starf­hæfa rík­­is­­stjórn. Stjórn­­­ar­­flokk­­arnir hafa allir tapað fylgi, stærstu stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­­arnir ekki bætt næg­i­­lega miklu við sig til að gera afger­andi kröfu á stjórn­­­ar­­myndun og nýir flokkar sem hafa ekki átt sæti á Alþingi áður eru að banka á dyrn­­ar. Ekki er úti­­lokað að flokk­­arnir á þingi verði níu tals­ins eftir að atkvæði hausts­ins verða tal­in, og hafa þá aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn fékk gögn frá MMR úr könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­­­mála­­flokka síð­­­ustu þrjá mán­uði. Á meðal þeirra upp­­lýs­inga sem þar er að finna er fylgi þeirra eftir land­­svæð­­um. Tölur MMR miða þó ekki við kjör­­dæmi í öllum til­­vikum og því gefa þær fyrst og síð­­­ast vís­bend­ingu um hver staða stjórn­­­mála­­flokk­anna er í hverju kjör­­dæmi fyrir sig.

Næstu daga mun Kjarn­inn fjalla um stöðu mála á hverju land­­svæði fyrir sig. Næst á dag­­skrá er fjöl­menn­asta kjör­dæmi lands­ins, Suð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Nið­ur­staða 2017 - 17.216 - 30,9 pró­sent

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er feyki­lega sterkur í Krag­an­um. Þetta er kjör­dæmi flokks­for­manns­ins til 12 ára, Bjarna Bene­dikts­son­ar, og í síð­ustu kosn­ingum og árið 2017 fékk flokk­ur­inn 30,9 pró­sent atkvæða þar sem skil­aði fjórum kjör­dæma­kjörnum þing­mönn­um. Yfir­burðir flokks­ins í kjör­dæm­inu voru slíkir að tveir fyrstu þing­menn þess koma báðir úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um. 

Auglýsing
Flokkurinn hefur tapað fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá síð­ustu kosn­ing­um. Ekki er hægt að greina hvernig það skipt­ist á milli kjör­dæmanna þriggja sem það mynda út frá þeim tölum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá MMR en fylgi Sjálf­stæð­is­flokks mælist 22,6 pró­sent á svæð­inu þar sem um tveir af hverjum þremur lands­mönnum búa. Með­al­tals­fylgi flokks­ins þar 2017 var 25,4 pró­sent og því hafa tæp­lega þrjú pró­sentu­stig horfið miðað við stöðu mála í könn­unum nú. 

Það er þröngt á þingi hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Krag­an­um. Í síð­ustu tveimur kosn­ingum var Bryn­dís Har­alds­dóttir í öðru sæti á lista flokks­ins þrátt fyrir að hafa lent í fimmts sæti í síð­asta próf­kjöri hans (hún sótt­ist eftir fjórða) sem haldið var 2016. Það var gert til að jafna hlut kvenna en próf­kjörið skil­aði fjórum körlum í fjögur efstu sæt­in. Við breyt­ing­una færð­ist Jón Gunn­ars­son, rit­ari flokks­ins, niður í þriðja sæt­ið, Óli Björn Kára­son í það fjórða og Vil­hjálmur Bjarna­son í það fimmta. Það dugði Vil­hjálmi til að kom­ast inn 2016 en ekki 2017.

Öll fimm ætla sér aftur á þing. Vil­hjálmur til­kynnti fram­boð sitt með blaða­grein í Morg­un­blað­inu í jan­úar og sagð­ist stefna eins ofar­lega og kostur væri „því það virð­ist regla frem­ur en und­an­­tekn­ing að skáka mér til á list­an­um“. 

Þá hafa verið sögu­sagnir um að Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, ætli að reyna fyrir sér í próf­kjöri og að hann horfi mögu­lega til Suð­vest­ur­kjör­dæmis í þeim efn­um. Þá er víða vilji innan flokks­ins að fjölga konum í for­ystu hans í þessu lyk­il­kjör­dæmi.

Ljóst er að ekki verður pláss fyrir alla sem vilja kom­ast að hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. 

Vinstri græn

Nið­ur­staða 2017 - 7.591 - 13,6 pró­sent

Vinstri græn náðu þeim árangri 2017 að verða næst stærsti flokk­ur­inn í Krag­anum og fá tvo kjör­dæma­kjörna þing­menn. Þá leiddi Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir lista flokks­ins og Ólafur Þór Gunn­ars­son sat í öðru sæti. Rósa Björk ákvað hins vegar að styðja ekki myndun rík­is­stjórnar með Sjálf­stæð­is­flokki og varð því strax að nokk­urs­konar oln­boga­barni innan þing­flokks Vinstri grænna eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Það leiddi á end­anum til þess að hún yfir­gaf flokk­inn og hefur nú gengið til liðs við Sam­fylk­ing­una, þar sem hún verður í fram­boði í Reykja­vík.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

Með­­al­­fylgi flokks­ins á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu var um 18 pró­­sent árið 2017. Það mælist nú veru­­lega minna sam­­kvæmt með­­al­tali síð­­­ustu þriggja kann­anna MMR, eða um 11,8 pró­­sent. Eng­inn flokkur hefur dalað jafn mikið á kjör­­tíma­bil­inu í fylgi eins og Vinstri græn. Leiða má að því líkum að mjög erfitt verið fyrir Vinstri græn að ná tveimur kjör­dæma­kjörnum mönnum inn í Krag­anum að óbreyttu.

Þrjú sækj­ast eftir að fylla odd­vita­skarð Rósu. Þar ber fyrst að nefna Guð­mund Inga Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og vara­for­mann flokks­ins. Ólafur Þór vill líka taka skrefið upp á við á list­anum og þá sæk­ist Una Hild­ar­dótt­ir, núver­andi vara­þing­mað­ur, líka eftir odd­vita­sæt­inu. Alls hafa níu ein­stak­lingar gefið kost á sér í for­vali um fimm efstu sæti flokks­ins. Þar vekur mesta athygli end­ur­koma Kol­brúnar Hall­dórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra, inn á hið póli­tíska svið, en hún sæk­ist eftir öðru sæti list­ans.

Sam­fylk­ingin

Nið­ur­staða 2017 - 6.771 - 12,1 pró­sent

Staða Sam­fylk­ing­ar­innar í Krag­anum var á pari við heild­ar­fylgi flokks­ins á lands­vísu fyrir þremur og hálfu ári, sem skil­aði einum þing­manni, rit­höf­und­inum Guð­mundi Andra Thors­syni. Fylgi flokks­ins mælist nú 15,6 pró­­sent á öllu höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sam­­kvæmt síð­­­ustu þremur könn­unum MMR en hefur verið að dala. Það gæti þó leitt til þess að Sam­fylk­ingin næði inn tveimur þing­mönnum í Krag­an­um.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir til­kynnti í jan­úar að hún vildi leiða lista nýja flokks síns í Krag­anum í næstu kosn­ing­um. Þremur vikum síðar var hún hætt við og ákvað þess í stað að þiggja annað sætið á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði Rósa Björk að hún hafi hringt „ótal sím­töl í lyk­il­fólk í kjör­dæm­inu og félaga í flokkn­um, almenna kjós­endur en ekki síður við fólk sem var til­búið að ganga til liðs við Sam­fylk­ing­una. Það er skemmst frá því að segja að mér var afar vel tek­ið, sem gladdi mig mjög. En eftir því sem á leið rann upp fyrir mér að harð­asti kjarn­inn sem mynd­aði upp­still­ing­ar­nefnd­ina í Krag­anum væri ekki lík­legur til að bjóða konu sem væri svo nýlega gengin í flokk­inn odd­vita­sæt­ið. Þessi reynsla síð­ustu vik­urnar hefur kennt mér margt. Ýmis­legt gerð­ist sem ég vil gleyma sem fyrst en annað fer inn á reynslu­bank­ann og nýt­ist vel í næstu skref í stjórn­mál­un­um“ 

Stóra ástæðan fyrir þess­ari kúvend­ingu Rósu Bjarkar var þó ekki nefnd á nafn, en hún er Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir. 

Þór­unn sat á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una á árunum 1999 til 2011 og var umhverf­is­ráð­herra í rík­­is­­stjórn Geirs H. Haar­de, sem sat við völd frá 2007-2009.  Eftir að hún lét af þing­­mennsku var hún um skeið aðstoð­­ar­­maður Árna Páls Árna­­son­­ar, þáver­andi for­­manns flokks­ins og gerð­ist síð­­ar fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. Síð­ustu ár hefur hún verið for­maður BHM. 

Auglýsing
Endurkoma Þór­unnar var óvænt og ekki voru allir sáttir með hvernig henni var hátt­að. Upp­still­ing­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar var þó á því að hún væri best til þess fallin að leiða lista flokks­ins, og Guð­mundur Andri reynd­ist til­bú­inn að færa sig niður í annað sætið án mik­illa láta. 

