Krefur önnur sjávarútvegsfyrirtæki um afstöðu til framferðis Samherja

Íslandsdeild Transparency International sendi erindi á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SFS í gær. Þar var skorað á fyrirtæki sem hafa undirritað samfélagsstefnu SFS um að taka afstöðu til þess hvort framferði Samherja væri í anda þeirrar stefnu.

Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Auglýsing

Íslandsdeild Transparency International skorar á Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þau sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa undirritað stefnu samtakanna um samfélagsábyrgð, um að upplýsa um hvort þau telji framferði Samherja samræmast stefnu SFS um samfélagsábyrgð, sem SFS hefur sett sér og fyrirtækin með undirritun sinni lýst yfir að þau ætli að fylgja.

Fyrirtæki innan SFS settu sér stefnu um samfélagsábyrgð síðasta haust og hafa tugir fyrirtækja undirritað hana nú þegar. Samherji er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað stefnuna.

Í erindi sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar, Atli Þór Fanndal, sendi á framkvæmdastjóra og stjórnarformann SFS í gær er skorað á þau fyrirtæki sem hafa undirritað stefnuna að sýna íslensku þjóðinni, „eiganda auðlindarinnar sem þau hafa einkarétt til að nýta, þá lágmarksvirðingu að upplýsa hana um hvort þau telja framferði Samherja samræmast stefnu SFS um samfélagsábyrgð sem samtökin hafa sett sér og fyrirtækin hafa með undirritun sinni lýst yfir að þau ætli að fylgja.“

Samkvæmt vef SFS eru þetta félögin sem hafa undirritað samfélagsstefnu samtakanna / Skjáskot af vef SFS

Íslandsdeild Transparency segir að íslenska þjóðin hljóti að furða sig á því „að SFS og fyrirtæki sem hafa undirritað stefnu samtakanna um samfélagsábyrgð skuli ekki hafa talið tilefni til að stíga fastar niður“ og fordæma framferði Samherja og „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins sem hefur opinberast í nýlegum umfjöllunum Kjarnans og Stundarinnar.

Auglýsing

„Það vekur spurningar um tilgang verkefnisins að enn sé Samherji hluti af verkefninu og þar með listað af Samtökunum sem fyrirtæki í sátt við undirritaðar reglur,“ segir í erindinu.

„Stjórn SFS verður að spyrja sig hvort almenningur og viðskiptavinir fyrirtækjanna geti réttilega dregið þá ályktun af veikum viðbrögðum samtakanna sem virðast bara telja rétt og eðlileg að þegja þunnu hljóði á meðan Samherji gengur fram með fordæmalausum aðgerðum gegn blaðamönnum innanlands sem og erlendis, stéttarfélögum, uppljóstrurum, eftirlitsstofnunum, sjálfstæðum félagasamtökum og þar af leiðandi samfélaginu öllu,“ segir ennfremur, í erindi Íslandsdeildar Transparency International.

Hafa kallað eftir breiðfylkingu

Íslandsdeildin, sem er á meðal þeirra sem „skæruliðadeildin“ safnaði upplýsingum um og vildi beita sér gegn, hefur þegar kallað eftir „breiðfylkingu almennings, félagasamtaka, stéttarfélaga, samtaka uppljóstrara, fræðasamfélags, stjórnmálanna og allra þeirra sem vettlingi geta valdið gegn tilraunum fyrirtækisins og „skæruliða“ til að grafa undan samfélagssáttmálanum og gildum þeim er hann byggir á.“

Í yfirlýsingunni sem félagið sendi frá sér síðustu helgi sagði að Samherji hefði á engum tímapunkti sýnt vilja til umbóta eftir að Namibíumál fyrirtækisins kom upp heldur hefði hann þvert á móti varið fé og vinnustundum í að grafa undan eftirlitsstofnunum, blaðamönnum og þar með samfélaginu öllu.

„Fyrirtæki sem hafa ekkert að fela stunda ekki árásir á fólk sem berst fyrir bættu samfélagi og almannaheill. Fyrirtæki sem eru meðvituð um almannahag þurfa ekki „skæruliðadeild“ sem lætur sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sárið,“ sagði Transparency.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent