Gunnar Bragi og SÞ sátt við þróunarráðstefnu - mannúðarsamtök ytra gagnrýna niðurstöðu

9937715403_7e435ac9a0_z-1.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra er sáttur við nið­ur­stöðu alþjóð­legrar ráð­stefnu um fjár­mögnun þró­un­ar­að­stoð­ar, og telur hana end­ur­spegla helstu áherslur Íslands. Það sé mik­il­vægt að fátæk­ustu ríkin njóti stærri hluta þró­un­ar­fram­laga, að áhersla sé lögð á til­lit til kynja­jafn­réttis við stefnu­mótun og að áhersla sé lögð á aðgengi að end­ur­nýj­an­legri orku og á sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.

Aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykktu nið­ur­stöðu ráð­stefn­unn­ar, sem fór fram í Eþíópíu í vik­unni, á mið­viku­dags­kvöld, en ráð­stefn­unni lauk í gær. Hún felur í sér alþjóð­legt sam­komu­lag um fjár­mögnun þró­un­ar, sem er ætlað að stuðla að hag­vexti og félags­legri þróun með til­liti til umhverf­is­vernd­ar, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Skjalið á að vera stefnu­mót­andi í fjár­mögn­un, fjár­laga­gerð og fjár­fest­ingu í þró­un­ar­ríkj­u­m. ­Lesa má nið­ur­stöð­una í heild sinni á vef Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Meðal þess sem ríkin sam­þykktu er að á ný heita þau því að stefna á að setja 0,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í þró­un­ar­mál. Flest ríki eru þó langt frá tak­mark­inu enn, Ísland einna hel­st, en rétt um 0,2 pró­sent af lands­fram­leiðslu fara til þró­un­ar­mála.

Auglýsing

Nú þegar ráð­stefn­unni í Eþíópíu er lokið mun Gunnar Bragi kynna sér starf­semi Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar í Malaví auk þess sem hann mun funda með ráða­mönnum í land­inu.

Gagn­rýnt fyrir skatta­málinNið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar hefur verið fagnað af stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna, en hún er mjög umfangs­mikil og tekur á ýmsum þátt­um. Það sem helst var tek­ist á um, eins og utan­rík­is­ráðu­neytið greinir frá, voru skatta­mál.

Þró­un­ar­ríkin hafa barist fyrir því að skatta­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna yrði breytt og hún efld til þess að tryggja að stór­fyr­ir­tæki nýti sér ekki spill­ingu og lélega laga­setn­ingu í fátækum ríkj­um. Nefndin er skipuð 25 skatta­sér­fræð­ingum víða að úr heim­in­um.

Eins og fram kemur í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins voru mörg vest­ræn ríki á móti þessum breyt­ingum og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóð­leg skatta­mál auk þess sem öllum þró­un­ar­ríkjum bjóð­ist að starfa með Alþjóð­legum vett­vangi um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um.

Ríku löndin fengu sínu fram­gengt, en skatta­nefndin mun þó fjölga starfs­dögum sínum og auknir fjár­munir verða settir í hana.

Kjarn­inn hefur sent utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn og spurt um afstöðu Íslands til þessa máls.

Í drögum að nið­ur­stöðum ráð­stefn­unnar kom fram að kallað væri eftir fullu gegn­sæi þegar kemur að greiðslum frá stórum fyr­ir­tækjum til rík­is­stjórna, en Ástr­alir mót­mæltu þessu og orða­lagið var mildað á end­an­um.

Mann­úð­ar­sam­tök hafa mót­mælt end­an­legu nið­ur­stöð­un­um, ekki síst þætti Ástr­a­la, og Pooja Rangaprasad frá sam­tökum um fjár­hags­legt gegn­sæi segir við Guar­dian að nið­ur­staðan muni festa í sessi ósann­gjarnt kerfi. „Þró­un­ar­ríkin hafa barist hart fyrir þess­ari nefnd, en sam­komu­lagið mun ekki gera neitt annað en að halda þeim í lít­ils­virð­andi kerfi þar sem hópur 34 ríkja hefur öll völd­in.“

Þró­un­ar­ríkin vildu að í skatta­nefnd­inni myndu þau hafa jafn mikið að segja um það hvernig alþjóða­reglur um skatta eru mót­að­ar, segir Helen Szoke hjá Oxfam um skatta­nefnd­ina. „Í stað­inn snúa þau heim með mála­miðl­un, sem þýðir að lélegar reglur og und­an­skot frá skatti munu halda áfram að ræna frá fátæk­asta fólki heims­ins.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None