Guðmundur verður oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar mun leiða lista VIðreisnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fara fram eftir sex mánuði og tvo daga.

Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson
Auglýsing

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta var tilkynnt í myndbandi sem flokkurinn birti á samfélagsmiðlum í dag. Heildarlisti flokksins í kjördæminu liggur ekki fyrir og er uppstillingarnefnd hans enn að störfum.

Kjarninn greindi frá því 14. desember síðastliðinn að Guðmundur væri genginn í Viðreisn og stefndi að því að leiða lista flokksins í kjördæminu. Hann hefur ekki áður verið hluti af stjórnmálaafli. 

Í tilkynningu segir Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að hann beri sterkar taugar til heimahaga sinna og vilji vinna að því að rétta hlut svæðisins. „Það býr kraftur í Norðvesturkjördæmi og þann kraft þarf að leysa úr læðingi með breyttum áherslum og ferskum vindum. Þar sem leiðarstefið er að almannahagsmunir trompi sérhagsmuni.“

Auglýsing
Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum og BA próf í fjölmiðlafræði. Hann starfaði áður við fréttir og dagskrárgerð hjá RÚV en hefur síðustu ellefu ár gegnt stjórnunarstöðum hjá 66°NORÐUR, AFS á Íslandi og nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.  Hann hætti í því starfi í janúar í fyrra eftir ágreining við meirihluta bæjarstjórnar.

Í við­tali við Mann­líf í febrúar í fyrra sagðist hann hafa orðið þess mjög fljótt áskynja eftir að hafa verið ráð­inn í starfið að hann nyti ekki stuðn­ings Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var stærri flokk­ur­inn í meiri­hlut­anum í sveit­ar­fé­lag­inu. 

Viðreisn er ekki með þingmann í Norðvesturkjördæmi sem stendur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent