Karolína Fund: Hlussubolti á Austurlandi

d8aaba0058bfe6668497c2e741aeb052.jpg
Auglýsing

Hjónin Bylgja Borg­þórs­dóttir og Guð­jón Hilm­ars­son búa á Egils­stöðum með dreng­ina sína tvo, Jónas Hrafn og Arnar Yang. Jónas Hrafn fædd­ist á Íslandi árið 2011 en Arnar Yang í Kína 2013 og fjöl­skyldan fór saman í mikla ævin­týra­ferð til að sækja hann í des­em­ber á síð­asta ári. Þau starfa bæði sem kenn­arar við Egils­staða­skóla, Bylgja á ung­linga­stigi og Guð­jón er íþrótta­kenn­ari. Bylgja er upp­alin á Egils­stöðum en Guð­jón á Vopna­firði.

Og þau ákváðu nýverið að hefja verk­efnið Hlussu­bolti á Aust­ur­landi sem nú er safnað fyrir á Karol­ina Fund.

Hlussu­bolti fyrir 15 ára og eldriHvers vegna ákváðuð þið að fara út í þetta verk­efni?

"Við höfum oft rætt það að þrátt fyrir að það sé margt í boði hér fyrir austan og menn­ing­ar­lífið mjög gott, þá vantar oft eitt­hvað þægi­legt að gera, t.d. fyrir hópa af ung­ling­um, með lít­illi fyr­ir­höfn og litlum til­kostn­aði. Það varð svo úr að við ákváðum að drífa bara í því sjálf að bjóða upp á slíka afþr­ey­ingu, fórum að skoða hvað var í boði og Hlussu­bolt­inn er akkúrat það sem okk­ur, og Aust­firð­inga alla, vant­aði. Við drifum þannig í því að setja upp fjár­mögn­un­ar­síðu á Karol­ina Fund til að lág­marka alla fjár­hags­lega áhættu (Þið lásuð það áðan, við erum bæði kenn­ar­ar!) og von­umst til að það gangi upp."

Auglýsing

Hvað er hlussu­bolti og fyrir hverja er hann?

"Hlussu­bolti er í raun skemmti­leg afþrey­ing fyrir allt fólk frá ca. 15 ára aldri og upp úr. Hún felst í því að þátt­tak­endur klæða sig í stór­an, upp­blás­inn bolta, en fæturnir standa niður úr hon­um. Yfir­leitt taka 6-12 manns þátt og er jafnt hægt að spila fót­bolta sem og fara í aðra leiki og þraut­ir. Allt gengur þetta út á að reyna að sigra þann leik sem leik­inn er og helst af öllu að koma and­stæð­ing­unum á hlið­ina í leið­inni, en erfitt getur verið að fóta sig þegar Hlussan tekur völd­in. Fyrri íþrótta­afrek eru einskis virði þegar í Hlussu­bolt­ann er kom­ið, það eiga allir jafnan séns innan í risa­bolta. Það er þó rétt að geta þess að ekki er æski­legt að stunda Hlussu­bolta ef menn eru slæmir í baki eða eiga við annan stoð­kerf­is­vanda að etja og að Hlussu­bolta stunda allir á eigin ábyrgð."

 

https://www.youtu­be.com/watch?v=hKZoCjWn­mVk

Fær­an­legar HlussurHvar verður hægt að kom­ast í hlussu­bolta ef þetta verk­efni nær að safna því fjár­magn sem það þarf?

"Hlussu­bolti verður með aðsetur í Sel­skógi við Egils­staði þegar veður leyf­ir, ann­ars inn­an­dyra á Egils­stöð­um. Þá er vel hægt að fá Hlussu­bolt­ann á aðra staði á Aust­ur­landi, það er auð­velt að ferð­ast með bolt­ana og yfir­leitt mjög ein­falt að finna stað­setn­ingu og það er þá gert í sam­ráði við þá sem panta Hluss­urn­ar. Eins stefnum við að því að koma við á flestum stöðum á Aust­ur­landi næsta árið, t.d. þegar bæj­ar­há­tíðir fara fram og almennt þar sem fleiri en tutt­ugu manns safn­ast sam­an. Þá er Hlussu­bolti auð­vitað kjör­inn fyrir alls kyns starfs­mannap­artý, steggj­anir og gæs­an­ir, hópefli af ýmsu tagi. Þá er það oft van­metið hvað það er fínt að kom­ast í þær aðstæður að mega hlaupa nið­ur, og það af fullum krafti, vini sína, sam­starfs­fólk og jafn­vel yfir­menn, án þess að mikil hætta sé á því að nokkur meið­ist. Eða móðg­ist."

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None