Aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli er minnst allra OECD-ríkja. Einnig er húsnæðiskostnaðurinn hér á landi hærri en í flestum aðildarríkjum sambandsins og hlutfall fólks sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hérlendis yfir meðaltali þeirra. Þetta kemur fram í minnisblaði OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kom út í síðustu viku.
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður, en auðvelt að kaupa
Samkvæmt OECD sker húsnæðismarkaðurinn á Íslandi sig frá öðrum aðildarríkjum samtakanna, þar sem hvergi er hærra hlutfall íbúa með húsnæðislán á bakinu. Í flestum öðrum OECD-ríkjum er leigumarkaðurinn stærri, auk þess sem fleiri eiga húsnæði sitt skuldlaust.
Þetta háa hlutfall gæti útskýrt hvers vegna húsnæðiskostnaður Íslendinga er svo hár, en fá önnur aðildarríki eyða eyða hærra hlutfall af tekjum sínum í húsnæði heldur en við. Einnig flöktir húsnæðisverðið einna mest hérlendis.
Þar að auki er Ísland vel yfir meðaltali þegar kemur að hlutfall fólks sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, en rúm 40 prósent lágtekjufólks þurfa að greiða meira en 40 prósent af tekjum sínum í leigu. Til samanburðar eru um 35 prósent lágtekjufólks í öllum OECD-ríkjunum í sömu sporum, en einungis 7 prósent lágtekjufólks í Tékklandi.
Hins vegar eru meðaltekjurnar háar hér á landi miðað við húsnæðisverð, en safna þarf styttra til þess að eiga fyrir húsnæði á Íslandi heldur en að meðaltali í OECD-löndunum
Lítið kolefnisfótspor en orkufrek og lítið grænt svæði
Vegna hreinnar orkuframleiðslu hérlendis er kolefnisfótspor húsnæðismarkaðarins minnst allra OECD-ríkja hér á landi. Hins vegar, líklega vegna ódýrrar orku og lágs hitastigs hér á landi, nota íslensk heimili meiri orku en nokkurt annað OECD-ríki.
Ísland er einnig í síðasta sæti OECD-ríkjanna þegar kemur að aðgengi heimilanna að grænu svæði. Einungis 3,5 prósent allra þéttbýlissvæða hér á landi voru skilgreind sem græn svæði, á meðan meðaltalið allra landa OECD nemur 17 prósentum. Hlutfallið er hæst í Hollandi, þar sem 43 prósent þéttbýlissvæðanna eru græn svæði.
Komum vel út í mælingum á húsnæðisstefnu
Stefna hins opinbera í húsnæðismálum hér á landi virðist þó vera í samræmi við tillögur OECD. Hér séu veðhlutföll lág miðað við önnur ríki, en samkvæmt samtökunum kemur þar sem veðhlutföll eru lág miðað við , sem samtökin segja að draga úr líkum á húsnæðisbólum. Einnig sé lítil miðstýring á leiguverði, sem hjálpar húsnæðisframboð að hreyfast í takt við breytingar í eftirspurn, og hár jaðarskattur á húsnæði, sem eykur líkur á að heimili verða ódýrari.