Vandinn sem fylgir spilakössum verði ekki leystur með boðum og bönnum

Í umsögn Háskóla Íslands við frumvarp um bann við spilakössum er kallað eftir því að málin „séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ enda sé árlegt framlag HHÍ skólanum mikilvægt. Embætti landlæknis styður aftur á móti bann við spilakössum.

Í greinargerð sem fylgir frumvarpi um bann við spilakössum segir að spilakassar séu hannaðir til þess að skapa fíkn.
Í greinargerð sem fylgir frumvarpi um bann við spilakössum segir að spilakassar séu hannaðir til þess að skapa fíkn.
Auglýsing

Greina þarf hvort og þá með hvaða hætti unnt er að mæta ýmsum sjón­ar­miðum varð­andi tekju­öflun Háskóla Íslands, án þess að til sam­dráttar komi, nái laga­frum­varp um bann við spila­kössum fram að ganga að mati Háskól­ans. Í umsögn sem send var frá Háskól­anum við frum­varp um bann við spila­kössum segir að skól­inn geti ekki verið án þeirra fjár­muna sem Happ­drætti Háskóla Íslands (HHÍ) aflar fyrir skól­ann.

Í umsögn­inni er einnig sagt að vandi ein­stak­linga með spilafíkn verði ekki leystur með því að banna spila­kassa. „Þá er miklum vafa und­ir­orpið að sá vandi sem er til­efni frum­varps­ins og reif­aður er í grein­ar­gerð, verði leystur með boðum og bönn­um. í því sam­hengi er til skoð­unar í starfs­hópi, sem háskóla­rektor hefur skip­að, með hvaða hætti unnt er að mæta ýmsum sjón­ar­miðum sem fram hafa komið varð­andi leiðir við tekju­öflun Happ­drætt­is­ins, án þess að til sam­dráttar komi og jafn­framt um leið að draga úr mögu­legum skaða ein­stak­linga. Málið er í vinnslu og nið­ur­stöður liggja ekki fyrir að svo stödd­u.“

Háskól­inn tekur undir þær áhyggjur sem lýst er í grein­ar­gerð frum­varps­ins um vanda þeirra sem glíma við spilafíkn. „Hins vegar er mik­il­vægt að mál af þessu tagi séu skoðuð heild­stætt og ekki hrapað að nið­ur­stöð­u,“ segir enn fremur í umsögn Háskól­ans sem und­ir­rituð er af Jóni Atla Bene­dikts­syni rektor skól­ans.

Auglýsing

HHÍ fjár­magnað nær allar bygg­ingar Háskól­ans

Happ­drætti Háskóla Íslands aflar tekna með þrenns konar hætti. HHÍ var stofnað árið 1933 og hefur aflað fjár með happ­drættum allt frá árinu 1934. Árið 1987 hóf HHÍ að selja skaf­miða, hinar svoköll­uðu happa­þrenn­ur, og árið 1993 voru fyrstu spila­kassar HHÍ teknir í notkun undir merkjum Gull­námunn­ar.

Fram kemur á heima­síðu HHÍ að frá stofnun hafi happ­drættið fjár­magnað nær allar bygg­ingar Háskóla Íslands en allur hagn­aður af rekstri HHÍ fer til upp­bygg­ingar Háskóla Íslands. Nýjasti aðgengi­legi árs­reikn­ingur happ­drætt­is­ins er frá árinu 2019. Þar kemur fram að fram­lag HHÍ til Háskóla Íslands nam 580 millj­ónum króna árið 2019. Árið áður runnu tæpir 1,2 millj­arðar króna frá HHÍ til Háskól­ans. Vert er að taka fram að hagn­aður HHÍ kemur ekki alfarið frá rekstri spila­kassa, heldur eru tekju­stoð­irnar þrjár, happ­drætt­ið, happa­þrenn­urnar og spila­kass­arn­ir.

Spila­kassar séu hann­aðir til að ýta undir fíkn

Frum­varpið sem um ræðir er flutt af þing­mönnum Flokks fólks­ins, þeim Ingu Sæland og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni. Í frum­varp­inu er lagt til að lögum um happ­drætti Háskóla Íslands og lögum um happ­drætti verði breytt þannig að rekstur spila­kassa verði bann­að­ur.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að fjár­hættu­spil hér á landi séu almennt bönn­uð. Tíðkast hafi að veita góð­gerða- og almanna­heilla­fé­lögum und­an­þágu frá banni við fjár­hættu­spilum til að starf­rækja happ­drætti, hluta­veltu, get­raunir og spila­kassa. Und­an­farið hafi hins vegar skap­ast umræða um rekstur spila­kassa og „hvort sú starf­semi sé í raun svo skað­leg að rétt sé að banna hana með öllu.“

Flutn­ings­menn segja í grein­ar­gerð­inni að spila­kassar séu hann­aðir til að ýta undir spilafíkn. „Ólíkt happ­drættum þá skila þeir nið­ur­stöðu sam­stundis og hægt er að taka þátt strax aft­ur. Það ýtir undir vana­myndun og því eru þátt­tak­endur mun lík­legri til að þróa með sér fíkn heldur en þátt­tak­endur í happ­drætt­um. Þá er útreiknað vinn­ings­hlut­fall spila­kassa almennt hærra en sam­bæri­legt hlut­fall í happ­drættum og það getur ýtt undir rang­hug­myndir not­enda um afleið­ingar þátt­töku.“

Þá segir í grein­ar­gerð­inni að velta spila­kassa sé yfir millj­arður króna á ári þrátt fyrir að not­endur séu fáir. „Það gefur til kynna að velt­una megi að mestu leyti rekja til spilafíkla sem eyði veru­legum fjár­munum í fíkn sína.“

Tekju­tap verði bætt

Til við­bótar við bannið er í frum­varp­inu bráða­birgða­á­kvæði sem kveða á um að ríkið muni koma til móts við það tekju­tap sem rekstr­ar­að­ilar stæðu frammi fyrir ef frum­varpið yrði að lög­um. Þannig er gert ráð fyrir að ráð­herra geri samn­ing við Háskóla Íslands um fjár­mögnun upp­bygg­ingar og við­halds fast­eigna á Háskóla­svæð­inu. „Áætlað tekju­tap Happ­drætti Háskóla Íslands vegna lok­unar spila­sala árin 2021–2024 skal jafna á móti greiðslum vegna samn­ings um upp­bygg­ingu og við­hald fast­eigna á Háskóla­svæð­in­u.“

Annað bráða­birgða­á­kvæði gerir ráð fyrir að rík­is­sjóður muni greiða hlut­höfum Íslands­spila bætur að fjár­hæð eins millj­arðs króna á ári, árin 2021–2024. Í þessu bráða­birgða­á­kvæði er lagt til að 64 pró­sent greiðsln­anna renni til Rauða kross­ins á Íslandi, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg fái 26,5 pró­sent og SÁÁ fái 9,5 pró­sent.

Athygli vekur að SÁÁ er hér talið upp en SÁÁ er ekki lengur í hópi hlut­hafa Íslands­spila. Seint á síð­asta ári sam­þykkti stjórn SÁÁ að hætta þátt­töku í rekstri félags­ins en sam­starfi milli SÁÁ og Íslands­spila var form­lega slitið í apríl síð­ast­liðn­um.

Land­læknir styður bann við spila­kössum

Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn er emb­ætti land­læknis en emb­ættið styður bann við spila­köss­um. Í umsögn­inni segir að þátt­taka í spila­kössum sé sú teg­und fjár­hættu­spila sem teng­ist helst spilafíkn. Ein af ástæð­unum fyrir því er sögð vera lengd hvers leiks, leik­irnir séu stuttir og því fáist nið­ur­staða iðu­lega hratt.

„Tíðni end­ur­gjafar í formi vinn­ings, sem oft­ast er smá­vinn­ing­ur, er mikil og fólk upp­lifir að það hafi stjórn á leiknum sem er tál­sýn þar sem nið­ur­staðan er ávallt til­vilj­unum háð. Í sumum spila­kössum er mögu­leiki að geta notað stopp-takka sem ýtir undir þessa álykt­un­ar­villu spilar­ans um að hann hafi stjórn á leiknum því nið­ur­staða leiks­ins var í raun ákveð­in,“ segir í umsögn emb­ættis land­lækn­is.

Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn tekur í sama streng í sinni umsögn og segir það marg­sýnt að spila­kassar hafi í för með sér skað­semi fyrir þá sem ánetj­ast þeim, aðstand­endur þeirra og sam­fé­lagið allt.

Rauði kross­inn á Íslandi og Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg senda inn sína umsögn­ina hvort, en eins og áður hefur komið fram reka félögin saman Íslands­spil. Umsagnir þeirra eru nokkuð svip­að­ar. Félögin telja það mik­il­vægt að starfs­hópur dóms­mála­ráð­herra, sem fjalla á um happ­drætti og fjár­hættu­spil, fái að ljúka sinni vinnu áður en frum­varpið er sett fram. Hópnum er ætlað að skila fyrstu til­lögum sínum um breyt­ingar á lögum og reglu­gerðum um happ­drætti, telj­ist þær nauð­syn­leg­ar, eigi síðar en 1. júní. Í hópnum sitja aðilar sem til­nefndir voru af Sam­tökum áhuga­fólks um spilafíkn og happ­drætt­is­fyr­ir­tækjum auk full­trúa hins opin­bera.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent