Hafa brotið gegn dönskum lögum í 103 ár

369937.jpg
Auglýsing

Það er stundum sagt að á skjal­söfnum ríki friður og ró og tím­inn líði þar jafn­vel hægar en ann­ars stað­ar. Margir danskir krá­ar­eig­endur geta kannski tekið undir þetta eftir að þeim barst fyrir nokkru bréf frá danska rík­is­skjala­safn­inu. Í bréf­inu stóð að síðan árið 1912 hefðu krá­ar­eig­end­urnir brotið dönsk lög. Kór­ónu­lög­in. Og nú gengi það ekki leng­ur. „Niður með kór­ón­urn­ar“ sagði rík­is­skjala­safn­ið.

Máttu baka brauð, eima og brugga bjór og með leyfi kon­ungs



Á þrett­ándu, fjórt­ándu og fimmt­ándu öld fengu margar krár í Dan­mörku sér­stakt  kon­ung­legt leyfi til að baka brauð, eima áfengi og brugga bjór ásamt því að bjóða uppá gist­ingu. Þessar krár stóðu yfir­leitt við helstu vegi í land­inu og til­gang­ur­inn var að tryggja að ferða­langar gætu fengið gist­ingu og mat á ferðum sín­um.

­Reglur um starf­semi veit­inga-og gisti­staða eru gjör­breyttar frá því sem áður var en hinir kon­ung­legu krá­ar­eig­endur hafa haldið fast í notkun kór­ón­unnar gegnum árin. Eng­inn hefur amast við þessu fyrr en nú.

 

Auglýsing

Krá­ar­eig­end­ur, sem fengu þessi kon­ung­legu leyfi, máttu aug­lýsa utandyra og innan að kráin hefði áður­nefnd kon­ung­leg for­rétt­indi og auk þess máttu þeir líka láta gera kór­ónu­eft­ir­lík­ingar og hengja upp utandyra. Margir létu líka prenta kór­ónu ásamt nafni krá­ar­innar á serví­ett­ur, bréfs­efni, bjór­glös, diska og jafn­vel hnífa­pör. Áður fyrr var það tal­inn ákveð­inn gæða­stimp­ill að skarta slíku kon­ung­legu leyfi, þá var ekki búið að finna upp stjörnu­gjöf í dag­blöðum og franski hjóla­barða­fram­leið­and­inn Michelin ekki orð­inn yfir­dóm­ari í mat­ar­gerð­ar­list­inni. Reglur um starf­semi veit­inga-og gisti­staða eru gjör­breyttar frá því sem áður var en hinir kon­ung­legu krá­ar­eig­endur hafa haldið fast í notkun kór­ón­unnar gegnum árin. Eng­inn hefur amast við þessu fyrr en nú.

Rögg­sami deild­ar­stjór­inn skrifar bréf



Fyrir rúmum þremur árum kom til starfa nýr deild­ar­stjóri á danska rík­is­skjala­safn­inu. Rögg­samur maður sem rak fljót­lega augun í að árið 1912 hefðu verið sett lög sem bönn­uðu, öðrum en útvöld­um, að skreyta sig með „kongekronen“ og að þeim sem not­uðu slíkar skreyt­ingar bæri að fjar­lægja þær. Sá rögg­sami sá engin merki þess að reynt hefði verið að fram­fylgja lög­unum og ákvað að nú yrði þar breyt­ing á.

Hann komst fljót­lega yfir lista yfir þær krár sem fengið höfðu kór­ónu­leyf­ið, þær reynd­ust flestar enn við lýði og fengu seint á árinu 2013 bréf frá rík­is­skjala­safn­inu þar sem þeim var bent á þetta langvar­andi lög­brot sem nú yrði ekki umborið leng­ur. „Niður með kór­ón­urnar nú þeg­ar“ sagði í bréfi deild­ar­stjór­ans. Hann benti jafn­framt á að kránum væri heim­ilt að skreyta sig með svo­kall­aðri opinni kór­ónu.

Korona Sam­kvæmt dönskum lögum er óheim­ilt að nota svo­kall­aðar „lok­að­ar“ kór­ónur til mark­aðs­setn­ing­ar. Myndin hér að ofan er dæmi um slíka kór­ón­u.

 

Héldu að bréfið væri grín



Þegar krá­ar­eig­endur fengu bréfið frá rík­is­skjala­safn­inu haustið 2013 héldu margir þeirra að þetta væri grín eða að það hefði verið sent fyrir mis­skiln­ing. Þeir komust hins vegar fljót­lega að því að á skjala­safn­inu voru menn ekki að spauga því annað bréf fylgdi fljót­lega í kjöl­far­ið. Þar var erindið ítrekað og óskað svara við því hvenær við­kom­andi hygð­ist fjar­lægja kór­ón­urn­ar. Ef ekki yrði brugð­ist við erind­inu myndi rík­is­skjala­safnið grípa til aðgerða.

Í bréf­inu frá safn­inu kom fram að fjöl­skylda drottn­ingar hefði farið fram á að kór­ón­urnar yrðu fjar­lægð­ar.  Krá­ar­eig­endur eru ekki trú­aðir á það og segj­ast vissir um að þetta sé einka­fram­tak hins rögg­sama deild­ar­stjóra.  Síð­ast­liðið haust kom svo enn eitt bréfið frá deild­ar­stjór­anum og gef­inn frestur til ára­móta, ella yrði gripið til „við­eig­andi ráð­staf­ana“ án þess að það væri nánar útskýrt.

Krá­ar­eig­endur ætla að flýta sér hægt, mjög hægt



Einn krá­ar­eig­andi svar­aði strax og sagði að kór­ón­urnar á sínu húsi hefðu verið settar upp árið 1682 og þær yrðu ekki fjar­lægð­ar­. Annar sagði að nú tæki hann sér eina öld í að hugsa mál­ið, það væri jafn langur tími og rík­is­skjala­safnið hefði þurft til að kom­a ­skip­un­unum til krá­ar­eig­end­anna. „Ég leigi ekki stiga á morg­un.“

Sá þriðji sagði að þótt her­inn kæmi á skrið­drekum og orustu­þotum dytti sér ekki í hug að fjar­lægja kór­ón­urn­ar. Margir aðrir krá­ar­eig­endur hafa talað á svip­uðum nótum og eng­inn sem hefur tjáð sig ætlar að hlíta fyr­ir­mælum rík­is­skjala­safns­ins.

Margir þing­menn hafa tjáð sig um kór­ón­u­mál­ið. Þeir eru allir undr­andi á fram­göngu rík­is­skjala­safns­ins og hafa sagt að þetta virðu­lega og mik­il­væga safn hljóti að hafa brýnni verk­efnum að sinna, hvað svo sem lögin segi. Auk þess leiki vafi á hvort safn­inu sé stætt á þess­ari kröfu sem aldrei fyrr hafi verið sett fram, þarna hafi ein­fald­lega skap­ast hefð­ar­rétt­ur. Einn þing­maður benti líka á að flestar þess­ara kráa væru frið­aðar og það bryti í bága við lög að breyta þar nokkru. „Ætlar rík­is­skjala­safnið að brjóta lög til að fram­fylgja öðrum lög­um?“ spurði þessi þing­mað­ur.

Óljóst um fram­haldið



Á þess­ari stundu veit eng­inn hvert fram­haldið verð­ur.  Danskir fjöl­miðlar fylgj­ast grannt með og glöggt má sjá að þeir skemmta sér vel yfir fram­göngu deild­ar­stjór­ans hjá rík­is­skjalsafn­inu. Fjöl­miðl­arnir hafa líka velt því fyrir sér hvort rík­is­skjala­safnið sé ein­hvers konar yfir­vald sem vald til að skipa fyrir um skilti og merk­ing­ar. „Ef safnið telur að lög hafi verið brotin hlýtur að að þurfa að kæra mál­ið,“ sagði einn þing­maður „það kallar á flókin mála­ferli og hver hefur áhuga fyrir því.“ „Starfs­menn rík­is­skjalsafns­ins geta skrifað eins og þeim sýn­ist en þeim væri kannski nær að reyna að sjá til þess að verð­mæt skjöl hverfi ekki úr safn­inu“ (Þarna vísar þing­mað­ur­inn til þess að nýlega kom í ljós að hund­ruð verð­mætra skjala finn­ast ekki í safn­inu og talið að þeim hafi verið stolið).

Blaða­maður Jót­land­s­pósts­ins mælti senni­lega fyrir munn margra Dana  þegar hann dró saman kjarna máls­ins í tveimur orð­um: „Typisk pap­irn­uss­er­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None