Mið­flokk­ur­inn

Nið­ur­staða 2017 - 5.282 - 9,5 pró­sent

Mið­flokk­ur­inn náði fínum árangri í Krag­anum í síð­ustu kosn­ing­um, þeim fyrstu sem flokk­ur­inn tók þátt í, og fékk kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. Þar var um að ræða Gunnar Braga Sveins­son, sem hefur verið í stjórn­málum lengi og var um tíma utan­rík­is­ráð­herra. Hann fylgdi Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni þegar sá síð­ar­nefndi stofn­aði Mið­flokk­inn í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017 og tók auk þess þá óvæntu ákvörðun að færa sig úr Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem hann hafði verið þangað til, og yfir á möl­ina. 

Nokkuð ljóst er að Gunnar Bragi, sem var vara­for­maður Mið­flokks­ins þangað til að það emb­ætti var lagt niður seint á síð­asta ári og er núna stað­geng­ill Sig­mundar Dav­íðs ef hann for­fallast, mun verða odd­viti Mið­flokks­ins í kjör­dæm­inu að óbreyttu.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Staða Mið­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þó ekk­ert sér­stök. Með­al­fylgið á svæð­inu öllu var um átta pró­­sent fyrir þremur og hálfu ári en er nú 6,9 pró­­sent, sam­­kvæmt með­­al­tali síð­­­ustu þriggja kann­ana MMR. 

Þá er ljóst að margir innan flokks­ins hafa áhyggjur af því að Gunnar Bragi verði áfram í for­ystu flokks­ins vegna hlut­verks hans í Klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða. Einn þeirra sem hafa viðrað þær skoð­anir er Hall­dór Gunn­ars­son frá Holti, sem skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í lok nóv­em­ber í fyrra þar sem hann sagði að skoð­ana­kann­anir sýndu að konur kjósi síst flokk­inn. „Næstum án und­an­­tekn­ingar heyri ég eig­in­­konur manna hlið­hollra Mið­­flokknum segja við mig: Ég kýs ekki Mið­­flokk­inn ef Gunnar Bragi Sveins­­son býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að end­­ur­­segja, því allir virð­­ast sam­­mála um ástæð­una.“

Við­reisn

Nið­ur­staða 2017 - 5.277 - 9,5 pró­sent

Ein­ungis fimm atkvæðum mun­aði á Við­reisn og Mið­flokknum í kosn­ing­unum 2017. Lík­lega er erfitt að finna ólík­ari flokka í fram­boði á Íslandi í dag. Þeir eru nán­ast ekki sam­mála um neitt. Við­reisn er samt sem áður með tvo þing­menn í kjör­dæm­inu, for­mann­inn Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og Jón Stein­dór Valdi­mars­son sem náði inn sem upp­bót­ar­þing­mað­ur. 

Staða flokks­ins hefur batnað á kjör­tíma­bil­inu, en fylgið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu mælist 12,1 pró­­sent. Raun­hæfar vænt­ingar eru því til þess að Við­reisn geti náð inn tveimur kjör­dæma­kjörnum þing­mönnum í haust. 

Stillt verður upp á lista flokks­ins og að óbreyttu ætti sama tvíeyki að leiða list­ann og gerði það síð­ast. 

Píratar

Nið­ur­staða 2017 - 4.641 - 8,3 pró­sent

Píratar náðu einum kjör­dæma­kjörnum þing­manni inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir þremur og hálfu ári síð­an, Jóni Þór Ólafs­syni. Hann hefur hins vegar ákveðið að hætta þing­mennsku og verða ekki í fram­boði næst. 

Þau vista­skipti leiddu til þess að lík­ast til sýni­leg­asti þing­maður flokks­ins, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, ákvað að að flytja sig úr odd­vita­sæti í Reykja­vík og yfir í Krag­ann. Í stöðu­upp­færslu sem hún birti í jan­úar vegna þessa sagði Þór­hildur Sunna að Píratar þurfi að kom­ast í rík­is­stjórn. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að bæta sam­­fé­lagið mitt og und­ir­­búa það fyrir fram­­tíð­ina. Það til­­kynn­ist því hér með að ég sæk­ist eftir end­­ur­­kjöri og býð mig fram í próf­­kjöri Pírata. Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æsku­­slóðir í Mos­­fells­bænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.“

Höf­uð­­borg­­ar­­svæðið er lang­­sterkasta vígi Pírata. Þeir mæl­­ast nú með 14,1 pró­­sent fylgi þar heilt yfir sam­­kvæmt síð­­­ustu þremur könn­unum MMR. Það er nokkuð yfir með­­al­­fylgi þeirra á svæð­inu í síð­­­ustu kosn­­ing­um, sem var 11,1 pró­­sent. Það ætti því að vera raun­hæft mark­mið hjá flokknum að stefna á tvo þing­menn í Krag­an­um. 

