Njáll verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Njáll Trausti Friðbertsson verður oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Í öðru sæti í prófkjöri flokksins varð Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur á Akureyri.

Njáll Trausti Friðbertsson, hér ásamt Bryndís Haraldsdóttur samflokkskonu sinni, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í haust.
Njáll Trausti Friðbertsson, hér ásamt Bryndís Haraldsdóttur samflokkskonu sinni, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í haust.
Auglýsing

Njáll Trausti Friðbertsson varð hlutskarpastur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem lauk í dag. Hann verður því oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum og tekur við því kefli af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem ætlar að segja skilið við stjórnmálin að kjörtímabilinu loknu.

Í öðru sæti í prófkjöri flokksins varð Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri.

Í þriðja sæti varð Gauti Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi bæjarstjóri á Djúpavogi, samkvæmt því sem segir á vef Sjálfstæðisflokksins.

Gauti hafði sóst eftir því að leiða listann í kjördæminu, rétt eins og Njáll Trausti. Í frétt á vef Akureyri.net segir að Gauti hafi ekki enn ákveðið hvort hann muni þiggja 3. sætið á lista flokksins, úrslit prófkjörsins hafi verið honum vonbrigði.

Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 1.570 talsins og þar af voru 1499 atkvæði gild. 71 atkvæði voru auð eða ógild.

Úrslitin í prófkjörinu voru sem hér segir:

  1. Njáll Trausti Friðbertsson með 816 atkvæði í 1. sæti
  2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir með 708 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Gauti Jóhannesson með 780 atkvæði í 1. - 3. sæti
  4. Berglind Harpa Svavarsdóttir með 919 atkvæði í 1. - 4. sæti
  5. Ragnar Sigurðsson með 854 atkvæði í 1. - 5. sæti

Auglýsing


Njáll Trausti þakkaði stuðningsmönnum sínum traustið í færslu á Facebook.

Kæru vinir. Ég þakka það mikla traust og stuðning sem þið hafið sýnt mér með því að kjósa mig til forystu fyrir...

Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Saturday, May 29, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent