Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?

Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.

Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Auglýsing

Miklir þurrkar vikum saman hafa breytt mörgum stór­fljótum Evr­ópu í lækj­ar­spræn­ur. Svo lang­vinn hefur þurrka­tíðin verið að nú er útlit fyrir að skipa­flutn­ingar um Rín­ar­fljót legg­ist að mestu af ef himn­arnir fara ekki að opn­ast fljót­lega. Sífellt erf­ið­ara er orðið að flytja vörur um ána, m.a. kol og bens­ín. Ekki er hægt að full­lesta skipin því vatns­borðið er orðið svo lágt. Þýsk yfir­völd standa frammi fyrir miklum vanda og ótt­ast er að erf­ið­ara verði að flytja aðföng til verk­smiðja og orku­fyr­ir­tækja. Í frétt Euro­news um málið segir að yfir­völd ótt­ist að þurrk­arnir verði enn eitt höggið á efna­hags­lífið og að meiri sam­dráttur vofi því yfir.

Vörur eru fluttar um stór­fljót Evr­ópu en lík­lega er þessi flutn­inga­leið hvergi jafn mik­il­væg og í Þýska­landi.

Auglýsing

Svo lágt er yfir­borð vatns­ins í Rín­ar­fljóti orðið að ef fram heldur sem horfir verður það á einum stað á mik­il­væg­asta flutn­ings­svæði árinnar aðeins um fjöru­tíu sentí­metr­ar. Og mun svo halda áfram að lækka ef engin verður rign­ing­in.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á síð­ustu árum sem áhyggjur vakna af flutn­ings­leið­inni um Rín. Í októ­ber árið 2018 lækk­aði sögu­lega mikið í ánni og á einum stað var það aðeins 27 sentí­metr­ar.

Skipa­fé­lögin von­ast til þess að hægt verði að sigla áfram um ána þótt skipin flytji nú aðeins brot af þeim farmi sem til stóð svo þau risti ekki jafn djúpt. Ein afleið­ingin gæti þó orðið sú að ekki tak­ist að flytja bensín og dísilolíu til bens­ín­stöðva víðs vegar um landið í nægu magni. Það gerð­ist í þurrk­unum árið 2018 og er sú hætta yfir­vof­andi á ný.

Vöruflutningaskip á siglingu um Rínarfljót í byrjun ágúst. Þá hafði vatnið í ánni minnkað verulega og hefur haldið áfram að lækka hratt síðustu daga. Mynd: EPA

Yfir­völd hafa beint vöru­flutn­ingum í járn­braut­ar­lestir í meira mæli til að bregð­ast við vand­an­um. Slíkir flutn­ingar eru dýr­ari og taka lengri tíma.

Þurrk­arnir eru einnig farnir að segja veru­lega til sín í Frakk­landi og á Ítal­íu. Hver hita­bylgjan á fætur annarri hefur herjað á íbú­ana í sumar og eru skýr­ing­arnar raktar til lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.

Þýska skipa­fé­lagið HGK er eitt þeirra sem er í vand­ræðum með að flytja vörur á áætl­un. „Það er ekki hægt að neita því að lofts­lags­breyt­ingar eru farnar að eiga sér stað og skipa­iðn­að­ur­inn þarf að aðlag­ast breyttu ástand­i,“ hefur Euro­news eftir Christ­ian Lor­enz, tals­manni skipa­fé­lags­ins. HGK er að und­ir­búa sig fyrir nýjan veru­leika, segir hann, þar sem lítið vatn í ánum gæti orðið við­var­andi vanda­mál og algeng­ara með áfram­hald­andi breyt­ingum á lofts­lagi.

Öll ný skip sem HGK kaupir verða smíðuð með það í huga að geta siglt um vatns­minna Rín­ar­fljót.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent