Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hefur tilkynnt bæjarfulltrúum sveitarfélagsins að hann muni hætta sem bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ að loknu þessu kjörtímabili. Gunnar hefur verið bæjarstjóri í 17 ár og verður brátt 67 ára gamall.
Í tölvupósti sem hann sendi bæjarfulltrúum í Garðabæ í kvöld segir Gunnar að hann hafi komið til starfa hjá Garðabæ 25 ára gamall.
Auglýsing
Hann segist stoltur að því samfélagi sem Garðabær er. „Það bíður annarra að leiða starfið áfram, vonandi með það viðhorf að alltaf er hægt að gera betur. Við verðum aldrei búin með verkefnið. Með von um áframhaldandi farsæld fyrir Garðabæ.“