Gunnar Bragi og SÞ sátt við þróunarráðstefnu - mannúðarsamtök ytra gagnrýna niðurstöðu

9937715403_7e435ac9a0_z-1.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra er sáttur við nið­ur­stöðu alþjóð­legrar ráð­stefnu um fjár­mögnun þró­un­ar­að­stoð­ar, og telur hana end­ur­spegla helstu áherslur Íslands. Það sé mik­il­vægt að fátæk­ustu ríkin njóti stærri hluta þró­un­ar­fram­laga, að áhersla sé lögð á til­lit til kynja­jafn­réttis við stefnu­mótun og að áhersla sé lögð á aðgengi að end­ur­nýj­an­legri orku og á sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.

Aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykktu nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar, sem fór fram í Eþíópíu í vik­unni, á mið­viku­dags­kvöld, en ráð­stefn­unni lauk í gær. Hún felur í sér alþjóð­legt sam­komu­lag um fjár­mögnun þró­un­ar, sem er ætlað að stuðla að hag­vexti og félags­legri þróun með til­liti til umhverf­is­vernd­ar, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Skjalið á að vera stefnu­mót­andi í fjár­mögn­un, fjár­laga­gerð og fjár­fest­ingu í þró­un­ar­ríkj­u­m. ­Lesa má nið­ur­stöð­una í heild sinni á vef Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Meðal þess sem ríkin sam­þykktu er að á ný heita þau því að stefna á að setja 0,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í þró­un­ar­mál. Flest ríki eru þó langt frá tak­mark­inu enn, Ísland einna hel­st, en rétt um 0,2 pró­sent af lands­fram­leiðslu fara til þró­un­ar­mála.

Auglýsing

Nú þegar ráð­stefn­unni í Eþíópíu er lokið mun Gunnar Bragi kynna sér starf­semi Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar í Malaví auk þess sem hann mun funda með ráða­mönnum í land­inu.

Gagn­rýnt fyrir skatta­málinNið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar hefur verið fagnað af stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna, en hún er mjög umfangs­mikil og tekur á ýmsum þátt­um. Það sem helst var tek­ist á um, eins og utan­rík­is­ráðu­neytið greinir frá, voru skatta­mál.

Þró­un­ar­ríkin hafa barist fyrir því að skatta­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna yrði breytt og hún efld til þess að tryggja að stór­fyr­ir­tæki nýti sér ekki spill­ingu og lélega laga­setn­ingu í fátækum ríkj­um. Nefndin er skipuð 25 skatta­sér­fræð­ingum víða að úr heim­in­um.

Eins og fram kemur í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins voru mörg vest­ræn ríki á móti þessum breyt­ingum og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóð­leg skatta­mál auk þess sem öllum þró­un­ar­ríkjum bjóð­ist að starfa með Alþjóð­legum vett­vangi um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um.

Ríku löndin fengu sínu fram­gengt, en skatta­nefndin mun þó fjölga starfs­dögum sínum og auknir fjár­munir verða settir í hana.

Kjarn­inn hefur sent utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn og spurt um afstöðu Íslands til þessa máls.

Í drögum að nið­ur­stöðum ráð­stefn­unnar kom fram að kallað væri eftir fullu gegn­sæi þegar kemur að greiðslum frá stórum fyr­ir­tækjum til rík­is­stjórna, en Ástr­alir mót­mæltu þessu og orða­lagið var mildað á end­an­um.

Mann­úð­ar­sam­tök hafa mót­mælt end­an­legu nið­ur­stöð­un­um, ekki síst þætti Ástr­a­la, og Pooja Rangaprasad frá sam­tökum um fjár­hags­legt gegn­sæi segir við Guar­dian að nið­ur­staðan muni festa í sessi ósann­gjarnt kerfi. „Þró­un­ar­ríkin hafa barist hart fyrir þess­ari nefnd, en sam­komu­lagið mun ekki gera neitt annað en að halda þeim í lít­ils­virð­andi kerfi þar sem hópur 34 ríkja hefur öll völd­in.“

Þró­un­ar­ríkin vildu að í skatta­nefnd­inni myndu þau hafa jafn mikið að segja um það hvernig alþjóða­reglur um skatta eru mót­að­ar, segir Helen Szoke hjá Oxfam um skatta­nefnd­ina. „Í stað­inn snúa þau heim með mála­miðl­un, sem þýðir að lélegar reglur og und­an­skot frá skatti munu halda áfram að ræna frá fátæk­asta fólki heims­ins.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None