Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kom ítrekað á framfæri gagnrýni sinni á rannsókn lögreglu á lekamálinu svokallaða við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á meðan að rannsókn málsins stóð yfir. Á meðal þess sem Hanna Birna sagði við Stefán var að „þegar þessu mái yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Þetta kemur fram í 23 blaðsíðna bréfi umboðsmanns Alþingis til Hönnu Birni sem sent var í gær. Í bréfinu er samtal Umboðsmanns við Stefán vegna afskipta Hönnu Birnu af störfum lögreglu í lekamálinu rakið.
Bréf Umboðsmanns Alþingis má lesa í heild sinni hér.
Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?
Í samtali sínu við umboðsmann rekur Stefán að hann telji sér skylt að svara spurningum hans um samskipti sín við Hönnu Birnu þrátt fyrir að hann telji að trúnaður sé á samskiptunum. Þetta geri hann með hliðsjón af lögum um umboðsmann Alþingis.
Hér að neðan eru ýmis brot úr svörum Stefáns líkt og þau birtast í bréfi umboðsmanns.
„Í máli L [Stéfán Eiríksson] kom fram að í samtölum hans við yður [Hönnu Birnu Kristjánsdóttur] og aðstoðarmanninn, bæði í síma og síðan á fundi eða fundum í ráðuneytinu í jánúar sl., hefði komið fram að þér væruð mjög ósáttar og gerðar hefðu verið athugasemdir vegna þess að lögreglan hefði ekki upplýst yður um að kæra væri komi fram og gerðar hefðu verið athugasemdir við þá framgöngu yfirlögregluþjónsins að upplýsa um þetta í fjölmiðlum."
Eftir að rannsókn er hafinn halda athugasemdir ráðherra áfram. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn.“ L segir að fyrst og fremst hafið þér sett fram spurningar til hans og þá af hverju væri verið að gera þetta og að þetta setti yður í alls kyns vanda gagnvart ríkisstjórninni. L heldur áfram: „Í einu orðin sagði hún: Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang aðþessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“
Upplifði það að hún hefði farið yfir strikið
„Eins og fram kemur í bréfi yðar [Hönnu Birnu] frá 15. ágúst sl. áttuð þér fund með L [Stefáni] 18. mars sl. L segist ekki muna hvert tilefni þess fundat hafi verið eða hvað hafi nákvæmlega verið rætt þar, en hann tók síðan fram að „...þetta mál hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti. Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, maí ... einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmis þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt?“. Og ég hringi þá bara til baka og þá er hún með ýmsar spurningar. Og það kom iðulega upp, annaðhvort í tengslum við einhverjar rannsóknaraðgerðir lögreglu – einhverju sinni var gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mætti í raðuneytið án þess að gera boð á undan sér – en svo var þetta mikið í tengslum við það þegar dómur Hæstaréttar birtist í málinu, í bæði fyrra og seinna skiptið.
Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég tek bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi – það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum. Og ég held að hún hafi upplifað það þannig að hún hafi farið yfir strikið, já, a.m.k. faglega og líklega bara svona í persónulegum samskiptum, og viljað einhern veginn slétta það út. Við áttum þarna örugglega klukkutímafund í ráðuneytinu þar sem ég var svo eiginlega að svara sömu spurningum og gjarnan áður í tengslum við þetta.“
Sagði ríkissaksóknara frá hótunum ráðherra
„Lögreglustjórinn segist hafa velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. Þess vegna hafi hann haft samband við ríkissaksóknara og gert gonum grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri of ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfræri við ríkissaksóknara, að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu mái yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“
Þrýsti á að rannsókninni færi að ljúka
„Lögreglustjórinn segir að athugasemdir yðar haf einnig lotið að því að máið gengi allt of hægt fyrir sig og þér hafið viljað að því færi að ljúka „...hún setti okkur ekkert í alveg þægilega stöðu með sínum athugasemdum um framgang málsins til þess raunverulega að ýta á eftir því.“ Nánar aðspurður um þetta atriði sagði Lögreglustjórinn: „... Það sem setti mig í svolitla klemmu, finnst mér, í tengslum við þetta allt saman er að sá sem er að gera athugasemdirnar er yfirmaður lögreglumála í landinu og fullyrti í öðru hverju orði í öllum þessum samtölum að hún væri ekki að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins en gagnrýndi að þetta gengi allt og hægt fyrir sig. Það setti okkur í svolítið erfiða stöðu að vera að reyna að hraða henni sésrstaklega út af þessum óskum.“
"Dágóð gusa af gagnrýni"
Hanna Birna gerði mjög nákvæmar athugasemdir, að sögn Stefáns, við einstaka þætti í rannsókn málsins. Hún gerði meðal annars athugasemd við að lögreglan hafi viljað taka viðbótarskýrslu af öðrum astoðarmanni hennar. Í svörum Stefáns segir : „Þá fljótlega fæ ég símtöl og athugasemdir frá ráðherra við það að þetta sé algjörlega ómögulegt, hann eigi ekki að þurfa að sæta því að sitja undir þvi heila helgi að vera boðaður til yfirheyrslu þannig að við reyndum að flýta þessu eins og hægt var og boðuðum hann til yfirheyrslu á laugardegi[...]
Stefán segist hafa litið svo á að hann hafi ekki getað óskað eftir fundum með ráðherra eða einstökum stafsmönnum ráðuneytis hennar á meðan að rannsókn málsins stóð yfir út af öðrum aðkallandi málum, eins og fjármálum eða húsnæðismálum. Hann segist margoft hafa lýst því yfir við ráðherra að staðan hafi verið „algjörlega ómöguleg“.
Samkvæmt Stefáni tók Hanna Birna það margoft fram í samskiptum sínum við hann að hún væri ekki að skipta sér að rannsókninni „en svo kom svona dágóð gusa af gagnrýni í framhaldinu."