Hafa brotið gegn dönskum lögum í 103 ár

369937.jpg
Auglýsing

Það er stundum sagt að á skjal­söfnum ríki friður og ró og tím­inn líði þar jafn­vel hægar en ann­ars stað­ar. Margir danskir krá­ar­eig­endur geta kannski tekið undir þetta eftir að þeim barst fyrir nokkru bréf frá danska rík­is­skjala­safn­inu. Í bréf­inu stóð að síðan árið 1912 hefðu krá­ar­eig­end­urnir brotið dönsk lög. Kór­ónu­lög­in. Og nú gengi það ekki leng­ur. „Niður með kór­ón­urn­ar“ sagði rík­is­skjala­safn­ið.

Máttu baka brauð, eima og brugga bjór og með leyfi kon­ungsÁ þrett­ándu, fjórt­ándu og fimmt­ándu öld fengu margar krár í Dan­mörku sér­stakt  kon­ung­legt leyfi til að baka brauð, eima áfengi og brugga bjór ásamt því að bjóða uppá gist­ingu. Þessar krár stóðu yfir­leitt við helstu vegi í land­inu og til­gang­ur­inn var að tryggja að ferða­langar gætu fengið gist­ingu og mat á ferðum sín­um.

­Reglur um starf­semi veit­inga-og gisti­staða eru gjör­breyttar frá því sem áður var en hinir kon­ung­legu krá­ar­eig­endur hafa haldið fast í notkun kór­ón­unnar gegnum árin. Eng­inn hefur amast við þessu fyrr en nú.

 

Auglýsing

Krá­ar­eig­end­ur, sem fengu þessi kon­ung­legu leyfi, máttu aug­lýsa utandyra og innan að kráin hefði áður­nefnd kon­ung­leg for­rétt­indi og auk þess máttu þeir líka láta gera kór­ónu­eft­ir­lík­ingar og hengja upp utandyra. Margir létu líka prenta kór­ónu ásamt nafni krá­ar­innar á serví­ett­ur, bréfs­efni, bjór­glös, diska og jafn­vel hnífa­pör. Áður fyrr var það tal­inn ákveð­inn gæða­stimp­ill að skarta slíku kon­ung­legu leyfi, þá var ekki búið að finna upp stjörnu­gjöf í dag­blöðum og franski hjóla­barða­fram­leið­and­inn Michelin ekki orð­inn yfir­dóm­ari í mat­ar­gerð­ar­list­inni. Reglur um starf­semi veit­inga-og gisti­staða eru gjör­breyttar frá því sem áður var en hinir kon­ung­legu krá­ar­eig­endur hafa haldið fast í notkun kór­ón­unnar gegnum árin. Eng­inn hefur amast við þessu fyrr en nú.

Rögg­sami deild­ar­stjór­inn skrifar bréfFyrir rúmum þremur árum kom til starfa nýr deild­ar­stjóri á danska rík­is­skjala­safn­inu. Rögg­samur maður sem rak fljót­lega augun í að árið 1912 hefðu verið sett lög sem bönn­uðu, öðrum en útvöld­um, að skreyta sig með „kongekronen“ og að þeim sem not­uðu slíkar skreyt­ingar bæri að fjar­lægja þær. Sá rögg­sami sá engin merki þess að reynt hefði verið að fram­fylgja lög­unum og ákvað að nú yrði þar breyt­ing á.

Hann komst fljót­lega yfir lista yfir þær krár sem fengið höfðu kór­ónu­leyf­ið, þær reynd­ust flestar enn við lýði og fengu seint á árinu 2013 bréf frá rík­is­skjala­safn­inu þar sem þeim var bent á þetta langvar­andi lög­brot sem nú yrði ekki umborið leng­ur. „Niður með kór­ón­urnar nú þeg­ar“ sagði í bréfi deild­ar­stjór­ans. Hann benti jafn­framt á að kránum væri heim­ilt að skreyta sig með svo­kall­aðri opinni kór­ónu.

Korona Sam­kvæmt dönskum lögum er óheim­ilt að nota svo­kall­aðar „lok­að­ar“ kór­ónur til mark­aðs­setn­ing­ar. Myndin hér að ofan er dæmi um slíka kór­ón­u.

 

Héldu að bréfið væri grínÞegar krá­ar­eig­endur fengu bréfið frá rík­is­skjala­safn­inu haustið 2013 héldu margir þeirra að þetta væri grín eða að það hefði verið sent fyrir mis­skiln­ing. Þeir komust hins vegar fljót­lega að því að á skjala­safn­inu voru menn ekki að spauga því annað bréf fylgdi fljót­lega í kjöl­far­ið. Þar var erindið ítrekað og óskað svara við því hvenær við­kom­andi hygð­ist fjar­lægja kór­ón­urn­ar. Ef ekki yrði brugð­ist við erind­inu myndi rík­is­skjala­safnið grípa til aðgerða.

Í bréf­inu frá safn­inu kom fram að fjöl­skylda drottn­ingar hefði farið fram á að kór­ón­urnar yrðu fjar­lægð­ar.  Krá­ar­eig­endur eru ekki trú­aðir á það og segj­ast vissir um að þetta sé einka­fram­tak hins rögg­sama deild­ar­stjóra.  Síð­ast­liðið haust kom svo enn eitt bréfið frá deild­ar­stjór­anum og gef­inn frestur til ára­móta, ella yrði gripið til „við­eig­andi ráð­staf­ana“ án þess að það væri nánar útskýrt.

Krá­ar­eig­endur ætla að flýta sér hægt, mjög hægtEinn krá­ar­eig­andi svar­aði strax og sagði að kór­ón­urnar á sínu húsi hefðu verið settar upp árið 1682 og þær yrðu ekki fjar­lægð­ar­. Annar sagði að nú tæki hann sér eina öld í að hugsa mál­ið, það væri jafn langur tími og rík­is­skjala­safnið hefði þurft til að kom­a ­skip­un­unum til krá­ar­eig­end­anna. „Ég leigi ekki stiga á morg­un.“

Sá þriðji sagði að þótt her­inn kæmi á skrið­drekum og orustu­þotum dytti sér ekki í hug að fjar­lægja kór­ón­urn­ar. Margir aðrir krá­ar­eig­endur hafa talað á svip­uðum nótum og eng­inn sem hefur tjáð sig ætlar að hlíta fyr­ir­mælum rík­is­skjala­safns­ins.

Margir þing­menn hafa tjáð sig um kór­ón­u­mál­ið. Þeir eru allir undr­andi á fram­göngu rík­is­skjala­safns­ins og hafa sagt að þetta virðu­lega og mik­il­væga safn hljóti að hafa brýnni verk­efnum að sinna, hvað svo sem lögin segi. Auk þess leiki vafi á hvort safn­inu sé stætt á þess­ari kröfu sem aldrei fyrr hafi verið sett fram, þarna hafi ein­fald­lega skap­ast hefð­ar­rétt­ur. Einn þing­maður benti líka á að flestar þess­ara kráa væru frið­aðar og það bryti í bága við lög að breyta þar nokkru. „Ætlar rík­is­skjala­safnið að brjóta lög til að fram­fylgja öðrum lög­um?“ spurði þessi þing­mað­ur.

Óljóst um fram­haldiðÁ þess­ari stundu veit eng­inn hvert fram­haldið verð­ur.  Danskir fjöl­miðlar fylgj­ast grannt með og glöggt má sjá að þeir skemmta sér vel yfir fram­göngu deild­ar­stjór­ans hjá rík­is­skjalsafn­inu. Fjöl­miðl­arnir hafa líka velt því fyrir sér hvort rík­is­skjala­safnið sé ein­hvers konar yfir­vald sem vald til að skipa fyrir um skilti og merk­ing­ar. „Ef safnið telur að lög hafi verið brotin hlýtur að að þurfa að kæra mál­ið,“ sagði einn þing­maður „það kallar á flókin mála­ferli og hver hefur áhuga fyrir því.“ „Starfs­menn rík­is­skjalsafns­ins geta skrifað eins og þeim sýn­ist en þeim væri kannski nær að reyna að sjá til þess að verð­mæt skjöl hverfi ekki úr safn­inu“ (Þarna vísar þing­mað­ur­inn til þess að nýlega kom í ljós að hund­ruð verð­mætra skjala finn­ast ekki í safn­inu og talið að þeim hafi verið stolið).

Blaða­maður Jót­land­s­pósts­ins mælti senni­lega fyrir munn margra Dana  þegar hann dró saman kjarna máls­ins í tveimur orð­um: „Typisk pap­irn­uss­er­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None