Hallar á íbúa landsbyggðar í skipunum ráðherra í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð

Í hópi þeirra sem skipaðir eru á vegum ráðuneyta og stofnana þeirra í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð er hlutfall höfuðborgarbúa um og yfir 90 prósent hjá fjórum ráðuneytum. Minnst hallar á íbúa landsbyggðar í skipunum á vegum matvælaráðuneytis.

Frá fyrsta ríkisráðsfundi núverandi ríkisstjórnar sem haldinn var í lok nóvember í fyrra.
Frá fyrsta ríkisráðsfundi núverandi ríkisstjórnar sem haldinn var í lok nóvember í fyrra.
Auglýsing

80 pró­sent skip­ana á vegum ráðu­neyta og stofn­ana þeirra í stjórn­ir, starfs­hópa, nefndir og ráð falla í skaut íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hlut­fallið er um 90 pró­sent hjá nokkrum ráðu­neyt­um. Til sam­an­burðar þá búa 64 pró­sent íbúa lands­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Því velj­ast hlut­falls­lega fleiri til setu í stjórn­um, starfs­hópum nefndum og ráðum af höf­uð­borg­ar­svæð­inu en af lands­byggð­inni.

Í mars sendi Hilda Jana Gísla­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar, fyr­ir­spurn til allra ráð­herra þar sem spurt var: „Hvernig skipt­ist búseta þeirra sem skipuð hafa verið í stjórn­ir, starfs­hópa, nefnd­ir, ráð o.þ.h. á vegum ráðu­neyt­is­ins og stofn­ana þess eftir sveit­ar­fé­lög­um?“ Þess ber að geta að grein­ing Kjarn­ans á svör­unum ná til átta svara af tólf. Níu ráð­herrar hafa svarað fyr­ir­spurn­inni en skila­frestur svara við skrif­legum fyr­ir­spurnum er 15 virkir dagar og þar af leið­andi lið­inn. Þar að auki er svar heil­brigð­is­ráð­herra ekki aðgengi­legt á vef Alþingis þrátt fyrir að þing­skjali með svar­inu hafi verið útbýtt 16. þessa mán­að­ar. Svarið fékkst ekki frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu þegar eftir því var leit­að.

Auglýsing

Hlut­fall höf­uð­borg­ar­búa fer hæst í 93 pró­sent

Þetta hlut­fall er hæst í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar, dóms­mála­ráð­herra, eru 124 ein­stak­lingar skip­aðir í stjórn­ir, starfs­hópa, nefndir og ráð á vegum dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og stofn­ana þess. Af þeim búa 115 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða 93 pró­sent. Nokkur ráðu­neyti fylgja fast á hæla dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins þegar horft er til skip­ana með til­liti til búsetu.

Hlut­fall höf­uð­borg­ar­búa er 90 pró­sent í skip­unum á vegum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, og á vegum háskóla- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is. Hlut­fallið er rétt undir 90 pró­sentum hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem og í skip­unum á vegum félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins.

…og lægst í 63 pró­sent

Lands­byggðin á hlut­falls­lega flesta full­trúa í skip­unum á vegum mat­væla­ráðu­neyt­is­ins. Sam­kvæmt svari Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, mat­væla­ráð­herra, búa 114 af 307 þeirra sem skipað hefur verið í stjórn­ir, starfs­hópa, nefndir og ráð á vegum ráðu­neyt­is­ins úti á landi. Hlut­fall höf­uð­borg­ar­búa í skip­unum á vegum ráðu­neyt­is­ins er því 63 pró­sent. Það ráðu­neyti sem kemst næst mat­væla­ráðu­neyt­inu í skipun lands­byggð­ar­fólks er umhverf­is- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið, þar er hlut­fall skip­aðra höf­uð­borg­ar­búa 68 pró­sent.

Í hópi þeirra sem sitja í stjórn­um, starfs­hóp­um, nefndum og ráðum á vegum ráðu­neyta og stofn­anna þeirra er einnig fólk sem býr erlend­is, að mjög litlum hluta þó. Mat­væla­ráð­herra hefur skipað einn ein­stak­ling sem býr í Nor­egi og það sama hefur for­sæt­is­ráð­herra gert. For­sæt­is­ráð­herra hefur einnig skipað tvo ein­stak­linga sem búa í Dan­mörku og einn ein­stak­ling sem býr í Sví­þjóð í stjórn­ir, starfs­hópa, nefndir og ráð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent