Hanna Birna hótaði lögreglu og ríkissaksóknara rannsókn

hannabirna.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra kom ítrekað á fram­færi gagn­rýni sinni á rann­sókn lög­reglu á leka­mál­inu svo­kall­aða við Stefán Eiríks­son, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á meðan að rann­sókn máls­ins stóð yfir. Á meðal þess sem Hanna Birna sagði við Stefán var að „þegar þessu mái yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rann­saka rann­sókn lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara.“  Þetta kemur fram í 23 blað­síðna bréfi umboðs­manns Alþingis til Hönnu Birni sem sent var í gær. Í bréf­inu er sam­tal Umboðs­manns við Stefán vegna afskipta Hönnu Birnu af störfum lög­reglu í leka­mál­inu rak­ið.

Bréf Umboðs­manns Alþingis má lesa í heild sinni hér.

Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu sam­an?Í sam­tali sínu við umboðs­mann rekur Stefán að hann telji sér skylt að svara spurn­ingum hans um sam­skipti sín við Hönnu Birnu þrátt fyrir að hann telji að trún­aður sé á sam­skipt­un­um. Þetta geri hann með hlið­sjón af lögum um umboðs­mann Alþing­is.

Hér að neðan eru ýmis brot úr svörum Stef­áns líkt og þau birt­ast í bréfi umboðs­manns.

Auglýsing

„Í máli L [Sté­fán Eiríks­son] kom fram að í sam­tölum hans við yður [Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur] og aðstoð­ar­mann­inn, bæði í síma og síðan á fundi eða fundum í ráðu­neyt­inu í jánúar sl., hefði komið fram að þér væruð mjög ósáttar og gerðar hefðu verið athuga­semdir vegna þess að lög­reglan hefði ekki upp­lýst yður um að kæra væri komi fram og gerðar hefðu verið athuga­semdir við þá fram­göngu yfir­lög­reglu­þjóns­ins að upp­lýsa um þetta í fjöl­miðl­u­m."

Eftir að rann­sókn er haf­inn halda athuga­semdir ráð­herra áfram. „Og fyrstu athuga­semd­irnar sem ég fæ frá ráð­herra eru lík­lega í sím­tölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rann­sókn­ar­innar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoð­ar­manni henn­ar, fá upp­lýs­ingar um síma­gögn og fjöl­margt ann­að. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög við­kvæm gögn.“ L segir að fyrst og fremst hafið þér sett fram spurn­ingar til hans og þá af hverju væri verið að gera þetta og að þetta setti yður í alls kyns vanda gagn­vart rík­is­stjórn­inni. L heldur áfram: „Í einu orðin sagði hún: Við auð­vitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang aðþessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu sam­an?“

Upp­lifði það að hún hefði farið yfir strikið„Eins og fram kemur í bréfi yðar [Hönnu Birnu] frá 15. ágúst sl. áttuð þér fund með L [Stef­áni] 18. mars sl. L seg­ist ekki muna hvert til­efni þess fundat hafi verið eða hvað hafi nákvæm­lega verið rætt þar, en hann tók síðan fram að „...þetta mál hefur án efa borið þar á góma með ein­hverjum hætti. Síðan koma í kjöl­far­ið, þetta er í mars, í apr­íl, maí ... ein­hver fleiri sím­töl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmis þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orð­unum „Getur þú hring­t?“. Og ég hringi þá bara til baka og þá er hún með ýmsar spurn­ing­ar. Og það kom iðu­lega upp, ann­að­hvort í tengslum við ein­hverjar rann­sókn­ar­að­gerðir lög­reglu – ein­hverju sinni var gerð athuga­semd við það þegar lög­reglu­menn mætti í raðu­neytið án þess að gera boð á undan sér – en svo var þetta mikið í tengslum við það þegar dómur Hæsta­réttar birt­ist í mál­inu, í bæði fyrra og seinna skipt­ið.

Í einu af þeim sam­tölum þá er hún mjög ósátt við fram­göngu lög­reglu og rann­sóknir og annað í þeim dúr, og ég tek bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim til­gangi – það var þá á laug­ar­degi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að und­ir­strika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rann­sókn máls­ins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurn­ing­um. Og ég held að hún hafi upp­lifað það þannig að hún hafi farið yfir strik­ið, já, a.m.k. fag­lega og lík­lega bara svona í per­sónu­legum sam­skipt­um, og viljað ein­hern veg­inn slétta það út.  Við áttum þarna örugg­lega klukku­tíma­fund í ráðu­neyt­inu þar sem ég var svo eig­in­lega að svara sömu spurn­ingum og gjarnan áður í tengslum við þetta.“

Sagði rík­is­sak­sókn­ara frá hót­unum ráð­herra„Lög­reglu­stjór­inn seg­ist hafa velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þess­ara spurn­inga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upp­lýs­inga um rann­sókn­ina. Þess vegna hafi hann haft sam­band við rík­is­sak­sókn­ara og gert gonum grein fyrir því að hann hefði fengið „sím­töl frá ráð­herra þar sem hún var að gera athuga­semdir við ýmsa þætti í rann­sókn­inni og spyrja marg­vís­legra spurn­inga og teldi að rann­sóknin væri of ítar­leg og óskaði eftir upp­lýs­ingum um með­ferð trún­að­ar­gagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á fram­fræri við rík­is­sak­sókn­ara, að hún hefði sagt í þessu sam­tali við mig að þegar þessu mái yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rann­saka rann­sókn lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara.“

Þrýsti á að rann­sókn­inni færi að ljúka„Lög­reglu­stjór­inn segir að athuga­semdir yðar haf einnig lotið að því að máið gengi allt of hægt fyrir sig og þér hafið viljað að því færi að ljúka „...hún setti okkur ekk­ert í alveg þægi­lega stöðu með sínum athuga­semdum um fram­gang máls­ins til þess raun­veru­lega að ýta á eftir því.“ Nánar aðspurður um þetta atriði sagði Lög­reglu­stjór­inn: „... Það sem setti mig í svolitla klemmu, finnst mér, í tengslum við þetta allt saman er að sá sem er að gera athuga­semd­irnar er yfir­maður lög­reglu­mála í land­inu og full­yrti í öðru hverju orði í öllum þessum sam­tölum að hún væri ekki að reyna að hafa áhrif á rann­sókn máls­ins en gagn­rýndi að þetta gengi allt og hægt fyrir sig. Það setti okkur í svo­lítið erf­iða stöðu að vera að reyna að hraða henni sés­r­stak­lega út af þessum ósk­um.“

"Dá­góð gusa af gagn­rýni"Hanna Birna gerði mjög nákvæmar athuga­semd­ir, að sögn Stef­áns, við ein­staka þætti í rann­sókn máls­ins. Hún gerði  meðal ann­ars athuga­semd við að lög­reglan hafi viljað taka við­bót­ar­skýrslu af öðrum astoð­ar­manni henn­ar. Í svörum Stef­áns segir : „Þá fljót­lega fæ ég sím­töl og athuga­semdir frá ráð­herra við það að þetta sé algjör­lega ómögu­legt, hann eigi ekki að þurfa að sæta því að sitja undir þvi heila helgi að vera boð­aður til yfir­heyrslu þannig að við reyndum að flýta þessu eins og hægt var og boð­uðum hann til yfir­heyrslu á laug­ar­deg­i[...]

Stefán seg­ist hafa lit­ið svo á að hann hafi ekki getað óskað eftir fundum með ráð­herra eða ein­stökum stafs­mönnum ráðu­neytis hennar á meðan að rann­sókn máls­ins stóð yfir út af öðrum aðkallandi mál­um, eins og fjár­málum eða hús­næð­is­mál­um. Hann seg­ist margoft hafa lýst því yfir við ráð­herra að staðan hafi verið „al­gjör­lega ómögu­leg“.

Sam­kvæmt Stef­áni tók Hanna Birna það margoft fram í sam­skiptum sínum við hann að hún væri ekki að skipta sér að rann­sókn­inni „en svo kom svona dágóð gusa af gagn­rýni í fram­hald­in­u."

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None