Karolína Fund: Hlussubolti á Austurlandi

d8aaba0058bfe6668497c2e741aeb052.jpg
Auglýsing

Hjónin Bylgja Borg­þórs­dóttir og Guð­jón Hilm­ars­son búa á Egils­stöðum með dreng­ina sína tvo, Jónas Hrafn og Arnar Yang. Jónas Hrafn fædd­ist á Íslandi árið 2011 en Arnar Yang í Kína 2013 og fjöl­skyldan fór saman í mikla ævin­týra­ferð til að sækja hann í des­em­ber á síð­asta ári. Þau starfa bæði sem kenn­arar við Egils­staða­skóla, Bylgja á ung­linga­stigi og Guð­jón er íþrótta­kenn­ari. Bylgja er upp­alin á Egils­stöðum en Guð­jón á Vopna­firði.

Og þau ákváðu nýverið að hefja verk­efnið Hlussu­bolti á Aust­ur­landi sem nú er safnað fyrir á Karol­ina Fund.

Hlussu­bolti fyrir 15 ára og eldriHvers vegna ákváðuð þið að fara út í þetta verk­efni?

"Við höfum oft rætt það að þrátt fyrir að það sé margt í boði hér fyrir austan og menn­ing­ar­lífið mjög gott, þá vantar oft eitt­hvað þægi­legt að gera, t.d. fyrir hópa af ung­ling­um, með lít­illi fyr­ir­höfn og litlum til­kostn­aði. Það varð svo úr að við ákváðum að drífa bara í því sjálf að bjóða upp á slíka afþr­ey­ingu, fórum að skoða hvað var í boði og Hlussu­bolt­inn er akkúrat það sem okk­ur, og Aust­firð­inga alla, vant­aði. Við drifum þannig í því að setja upp fjár­mögn­un­ar­síðu á Karol­ina Fund til að lág­marka alla fjár­hags­lega áhættu (Þið lásuð það áðan, við erum bæði kenn­ar­ar!) og von­umst til að það gangi upp."

Auglýsing

Hvað er hlussu­bolti og fyrir hverja er hann?

"Hlussu­bolti er í raun skemmti­leg afþrey­ing fyrir allt fólk frá ca. 15 ára aldri og upp úr. Hún felst í því að þátt­tak­endur klæða sig í stór­an, upp­blás­inn bolta, en fæturnir standa niður úr hon­um. Yfir­leitt taka 6-12 manns þátt og er jafnt hægt að spila fót­bolta sem og fara í aðra leiki og þraut­ir. Allt gengur þetta út á að reyna að sigra þann leik sem leik­inn er og helst af öllu að koma and­stæð­ing­unum á hlið­ina í leið­inni, en erfitt getur verið að fóta sig þegar Hlussan tekur völd­in. Fyrri íþrótta­afrek eru einskis virði þegar í Hlussu­bolt­ann er kom­ið, það eiga allir jafnan séns innan í risa­bolta. Það er þó rétt að geta þess að ekki er æski­legt að stunda Hlussu­bolta ef menn eru slæmir í baki eða eiga við annan stoð­kerf­is­vanda að etja og að Hlussu­bolta stunda allir á eigin ábyrgð."

 

https://www.youtu­be.com/watch?v=hKZoCjWn­mVk

Fær­an­legar HlussurHvar verður hægt að kom­ast í hlussu­bolta ef þetta verk­efni nær að safna því fjár­magn sem það þarf?

"Hlussu­bolti verður með aðsetur í Sel­skógi við Egils­staði þegar veður leyf­ir, ann­ars inn­an­dyra á Egils­stöð­um. Þá er vel hægt að fá Hlussu­bolt­ann á aðra staði á Aust­ur­landi, það er auð­velt að ferð­ast með bolt­ana og yfir­leitt mjög ein­falt að finna stað­setn­ingu og það er þá gert í sam­ráði við þá sem panta Hluss­urn­ar. Eins stefnum við að því að koma við á flestum stöðum á Aust­ur­landi næsta árið, t.d. þegar bæj­ar­há­tíðir fara fram og almennt þar sem fleiri en tutt­ugu manns safn­ast sam­an. Þá er Hlussu­bolti auð­vitað kjör­inn fyrir alls kyns starfs­mannap­artý, steggj­anir og gæs­an­ir, hópefli af ýmsu tagi. Þá er það oft van­metið hvað það er fínt að kom­ast í þær aðstæður að mega hlaupa nið­ur, og það af fullum krafti, vini sína, sam­starfs­fólk og jafn­vel yfir­menn, án þess að mikil hætta sé á því að nokkur meið­ist. Eða móðg­ist."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None