Í næsta sæti á eftir Þór­hildi Sunnu í kjör­dæm­inu situr Gísli Rafn Ólafs­son.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Nið­ur­staða 2017 - 4.425 - 7,9 pró­sent

Willum Þór Þórs­son mun leiða Fram­sókn áfram í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann til­kynnti um fram­boð í lið­inni viku og það þá ljóst fyrir að hann ætti odd­vita­sætið öruggt ef hann hefði áhuga á að fram­lengja þing­feril sinn, en Willum hefur setið á þingi frá árinu 2013, með smá hléi eftir að hafa dottið út í kosn­ing­unum 2016. 

Sögu­sagnir eru um að reynt sé að fá Millu Ósk Magn­ús­dótt­ur, aðstoð­ar­mann Lilju Alfreðs­dótt­ur, til að taka slag­inn í Krag­anum og setj­ast í annað sætið á lista flokks­ins þar á eftir Will­u­m. 

Auglýsing
Höfuðborgarsvæðið er erfitt fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Tölur MMR sýna að hann er miklu sterk­ari í öllum öðrum svæðum lands­ins en þar, en fylgi Fram­sóknar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu þrjá mán­uði mælist 6,9 pró­sent. Af þeim flokkum sem eiga full­trúa á þingi mælist ein­ungis Flokkur fólks­ins með minna fylgi þar.

Willum tjáði sig um þetta í hlað­varp­inu Arn­­ar­hóli í nóv­em­ber síð­ast­liðnum þegar fylgi flokks­ins á svæð­inu var enn minna, eða 5,9 pró­sent. 

Willum sagði þar að Fram­­sókn­­ar­­flokknum hafi ekki tek­ist að tala næg­i­­lega skýrt fyrir borg­­ara­­legum mál­efn­­um. Það sjá­ist til að mynda á því að flokk­­ur­inn náði ekki inn manni í síð­­­ustu borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­um, þegar hann fékk 3,2 pró­­sent atkvæða. Hann er með sitt­hvorn full­­trú­ann í sveit­­ar­­stjórnum Kópa­vogs og Hafn­­ar­fjarðar og ein­ungis tvo af 35 þing­­mönnum höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins. 

Að sögn Will­ums þarf flokk­ur­inn að horfast í augu við þessa þróun og breyta henni. „Við þurfum að virkja ungt fólk. Ég held að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn eigi að geta höfðað til ungs fólks og við erum með mjög flott ungt fólk núna í gras­rót­inni sem ég bind miklar vonir við að tak­ist að safna ungu fólki sem að tak­ist þetta.“

Flokkur fólks­ins

Nið­ur­staða 2017 - 3.616 - 6,5 pró­sent

Annar þing­maður Flokks fólks­ins, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, kemur úr Krag­anum og náði inn árið 2017 sem upp­bót­ar­þing­mað­ur. Hann mun leiða lista flokks­ins að nýju í haust.

­Með­­al­­fylgi Flokks fólks­ins var um 7,3 pró­­sent á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu í síð­­­ustu kosn­­ingum en mælist 4,0 pró­­sent að með­­al­tali í síð­­­ustu þremur könn­unum MMR. Það er því brekka framundan hjá Flokki fólks­ins miðað við þá stöðu.

Sós­í­a­lista­­flokkur Íslands mun bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í haust. Fylgi flokks­ins á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu öllu mælist 4,3 pró­­sent að með­­al­tali úr þremur síð­­­ustu könn­unum MMR.  Hann hefur ekki kynnt lista sína í kjör­dæm­inu og lítið spurst út um hverjir verði þar á flet­i. 

Alls segj­­ast 1,7 pró­­sent höf­uð­­borg­­ar­­búa að þeir myndu kjósa annað en þá níu flokka sem hafa hér verið nefnd­­ir. Tveir aðrir flokkar hafa til­­kynnt um fram­­boð. Þeir eru Lands­­flokk­­ur­inn og Frjáls­­lyndi lýð­ræð­is­­flokk­­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar