Hanna Birna bað Stefán afsökunar, hefði ekki átt að hafa nein samskipti

nefdarfundur_1024.png
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, segir að hún hefði „ekki átt að eiga í nokkrum sam­skiptum við“ Stefán Eiríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á meðan á leka­mál­inu stóð. Hún við­ur­kennir það í bréfi sem hún send­i ­um­boðs­manni Alþingis þann 8. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Hún hefur rætt við Stefán og beðið hann afsök­unar á sam­skiptum þeirra á milli og fram­göngu sinni í þeim.

Hanna Birna segir að sam­skipti hennar hafi ekki sam­rýmst „nægi­lega“ hinni óskráðu hæf­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar, og hún við­ur­kennir nú lýs­ingu Stef­áns á sam­skiptum þeirra á milli. „Mér er einnig ljóst að þessi sam­skipti voru ekki að öllu leyti rétt­mæt af mér gagn­vart lög­reglu­stjór­an­um.“

Auglýsing

„Það voru mis­tök af minni hálfu að eiga sam­skipti við lög­reglu­stjór­ann vegna rann­sókn­ar­innar meðan hún stóð yfir. [...] Ég sé nú að sam­skipti okkar voru hvorki fylli­lega sam­rým­an­leg stöðu minni sem yfir­stjórn­anda lög­reglu­mála né því að lög­reglu­stjór­inn var for­stöðu­maður þess emb­ættis sem vann að rann­sókn­inn­i,“ segir Hanna Birna í bréf­inu.

Umboðs­maður Alþingis er nú á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis og sagði þar að málið hefði breyst eftir þetta nýjasta bréf Hönnu Birnu.

Sagð­ist ekki hafa farið yfir strikiðÞetta er mikil breyt­ing á afstöðu Hönnu Birnu til máls­ins. Eftir að DV birti frétt­ina um sam­skipti Hönnu Birnu við Stef­án, þann 29. júlí sagði hún­: „Ég hafna með öllu stór­yrtum og ósönnum full­yrð­ingum DV vegna þessa máls.  Likt og komið hefur fram í dag bæði hjá mér og lög­reglu­stjóra á ég enga aðkomu að ákvörðun hans um að skipta um starfs­vett­vang og hef hvorki beitt hann þrýst­ingi eða haft óeðli­leg afskipti af ein­stökum málum sem eru eða hafa verið til með­ferðar hjá lög­reglu. I því máli sem hér er til umræður hef ég og allir starfs­menn ráðu­neyt­is­ins sýnt fullan sam­starfsvilja við rann­sókn máls­ins á öllum stigum enda hefur málið verið rann­sakað ítar­lega.  Líkt og komið hefur fram liggur nið­ur­staða ekki enn fyrir og mun ég þangað til ekki tjá mig frekar um mál­ið.“

Í Kast­ljós­við­tali í ágúst síð­ast­liðnum sagð­ist hún hvorki hafa reynt að hafa áhrif á rann­sókn lög­reglu á leka­mál­inu né hafi hún farið yfir strikið í sam­skiptum sínum við Stef­án.

Hanna Birna sagði þá rangt að í bréfi umboðs­manns Alþingis hafi verið lýst afskiptum ráð­herra og ann­arra af rann­sókn lög­reglu á leka­mál­inu. Þar hafi ein­ungis verið lýst sam­skiptum hennar og lög­reglu­stjóra sem væri nauð­syn­legt að þau ættu vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

„Ég skil­greini það algjör­lega þannig að ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rann­sókn­ina. Enda hefur Stefán sagt það að rann­sóknin hafi gengið eðli­lega fyrir sig. Það hefur rík­is­sak­sókn­ari líka sagt þegar hún ákveður að ákæra í mál­inu. Henni hefði verið í lófa lagið ef hún teldi rann­sókn­ina ekki full­nægj­andi að vísa henni aftur til lög­regl­unn­ar," sagði Hanna Birna í Kast­ljósi þá.

 

Þessi frétt er í vinnslu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólöf Ýrr Atladóttir
VIðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma
Kjarninn 3. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið
Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.
Kjarninn 3. apríl 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Gleðifréttir: Fyrsti sjúklingurinn sem var í öndunarvél á gjörgæslu útskrifaður
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
Kjarninn 3. apríl 2020
Samkomubann framlengt til 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.
Kjarninn 3. apríl 2020
Dagur Hjartarson
Andað á ofurlaunum
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19
Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.
Kjarninn 3. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Birtu Rán Björgvinsdóttur
Kjarninn 3. apríl 2020
Ferðamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir á Reykjavík undanfarin ár. Nú eru þeir vart sjáanlegir í höfuðborginni.
Tekjur hótela í Reykjavík drógust saman um 98 prósent í lok mars
Í marsmánuði 2019 var herbergjanýting á hótelum í höfuðborg Íslands 82 prósent. Í síðustu viku marsmánaðar 2020 var hún 2,1 prósent.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None