Karolína Fund: Hlussubolti á Austurlandi

d8aaba0058bfe6668497c2e741aeb052.jpg
Auglýsing

Hjónin Bylgja Borgþórsdóttir og Guðjón Hilmarsson búa á Egilsstöðum með drengina sína tvo, Jónas Hrafn og Arnar Yang. Jónas Hrafn fæddist á Íslandi árið 2011 en Arnar Yang í Kína 2013 og fjölskyldan fór saman í mikla ævintýraferð til að sækja hann í desember á síðasta ári. Þau starfa bæði sem kennarar við Egilsstaðaskóla, Bylgja á unglingastigi og Guðjón er íþróttakennari. Bylgja er uppalin á Egilsstöðum en Guðjón á Vopnafirði.

Og þau ákváðu nýverið að hefja verkefnið Hlussubolti á Austurlandi sem nú er safnað fyrir á Karolina Fund.

Hlussubolti fyrir 15 ára og eldri


Hvers vegna ákváðuð þið að fara út í þetta verkefni?

"Við höfum oft rætt það að þrátt fyrir að það sé margt í boði hér fyrir austan og menningarlífið mjög gott, þá vantar oft eitthvað þægilegt að gera, t.d. fyrir hópa af unglingum, með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði. Það varð svo úr að við ákváðum að drífa bara í því sjálf að bjóða upp á slíka afþreyingu, fórum að skoða hvað var í boði og Hlussuboltinn er akkúrat það sem okkur, og Austfirðinga alla, vantaði. Við drifum þannig í því að setja upp fjármögnunarsíðu á Karolina Fund til að lágmarka alla fjárhagslega áhættu (Þið lásuð það áðan, við erum bæði kennarar!) og vonumst til að það gangi upp."

Auglýsing

Hvað er hlussubolti og fyrir hverja er hann?

"Hlussubolti er í raun skemmtileg afþreying fyrir allt fólk frá ca. 15 ára aldri og upp úr. Hún felst í því að þátttakendur klæða sig í stóran, uppblásinn bolta, en fæturnir standa niður úr honum. Yfirleitt taka 6-12 manns þátt og er jafnt hægt að spila fótbolta sem og fara í aðra leiki og þrautir. Allt gengur þetta út á að reyna að sigra þann leik sem leikinn er og helst af öllu að koma andstæðingunum á hliðina í leiðinni, en erfitt getur verið að fóta sig þegar Hlussan tekur völdin. Fyrri íþróttaafrek eru einskis virði þegar í Hlussuboltann er komið, það eiga allir jafnan séns innan í risabolta. Það er þó rétt að geta þess að ekki er æskilegt að stunda Hlussubolta ef menn eru slæmir í baki eða eiga við annan stoðkerfisvanda að etja og að Hlussubolta stunda allir á eigin ábyrgð."

 

https://www.youtube.com/watch?v=hKZoCjWnmVk

Færanlegar Hlussur


Hvar verður hægt að komast í hlussubolta ef þetta verkefni nær að safna því fjármagn sem það þarf?

"Hlussubolti verður með aðsetur í Selskógi við Egilsstaði þegar veður leyfir, annars innandyra á Egilsstöðum. Þá er vel hægt að fá Hlussuboltann á aðra staði á Austurlandi, það er auðvelt að ferðast með boltana og yfirleitt mjög einfalt að finna staðsetningu og það er þá gert í samráði við þá sem panta Hlussurnar. Eins stefnum við að því að koma við á flestum stöðum á Austurlandi næsta árið, t.d. þegar bæjarhátíðir fara fram og almennt þar sem fleiri en tuttugu manns safnast saman. Þá er Hlussubolti auðvitað kjörinn fyrir alls kyns starfsmannapartý, steggjanir og gæsanir, hópefli af ýmsu tagi. Þá er það oft vanmetið hvað það er fínt að komast í þær aðstæður að mega hlaupa niður, og það af fullum krafti, vini sína, samstarfsfólk og jafnvel yfirmenn, án þess að mikil hætta sé á því að nokkur meiðist. Eða móðgist."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None