Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar

Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.

Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Um síð­ustu helgi var stjórn­ar­frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lögum sam­þykkt. Í lög­unum segir meðal ann­ars að stefnt skuli að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði ekki undir 1.000 manns. Það er talið hafa í för með sér mikla hag­ræð­ingu í rekstri minni sveit­ar­fé­laga og að þau verði betur í stakk búin til að sinna lög­bund­inni grunn­þjón­ustu í kjöl­far­ið.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er fjallað um hag­ræn áhrif fækk­unar sveit­ar­fé­laga. „Sam­kvæmt grein­ing­unni er áætlað að hag­ræn áhrif kunni að verða 3,6–5 millj­arðar kr. vegna breyttra áherslna við rekstur sveit­ar­fé­laga. Þannig kann mögu­legur sparn­aður sem verður í rekstri stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga að verða nýttur til að auka þjón­ustu­stig við íbúa sveit­ar­fé­laga,“ segir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

„Við höfum nú náð sam­stöðu um að stefnt skuli að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði 1.000 manns. Það er nú í höndum sveit­ar­fé­laga hvernig þau geti best náð því mark­miði og hafi styrk til að sinna lög­bund­inni grunn­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög hafa sýnt frum­kvæði og víða um land er sam­ein­ingum ýmist lokið eða þær verið sam­þykkt­ar. Ann­ars staðar eru við­ræður í gang­i,“ er haft eftir Sig­urði Inga í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Gengið mun skemur en til stóð

Fyrsta grein nýsam­þykkts laga­breyt­inga­frum­varps fjallar um lág­mark­s­í­búa­fjölda. Þar segir að stefnt skuli að því að íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði ekki undir 1.000. Sé íbúa­fjöld­inn undir þeim við­miðum við almennar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar skal sveit­ar­stjórn þess, innan árs frá kosn­ing­um, leit­ast við að ná mark­miðum um lág­mark­s­í­búa­fjölda með því að hefja form­legar sam­ein­ing­ar­við­ræður á grund­velli 119. greinar sveit­ar­stjórn­ar­laga, sem fjallar um sam­ein­ing­ar, eða að vinna álit um stöðu sveit­ar­fé­lags­ins, getu þess til að sinna lög­bundnum verk­efnum og um þau tæki­færi sem fel­ast í mögu­legum kostum sam­ein­ingar sveit­ar­fé­lags­ins við annað eða önnur sveit­ar­fé­lög.

Sé slíkt álit unnið skal það svo sent sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti og það kynnt íbú­um. Sveit­ar­stjórn tekur svo end­an­lega ákvörðun um það hvort hefja eigi samn­inga­við­ræður um sam­ein­ingu. Ákveði sveit­ar­stjórn að gera það ekki geta tíu pró­sent þeirra sem eiga kosn­inga­rétt í sveit­ar­fé­lag­inu óskað eftir almennri atkvæða­greiðslu og skal nið­ur­staða hennar vera bind­andi.

Til stóð að ganga mun lengra til að ná fram mark­miði um lág­mark­s­í­búa­fjölda. Þegar frum­varp Sig­urðar Inga var lagt fram var lagt til að ráð­herra ætti að hafa frum­kvæði að því að sam­eina sveit­ar­fé­lög. „Nú hefur íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­lags verið lægri en sem greinir í 1. mgr. [1.000 íbú­ar] í þrjú ár sam­fleytt og skal þá ráð­herra eiga frum­kvæði að því að sam­eina það öðru eða öðrum nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um,“ segir í upp­haf­legri mynd frum­varps­ins. Í þess­ari mynd frum­varps­ins var ráð­herra heim­ilt að veita sveit­ar­fé­lögum fjög­urra ára und­an­þágu frá þess­ari reglu að feng­inni umsögn ráð­gjaf­ar­nefnd­ar.

Í takt við til­lögu starfs­hóps minni sveit­ar­fé­laga

Fjöldi smærri sveit­ar­fé­laga sendi inn umsagnir við frum­varpið þar sem lög­fest­ing 1.000 íbúa lág­marks var mót­mælt. Var fyr­ir­huguð breyt­ing meðal ann­ars kölluð lög­þvingun og breyt­ingin sögð stang­ast á við sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti íbúa smærri sveit­ar­fé­laga.

Vel á annan tug smærri sveit­ar­fé­laga greindi frá stuðn­ingi við til­lögu starfs­hóps minni sveit­ar­fé­laga í sínum umsögn­um. End­an­leg nið­ur­staða um mark­mið um lág­mark­s­í­búa­fjölda er nokkuð svipuð til­lögu starfs­hóps­ins, með nokkrum breyt­ingum þó. Til að mynda er gert ráð fyrir að sveit­ar­stjórn skuli ræða sam­ein­ingu innan við sex mán­uðum eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í stað árs og að 15 pró­sent kjós­enda geti knúið fram kosn­ingu um sam­ein­ingu í stað tíu pró­senta í til­lögum starfs­hóps­ins.

Í grein­ar­gerð sem fylgdi til­lög­unni segir að það sé ekki ein­ungis tala íbúa sem ráði því hversu vel sveit­ar­fé­lög geti sinnt lög­bund­inni þjón­ustu. „Burðir sveit­ar­fé­laga til þjón­ustu, mögu­leikar til efl­ingar og þró­unar eru ekki bundnir við íbúa­fjölda nema öðrum þræði, en land­fræði­legir þættir og lega t.d. m.t.t. sam­gangna og vega­lengda, hefur þar einnig vægi svo og inn­við­ir.“

Þar segir einnig að það ætti alltaf að vera í höndum sveit­ar­fé­lag­anna sjálfra og íbúa þeirra að ráða för þegar sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga eru ann­ars veg­ar. „Sveit­ar­fé­lög og íbúar þeirra ættu alltaf að hafa síð­asta orðið um örlög sveit­ar­fé­laga og mögu­leika til sam­ein­ing­ar, það verður öllum til heilla. Enda í bestu sam­ræmi við gild­andi lög, Evr­ópu­ráðs­samn­ing um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sveit­ar­fé­laga og stjórn­ar­skrá lands­ins.“

Varð­andi lág­mark­s­í­búa­fjölda var umsögn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga sam­bæri­leg þeirri frá starfs­hópi minni sveit­ar­fé­laga. Í umsögn­inni var lagt til að stefnt yrði að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi hvers sveit­ar­fé­lags yrði 1.000 án þess að bein­línis lög­festa lág­mark­ið. Í umsögn­inni var orða­lag til­lög­unnar sagt „vísa betur til mark­miða þings­á­lykt­unar um stefnu í mál­efnum sveit­ar­fé­laga um að ekk­ert sveit­ar­fé­lag hafi færri en 1.000 íbúa heldur en orða­lag í vinnu­skjal­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent