Gunnar Bragi og SÞ sátt við þróunarráðstefnu - mannúðarsamtök ytra gagnrýna niðurstöðu

9937715403_7e435ac9a0_z-1.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra er sáttur við nið­ur­stöðu alþjóð­legrar ráð­stefnu um fjár­mögnun þró­un­ar­að­stoð­ar, og telur hana end­ur­spegla helstu áherslur Íslands. Það sé mik­il­vægt að fátæk­ustu ríkin njóti stærri hluta þró­un­ar­fram­laga, að áhersla sé lögð á til­lit til kynja­jafn­réttis við stefnu­mótun og að áhersla sé lögð á aðgengi að end­ur­nýj­an­legri orku og á sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.

Aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykktu nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar, sem fór fram í Eþíópíu í vik­unni, á mið­viku­dags­kvöld, en ráð­stefn­unni lauk í gær. Hún felur í sér alþjóð­legt sam­komu­lag um fjár­mögnun þró­un­ar, sem er ætlað að stuðla að hag­vexti og félags­legri þróun með til­liti til umhverf­is­vernd­ar, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Skjalið á að vera stefnu­mót­andi í fjár­mögn­un, fjár­laga­gerð og fjár­fest­ingu í þró­un­ar­ríkj­u­m. ­Lesa má nið­ur­stöð­una í heild sinni á vef Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Meðal þess sem ríkin sam­þykktu er að á ný heita þau því að stefna á að setja 0,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í þró­un­ar­mál. Flest ríki eru þó langt frá tak­mark­inu enn, Ísland einna hel­st, en rétt um 0,2 pró­sent af lands­fram­leiðslu fara til þró­un­ar­mála.

Auglýsing

Nú þegar ráð­stefn­unni í Eþíópíu er lokið mun Gunnar Bragi kynna sér starf­semi Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar í Malaví auk þess sem hann mun funda með ráða­mönnum í land­inu.

Gagn­rýnt fyrir skatta­málinNið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar hefur verið fagnað af stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna, en hún er mjög umfangs­mikil og tekur á ýmsum þátt­um. Það sem helst var tek­ist á um, eins og utan­rík­is­ráðu­neytið greinir frá, voru skatta­mál.

Þró­un­ar­ríkin hafa barist fyrir því að skatta­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna yrði breytt og hún efld til þess að tryggja að stór­fyr­ir­tæki nýti sér ekki spill­ingu og lélega laga­setn­ingu í fátækum ríkj­um. Nefndin er skipuð 25 skatta­sér­fræð­ingum víða að úr heim­in­um.

Eins og fram kemur í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins voru mörg vest­ræn ríki á móti þessum breyt­ingum og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóð­leg skatta­mál auk þess sem öllum þró­un­ar­ríkjum bjóð­ist að starfa með Alþjóð­legum vett­vangi um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um.

Ríku löndin fengu sínu fram­gengt, en skatta­nefndin mun þó fjölga starfs­dögum sínum og auknir fjár­munir verða settir í hana.

Kjarn­inn hefur sent utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn og spurt um afstöðu Íslands til þessa máls.

Í drögum að nið­ur­stöðum ráð­stefn­unnar kom fram að kallað væri eftir fullu gegn­sæi þegar kemur að greiðslum frá stórum fyr­ir­tækjum til rík­is­stjórna, en Ástr­alir mót­mæltu þessu og orða­lagið var mildað á end­an­um.

Mann­úð­ar­sam­tök hafa mót­mælt end­an­legu nið­ur­stöð­un­um, ekki síst þætti Ástr­a­la, og Pooja Rangaprasad frá sam­tökum um fjár­hags­legt gegn­sæi segir við Guar­dian að nið­ur­staðan muni festa í sessi ósann­gjarnt kerfi. „Þró­un­ar­ríkin hafa barist hart fyrir þess­ari nefnd, en sam­komu­lagið mun ekki gera neitt annað en að halda þeim í lít­ils­virð­andi kerfi þar sem hópur 34 ríkja hefur öll völd­in.“

Þró­un­ar­ríkin vildu að í skatta­nefnd­inni myndu þau hafa jafn mikið að segja um það hvernig alþjóða­reglur um skatta eru mót­að­ar, segir Helen Szoke hjá Oxfam um skatta­nefnd­ina. „Í stað­inn snúa þau heim með mála­miðl­un, sem þýðir að lélegar reglur og und­an­skot frá skatti munu halda áfram að ræna frá fátæk­asta fólki heims­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None