Heiða Kristín segist treysta sér til að verða formaður Bjartrar framtíðar

15594023008-836b8fe03a-z.jpg
Auglýsing

Heiða Kristín Helga­dótt­ir, vara­þing­maður Bjartrar fram­tíðar og annar stofn­enda flokks­ins, segir að hún treysti sér full­kom­lega til þess að verða for­maður hans. Ef það sé vilji fyrir því innan Bjartrar fram­tíðar þá sé hún til­búin að bjóða sig fram til for­manns. Það getur hún gert í sept­em­ber næst­kom­andi þegar árs­fundur flokks­ins fer fram. Þetta kom fram í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 fyrr í dag. Þar gagn­rýndi hún Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann flokks­ins sem stofn­aði hann með henni á sínum tíma, einnig, sagði hann hafa fengið ágætis tæki­færi til að sanna sig en að for­ysta hans væri aug­ljós­lega ekki að virka.

Í þætt­inum var Heiða Kristín meðal ann­ars spurð út í ummæli sem hún lét falla í við­tali við Kjarn­ann á þriðju­dag. Þar sagði hún að það þyrfti mikið að ger­ast hjá jartri fram­tíð, flokk­inum sem hún tók þátt í að stofna, til að henni finn­ist ákjós­an­legt að stíga inn á þann vett­vang á ný. „Mér finnst vandi Bjartrar fram­tíðar vera inni í Bjartri fram­tíð, hann er ekki vandi kjós­enda. Vand­inn er ekki til­kom­inn vegna þess að kjós­endur skilja ekki flokk­inn heldur er hann vandi for­manns­ins [Guð­mundar Stein­gríms­son­ar] og þeirra sem starfa í Bjartri fram­tíð.“

Fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur hríð­fallið und­an­far­ið. Í könnun sem MMR birti í vik­unn­i ­sögð­ust ein­ungis 4,4 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa flokk­inn, sem er versta útkoma hans í mæl­ingum MMR á þessum kjör­tíma­bili. Miðað við það fylgi myndi Björt fram­tíð ekki ná inn manni í kom­andi kosn­ing­um.

Auglýsing

Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar og annar stofnanda flokksins. Hinn stofnandinn, Heiða Kristín Helgadóttir, gagrýndi hann harðlega í Vikulokunum í dag. Guð­mundur Stein­gríms­son er for­maður Bjartrar fram­tíðar og annar stofn­anda flokks­ins. Hinn stofn­and­inn, Heiða Kristín Helga­dótt­ir, gagrýndi hann harð­lega í Viku­lok­unum í dag.

Segir flokk­inn hafa formaliser­ast og mikiðÍ Viku­lok­unum sagði Heiða Kristín að hún hefði verið búin að gera sam­starfs­fólki sínu í Bjartri fram­tíð grein fyrir því í aðdrag­anda þess að hún hætti sem stjórn­ar­for­maður flokks­ins í lok síð­asta árs að hún væri óánægð með ákveðna hluti. Hún seg­ist ekki hafa hætt í ill­deilum eða á vondum nótum en fannst staðan innan flokks­ins vera þannig að hún fann ekki teng­ingu við það sem var að ger­ast og taldi sig ekki vera að koma sínum áherslum á fram­færði. Því velti hún því fyrir sér hvort hún væri vanda­málið frekar en aðrir í for­ystu Bjartrar fram­tíðar og ákvað í kjöl­farið að stíga til hlið­ar.

Aðspurð hver vandi Bjartar fram­tíðar væri sagði Heiða Krist­ín:  „Mér finnst vand­inn fyrst og fremst vera sá að það er ákveðið teng­ing­ar­leysi. Það er alltaf verið að bera á borð ein­hverjar tækni­legar lausnir við til­finn­inga­legum vanda­mál­um. [...]Mér finnst flokk­ur­inn hafa formaliser­ast of mikið fyrir mína parta og mér finnst hann vera að elta eitt­hvað form sem er fyr­ir­fram gefið í pólitik. Og mér finnst það ekki vera eitt­hvað sem er mikil eft­ir­spurn eft­ir.“

Hún sagði einnig að það færi í taug­arnar á sér að Björt fram­tíð væri alltaf að skil­greina sig út frá öðr­um.  „Mér finnst Björt fram­tíð eiga að tala um sig og hvað það er sem hún er að koma fram með og hvernig hún sér heim­inn. En ekki alltaf ein­hvern veg­inn hvernig Björt fram­tíð er öðru­vísi en Sam­fylk­ing­in.“

Myndi mögu­lega taka þing­sæti ef Guð­mundur hættirHelgi Selj­an, þátt­ar­stjórn­andi Viku­lokanna, spurði Heiðu Krist­ínu síðan hvort hún myndi taka þing­sæti Bjartar Ólafs­dótt­ur, sem er á leið í fæð­ing­ar­or­lof, ef Guð­mundur Stein­gríms­son hætti sem for­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Heiða Krístín er vara­þing­maður Bjartar og sagði við Kjarn­ann á þriðju­dag að hún myndi ekki taka sæti hennar að óbreyttu vegna óánægju með for­ystu flokks­ins.

Heiða Kristín sagði að hún myndi hug­leiða það að taka sætið á öðrum nótum ef Guð­mundur mundi stíga til hlið­ar. „Mér finnst hann hafa fengið ágætis tæki­færi til að sanna sig og það er búið að leggja heil­mikið inn í þennan flokk, bæði fylgi frá Besta flokknum og alls­konar hlut­i[...] Maður verður að horfa í stöð­una. Þrjú til fjögur pró­sent [fylgi] og segja: ok, þetta er kannski ekki að virka og við þurfum að prófa eitt­hvað ann­að."

Að lokum var hún spurð hvort hún vildi verða for­maður Bjartrar fram­tíðar og svar­aði Heiða Kristín því til að hún treysti sér full­kom­lega til þess ef vilji væri fyrir því að bjóða sig fram til for­manns.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None