Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi

Fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins keyrði tæpa 6.000 kílómetra í prófkjörsbaráttu og leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í næstu kosningum. Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson urðu í 2. og 3. sæti í prófkjöri flokksins.

Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til kosninga í haust.
Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til kosninga í haust.
Auglýsing

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, verður næsti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún hafði betur gegn Vilhjálmi Árnasyni þingmanni flokksins í slagnum um oddvitasætið í kjördæminu, en prófkjör flokksins fór fram á laugardag og lágu lokatölur ekki fyrir fyrr en um kl. 3 aðfaranótt sunnudags.

Vilhjálmur hlaut annað sætið í prófkjörinu og í því þriðja varð þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Sjálfstæðisflokkurinn á í dag þrjá þingmenn í kjördæminu, en Páll Magnússon, sem leiddi flokkinn til kosninga árið 2016 og 2017, ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Suðurkjördæmi, sem hefur stundum verið kallað „biblíubeltið“ vegna þess fjölda karla sem raðast hafa í efstu sætin á listum flokkanna í kjördæminu í undanförnum kosningum, mun nú að líkindum eiga fyrsta þingmann sem er kona, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúman fjórðung atkvæða í kjördæminu í kosningunum árið 2017.

Skilur Ásmund

Suðurkjördæmi er stórt. Nýi oddvitinn Guðrún sagði við fylgjendur sína á Facebook á laugardag að hún væri búin að öðlast „djúpan skilning“ á því af hverju Ásmundur Friðriksson keyrði mikið og sagðist sjálf hafa keyrt yfir 5.500 kílómetra í prófkjörsbaráttunni, þegar allt væri saman tekið.

Auglýsing

Alls tóku 4.647 manns þátt í því að velja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Auðir og ógildir seðlar voru 114 talsins og gild atkvæði því 4.533.

Úrslit prófkjörsins voru svona:

  1. Guðrún Hafsteinsdóttir hlaut 2.183 atkvæði í 1. sæti.
  2. Vilhjálmur Árnason hlaut 2.651 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Ásmundur Friðriksson hlaut 2.278 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Björgvin Jóhannesson hlaut 1.895 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Ingveldur Anna Sigurðardóttir hlaut 2.843 atkvæði í 1.–5. sæti.
  6. Jarl Sigurgeirsson hlaut 2.109 atkvæði í 1.-6. sæti.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og systir Guðrúnar, fullyrti á Facebook að sigurinn væri í höfn löngu áður en lokatölur bárust frá talningarmiðstöðinni á Selfossi. Hún birti þar mynd af Guðrúnu, sem ávarpaði stuðningsmenn sína kl. 2:15 og þakkaði fyrir stuðninginn.

Sigurinn í höfn - Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða lista Sjálfstæðismanna í haust. Innilega til hamingju elsku systir. Hér ávarpar hún stuðningsmenn kl 2:15 í Hveragerði.

Posted by Aldis Hafsteinsdottir on Saturday, May 29, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent