Gunnar Bragi gagnrýnir tillögu Amnesty um að afglæpavæða kaup og sölu á vændi

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra er hugsi yfir til­lögu sem liggur fyrir  al­þjóða­þingi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesty International sem fram fer í Dublin nú um helg­ina þar sem lagt er til að afglæpa­væða bæði kaup og sölu á vændi. Hann segir að sér finn­ist það hryggi­legt að hugsa til þess að á sama tíma og karlar um allan heim séu hvattir til að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynja­jafn­rétti í hefors­he-átak­inu þá séu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims að leggja þessar til­lögur fram. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Gunnar Bragi birti í morg­un.

Þar segir hann að sam­kvæmt til­lög­unni verði „kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn, eins og tíðkast bæði í Hollandi og Þýska­landi þar sem vænd­is­iðn­að­ur­inn blómstrar og mann­sal áfram vanda­mál. Er það slíkt sem heims­byggðin þarfnast? Á Íslandi hefur sænska leiðin verið valin og það sama á við um þó nokkur ríki í kringum okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urnar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyð­ast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík.“

Ég er hugsi yfir til­lögu sem liggur fyrir alþjóða­þingi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesty International sem fram fer í...

Posted by Gunnar Bragi Sveins­son on Sat­ur­day, Aug­ust 8, 2015

Auglýsing


Kjarn­inn greindi frá því í lok júlí að Amnesty International væru að íhuga að setja sér stefnu um að afglæpa­væða eigi vændi. Það hefði komið fram í drögum um stefnu sem lögð var fyrir heims­þing sam­tak­ana sem fer fram nú um helg­ina.

Til­lagan hefur vakið upp hörð við­brögð víða um heim, og Ísland er þar engin und­an­tekn­ing. Á mið­viku­dag sendu sjö kvenna­sam­tök frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þau leggj­ast gegn því að Amnesty International setji sér stefnu um að afglæpa­væða eigi vændi. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Undir hana skrif­uðu for­svars­menn Stíga­móta, Kvenna­at­hvarfs­ins, Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar, Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa, Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, Kven­rétt­inda­fé­lags­ins og Fem­in­sta­fé­lags Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None