Krefur önnur sjávarútvegsfyrirtæki um afstöðu til framferðis Samherja

Íslandsdeild Transparency International sendi erindi á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SFS í gær. Þar var skorað á fyrirtæki sem hafa undirritað samfélagsstefnu SFS um að taka afstöðu til þess hvort framferði Samherja væri í anda þeirrar stefnu.

Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Auglýsing

Íslands­deild Tran­sparency International skorar á Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og þau sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem hafa und­ir­ritað stefnu sam­tak­anna um sam­fé­lags­á­byrgð, um að upp­lýsa um hvort þau telji fram­ferði Sam­herja sam­ræm­ast stefnu SFS um sam­fé­lags­á­byrgð, sem SFS hefur sett sér og fyr­ir­tækin með und­ir­ritun sinni lýst yfir að þau ætli að fylgja.

Fyr­ir­tæki innan SFS settu sér stefnu um sam­fé­lags­á­byrgð síð­asta haust og hafa tugir fyr­ir­tækja und­ir­ritað hana nú þeg­ar. Sam­herji er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem hafa und­ir­ritað stefn­una.

Í erindi sem fram­kvæmda­stjóri Íslands­deild­ar­inn­ar, Atli Þór Fann­dal, sendi á fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­for­mann SFS í gær er skorað á þau fyr­ir­tæki sem hafa und­ir­ritað stefn­una að sýna íslensku þjóð­inni, „eig­anda auð­lind­ar­innar sem þau hafa einka­rétt til að nýta, þá lág­marks­virð­ingu að upp­lýsa hana um hvort þau telja fram­ferði Sam­herja sam­ræm­ast stefnu SFS um sam­fé­lags­á­byrgð sem sam­tökin hafa sett sér og fyr­ir­tækin hafa með und­ir­ritun sinni lýst yfir að þau ætli að fylgja.“

Samkvæmt vef SFS eru þetta félögin sem hafa undirritað samfélagsstefnu samtakanna / Skjáskot af vef SFS

Íslands­deild Tran­sparency segir að íslenska þjóðin hljóti að furða sig á því „að SFS og fyr­ir­tæki sem hafa und­ir­ritað stefnu sam­tak­anna um sam­fé­lags­á­byrgð skuli ekki hafa talið til­efni til að stíga fastar nið­ur“ og for­dæma fram­ferði Sam­herja og „skæru­liða­deild­ar“ fyr­ir­tæk­is­ins sem hefur opin­ber­ast í nýlegum umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Það vekur spurn­ingar um til­gang verk­efn­is­ins að enn sé Sam­herji hluti af verk­efn­inu og þar með listað af Sam­tök­unum sem fyr­ir­tæki í sátt við und­ir­rit­aðar regl­ur,“ segir í erind­inu.

„Stjórn SFS verður að spyrja sig hvort almenn­ingur og við­skipta­vinir fyr­ir­tækj­anna geti rétti­lega dregið þá ályktun af veikum við­brögðum sam­tak­anna sem virð­ast bara telja rétt og eðli­leg að þegja þunnu hljóði á meðan Sam­herji gengur fram með for­dæma­lausum aðgerðum gegn blaða­mönnum inn­an­lands sem og erlend­is, stétt­ar­fé­lög­um, upp­ljóstr­ur­um, eft­ir­lits­stofn­un­um, sjálf­stæðum félaga­sam­tökum og þar af leið­andi sam­fé­lag­inu öllu,“ ­segir enn­frem­ur, í erindi Íslands­deildar Tran­sparency International.

Hafa kallað eftir breið­fylk­ingu

Íslands­deild­in, sem er á meðal þeirra sem „skæru­liða­deild­in“ safn­aði upp­lýs­ingum um og vildi beita sér gegn, hefur þegar kallað eftir „breið­fylk­ingu almenn­ings, félaga­sam­taka, stétt­ar­fé­laga, sam­taka upp­ljóstr­ara, fræða­sam­fé­lags, stjórn­mál­anna og allra þeirra sem vett­lingi geta valdið gegn til­raunum fyr­ir­tæk­is­ins og „skæru­liða“ til að grafa undan sam­fé­lags­sátt­mál­anum og gildum þeim er hann byggir á.“

Í yfir­lýs­ing­unni sem félagið sendi frá sér síð­ustu helgi sagði að Sam­herji hefði á engum tíma­punkti sýnt vilja til umbóta eftir að Namib­íu­mál fyr­ir­tæk­is­ins kom upp heldur hefði hann þvert á móti varið fé og vinnu­stundum í að grafa undan eft­ir­lits­stofn­un­um, blaða­mönnum og þar með sam­fé­lag­inu öllu.

„Fyr­ir­tæki sem hafa ekk­ert að fela stunda ekki árásir á fólk sem berst fyrir bættu sam­fé­lagi og almanna­heill. Fyr­ir­tæki sem eru með­vituð um almanna­hag þurfa ekki „skæru­liða­deild“ sem lætur sig dreyma um að „st­inga, snúa og strá svo salti í sárið,“ sagði Tran­sparency.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent