Hættulegt lýðheilsu þjóðarinnar að brugghús fái að selja bjór beint frá býli

ÁTVR ítrekar andstöðu sína við það að brugghús fái að selja bjór í smásölu á framleiðslustað og segir frumvarp dómsmálaráðherra um efnið til þess fallið að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis líði undir lok.

Fjöldi brugghúsa um allt land gætu löglega hafið smásölu á bjór beint til gesta sinna ef frumvarp dómsmálaráðherra yrði að veruleika. Mynd úr brugghúsi Kalda á Árskógssandi.
Fjöldi brugghúsa um allt land gætu löglega hafið smásölu á bjór beint til gesta sinna ef frumvarp dómsmálaráðherra yrði að veruleika. Mynd úr brugghúsi Kalda á Árskógssandi.
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) leggst alfarið gegn stjórn­ar­frum­varpi Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra þess efnis að áfeng­is­fram­leið­endur fái að selja allt að 500 þús­und lítra af eigin bjór­fram­leiðslu í smá­sölu á fram­leiðslu­stað. ÁTVR telur að það hafi „al­var­leg og veru­lega nei­kvæð áhrif á lýð­heilsu þjóð­ar­inn­ar“ ef frum­varpið verði sam­þykkt á þingi.

„Verði fyr­ir­liggj­andi frum­varp að lögum verður opnað fyrir mark­aðslög­málin í smá­sölu áfengis með til­heyr­andi sam­keppni, sölu­hvötum og hagn­að­ar­drif­inni smá­sölu áfengra drykkja sem felur í sér grund­vallar stefnu­breyt­ingu og veru­legt frá­vik frá einka­leyfi ÁTVR. Aug­ljóst er að smá­sölu­stöðum áfengis hér á landi mun stór­fjölga verði frum­varpið að lög­um. Liggur beint við að neysla áfengis mun aukast með aug­ljósum nei­kvæðum sam­fé­lags­legum áhrif­um,“ segir í umsögn ÁTVR um frum­varp ráð­herra, sem lagt var fram í byrjun apr­íl.

Drykkirnir sem áfeng­is­fram­leið­endur mættu selja við­skipta­vinum sínum á fram­leiðslu­stað sam­kvæmt frum­varp­inu yrðu ein­ungis áfengt öl og má áfeng­is­pró­sentan í bjórnum að hámarki vera 12 pró­sent. Sam­bæri­legt frum­varp var einnig lagt fram á þingi í fyrra, þá af Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, en það varð ekki að lög­um.

Þá lagð­ist ÁTVR, rétt eins og nú, einnig hart á móti frum­varp­inu og ítrekar rík­is­vínsal­inn fyrri sjón­ar­mið sín nú og bætir við fleir­um. Að mati ÁTVR er það „aug­ljóst“ að ef þetta mál, eða þá annað fyr­ir­liggj­andi þing­mál, um vef­verslun með áfengi, verði sam­þykkt, muni það leiða til þess að einka­réttur ÁTVR á vín­sölu hér­lendis líði undir lok þar sem skil­yrði Evr­ópu­réttar fyrir einka­leyf­inu verði ekki lengur fyrir hendi.

„Hvort sem um vef­verslun með áfengi eða smá­sölu áfengis á fram­leiðslu­stað er að ræða þá er í báðum til­vikum lagðar til grund­vall­ar­breyt­ingar á þeirri áfeng­is­stefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í heila öld sem byggja á aug­ljósum lýð­heilsu- og sam­fé­lags­rökum sem er grund­völlur heim­ildar íslenska rík­is­ins til rekst­urs rík­is­einka­sölu sam­kvæmt sér­stakri yfir­lýs­ingu við EES-­samn­ing­inn. Horn­steinn áfeng­is­stefn­unnar hefur verið rekstur rík­is­einka­sölu með áfengi á smá­sölu­stigi. Að baki rík­is­einka­söl­unni býr sú stað­reynd að aukið aðgengi að áfengi leiðir til meiri áfeng­is­neyslu og þar með meiri sam­fé­lags­legs skaða. Um það vitnar reynsla margra þjóða,“ segir í umsögn ÁTVR, sem for­stjór­inn Ívar J. Arn­dal und­ir­rit­ar.

Auglýsing

Í umsögn ÁTVR segir hann valið standa á milli þess að „við­halda núver­andi fyr­ir­komu­lagi í áfeng­is­mál­um, sem gef­ist hefur vel og sett ísland á meðal fremstu þjóða í áfeng­is­vörnum og hefur stuðlað að minni áfeng­is­neyslu og betri lýð­heilsu og almanna­heill, eða leggja áfeng­is­stefn­una til hliðar og gefa smá­sölu áfengis alfarið frjálsa“ og segir að í þeim efnum verði „ekki bæði og sleppt og haldið eins og ÁTVR hefur bent á og rök­stutt i fyrri umsögnum um laga­frum­vörp á þessu svið­i“.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það sé til þess ætlað að gera smærri áfeng­is­fram­leið­endum kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað og er frum­varp­inu einkum ætlað að styðja við smærri brugg­hús á lands­byggð­inni. ÁTVR telur efni frum­varps­ins ekki í sam­ræmi við mark­miðin og að til­laga um sölu áfram­leiðslu­stað sé bæði „óskýr og alltof víð­tæk“.

ÁTVR telur að ýmis­legt í frum­varp­inu þarfn­ist frek­ari skoð­un­ar, eins og skil­grein­ing vöru sem und­an­þegin verði einka­söl­unni, magn áfeng­is­ins sem selja má á fram­leiðslu­stað og skil­grein­ing þeirra fram­leið­enda sem und­an­þág­unni er ætlað að ná yfir. Síð­ast­nefnda atriðið segir ÁTVR að þurfi að skoða til þess að „fyr­ir­byggja snið­göngu við heim­ild­ina“.

Í umsögn ÁTVR segir að hug­takið „fram­leiðslu­stað­ur“ sé ekki nægi­lega vel skil­greint í frum­varp­inu. ÁTVR segir að „fram­leiðslu­stað­ur“ gæti því allt eins verið „öld­ur­hús eða stór­mark­aður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu“ og segir í umsögn­inni að það sé einmitt þró­unin sem orðið hafi í Finn­landi, þar sem opnað hefur verið fyrir smá­sölu brugg­húsa með svip­uðum hætti og lagt er til í frum­varpi ráð­herra.

Kaup­endur þurfi að hlýða á fyr­ir­lestur um brugg­húsið

Í umsögn ÁTVR segir að í öðrum nor­rænum ríkjum hafi verið lögð áhersla á að sala brugg­húsa „beint frá býli“ verði að byggja á rök­semdum um efl­ingu ferða­manna­iðn­að­ar, þar sem áherslan sé á heim­sóknir ferða­manna og ann­arra á fram­leiðslu­stað­inn, en ekki smá­söl­una sjálfa.

ÁTVR bendir til dæmis á að í um 340 blað­síðna langri sænskri skýrslu um álita­mál tengd svip­aðri útfærslu þar í landi sé lagt til „að aðeins þeim ein­stak­lingum sem hafa farið í fræðslu­ferð um fram­leiðslu­stað­inn sem greitt hefur verið fyrir eða hlýtt á fyr­ir­lestur um fram­leiðsl­una verði heim­ilt að kaupa áfengi á fram­leiðslu­stað“.

Engin slík skil­yrði sé að finna í frum­varpi dóms­mála­ráð­herra, sem leiði til þess að hand­hafi leyfis til sölu á fram­leiðslu­stað megi selja öllum sem hafa náð áfeng­is­kaupa­aldri áfengi. „Aug­ljóst er að mik­ill meiri­hluti söl­unnar yrði til við­skipta­manna sem myndu koma á fram­leiðslu­stað­inn í þeim eina til­gangi að versla áfengi sem stæð­ist ekki kröfur EES-rétt­ar­ins til einka­leyfis ÁTVR eða reglur um bann við mis­mun­un,“ segir í umsögn ÁTVR.

Óút­fært hvaða aðili á að fylgj­ast með

Eins og áður var nefnt myndu brugg­hús fá heim­ild til þess að selja allt að 500 þús­und lítra af bjór á hverju ári til við­skipta­vina sinna ef frum­varp dóms­mála­ráð­herra yrði að lög­um.

Þegar málið var lagt fram á fyrra þingi var þessi und­an­þágu­heim­ild hin sama, og þá benti rík­is­skatt­stjóri á að ekk­ert væri kveðið á um það hvaða aðili ætti að sinna eft­ir­liti með því að brugg­hús seldu ekki fleiri en lítrana 500 þús­und sem þeim er heim­ilt að selja, né hver við­brögðin ættu að verða ef brugg­hús færu fram úr því hámarki.

„Frum­varpið nú er sama marki brennt,“ segir í umsögn frá rík­is­skatt­stjóra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent