Gunnar Bragi og SÞ sátt við þróunarráðstefnu - mannúðarsamtök ytra gagnrýna niðurstöðu

9937715403_7e435ac9a0_z-1.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er sáttur við niðurstöðu alþjóðlegrar ráðstefnu um fjármögnun þróunaraðstoðar, og telur hana endurspegla helstu áherslur Íslands. Það sé mikilvægt að fátækustu ríkin njóti stærri hluta þróunarframlaga, að áhersla sé lögð á tillit til kynjajafnréttis við stefnumótun og að áhersla sé lögð á aðgengi að endurnýjanlegri orku og á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu niðurstöðu ráðstefnunnar, sem fór fram í Eþíópíu í vikunni, á miðvikudagskvöld, en ráðstefnunni lauk í gær. Hún felur í sér alþjóðlegt samkomulag um fjármögnun þróunar, sem er ætlað að stuðla að hagvexti og félagslegri þróun með tilliti til umhverfisverndar, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Skjalið á að vera stefnumótandi í fjármögnun, fjárlagagerð og fjárfestingu í þróunarríkjum. Lesa má niðurstöðuna í heild sinni á vef Sameinuðu þjóðanna.

Meðal þess sem ríkin samþykktu er að á ný heita þau því að stefna á að setja 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu í þróunarmál. Flest ríki eru þó langt frá takmarkinu enn, Ísland einna helst, en rétt um 0,2 prósent af landsframleiðslu fara til þróunarmála.

Auglýsing

Nú þegar ráðstefnunni í Eþíópíu er lokið mun Gunnar Bragi kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví auk þess sem hann mun funda með ráðamönnum í landinu.

Gagnrýnt fyrir skattamálin


Niðurstöðu ráðstefnunnar hefur verið fagnað af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, en hún er mjög umfangsmikil og tekur á ýmsum þáttum. Það sem helst var tekist á um, eins og utanríkisráðuneytið greinir frá, voru skattamál.

Þróunarríkin hafa barist fyrir því að skattanefnd Sameinuðu þjóðanna yrði breytt og hún efld til þess að tryggja að stórfyrirtæki nýti sér ekki spillingu og lélega lagasetningu í fátækum ríkjum. Nefndin er skipuð 25 skattasérfræðingum víða að úr heiminum.

Eins og fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins voru mörg vestræn ríki á móti þessum breytingum og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóðleg skattamál auk þess sem öllum þróunarríkjum bjóðist að starfa með Alþjóðlegum vettvangi um gagnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum.

Ríku löndin fengu sínu framgengt, en skattanefndin mun þó fjölga starfsdögum sínum og auknir fjármunir verða settir í hana.

Kjarninn hefur sent utanríkisráðuneytinu fyrirspurn og spurt um afstöðu Íslands til þessa máls.

Í drögum að niðurstöðum ráðstefnunnar kom fram að kallað væri eftir fullu gegnsæi þegar kemur að greiðslum frá stórum fyrirtækjum til ríkisstjórna, en Ástralir mótmæltu þessu og orðalagið var mildað á endanum.

Mannúðarsamtök hafa mótmælt endanlegu niðurstöðunum, ekki síst þætti Ástrala, og Pooja Rangaprasad frá samtökum um fjárhagslegt gegnsæi segir við Guardian að niðurstaðan muni festa í sessi ósanngjarnt kerfi. „Þróunarríkin hafa barist hart fyrir þessari nefnd, en samkomulagið mun ekki gera neitt annað en að halda þeim í lítilsvirðandi kerfi þar sem hópur 34 ríkja hefur öll völdin.“

Þróunarríkin vildu að í skattanefndinni myndu þau hafa jafn mikið að segja um það hvernig alþjóðareglur um skatta eru mótaðar, segir Helen Szoke hjá Oxfam um skattanefndina. „Í staðinn snúa þau heim með málamiðlun, sem þýðir að lélegar reglur og undanskot frá skatti munu halda áfram að ræna frá fátækasta fólki heimsins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None