Hafa áhyggjur af Delta-afbrigðinu og fresta afléttingu vegna aukins smits

Fyrirhugaðri afléttingu á samkomutakmörkunum á Englandi hefur verið frestað um fjórar vikur. Forsætisráðherra Breta segir að tveir þriðju fullorðinna í landinu og allir yfir fimmtugu verði fullbólusettir þann 19. júlí.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að komast megi hjá þúsundum dauðsfalla með því að fresta afléttingu samkomutakmarkana á Englandi.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að komast megi hjá þúsundum dauðsfalla með því að fresta afléttingu samkomutakmarkana á Englandi.
Auglýsing

Aflétt­ing á sam­komu­tak­mörk­unum á Englandi, sem fyr­ir­hugað var að tæki gildi á mánu­dag eftir viku, verður frestað um fjórar vikur hið minnsta vegna auk­ins fjölda greindra smita. Sam­kvæmt tölum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum hafði fjöldi nýgreindra smita lækkað jafnt og þétt það sem af er ári og var 7 daga hlaup­andi með­al­tal fyrir fjölda dag­legra smita komið niður í um tvö þús­und í byrjun maí. Síðan þá hefur fjöld­inn leitað upp á við og á síð­ustu dögum hafa á bil­inu sjö til átta þús­und ein­stak­lingar greinst smit­aðir af COVID-19 á degi hverj­um.

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, sagði á blaða­manna­fundi sem hald­inn var síð­degis í dag að Bretar væru betur varðir gegn veirunni með hverjum deg­inum sem líður þökk sé bólu­setn­ing­um. Enn væru þó stórir hópar óbólu­sett­ir. Hann sagði að stefnan væri sett á að þann 19. júlí næst­kom­andi yrðu allir Bretar yfir fimm­tugu komnir með báða skammta bólu­efnis sem og allir sem telj­ast til við­kvæmra hópa. Enn fremur sagði hann að allir full­orðnir yrðu búnir að fá fyrri skammt bólu­efnis 19. júlí og að tveir þriðju full­orð­inna yrðu búnir að fá báða skammta ef fram fer sem horf­ir.

Auglýsing

Fram kom í máli for­sæt­is­ráð­herr­ans að vegna fyrri aflétt­ingar hefði verið fyr­ir­séð að smitum myndi fjölga á vor­mán­uð­um. Fjöldi smita hefði hins vegar verið meiri að und­an­förnu heldur en spár höfðu gert ráð fyrir og að hið svo­kall­aða Delta afbrigði ylli áhyggj­um. Því þyrfti að fresta boð­aðri aflétt­ingu. Betra væri að halda áfram af var­kárni og fresta aflétt­ingu sam­komu­tak­mark­ana heldur en að þurfa að grípa til harð­ari aðgerða síðar meir, sagði Bor­is. Kom­ast mætti hjá þús­undum dauðs­falla með því að halda í núgild­andi tak­mark­anir sam­hliða frek­ari bólu­setn­ing­um.

Verð­andi brúð­hjón geta vel við unað...

Boris tók sér­stak­lega fram að fleiri en 30 gestir mættu koma saman í brúð­kaups­veislum en veislu­gestir þyrftu eftir sem áður að halda fjar­lægð hver frá öðr­um. Í umfjöllun BBC um sam­komu­tak­mark­anir er sagt frá því að fjöldi brúð­hjóna hafi þurft að slá brúð­kaupum og -veislum á frest vegna far­ald­urs­ins og í sumum til­fellum oft.

Sér­stök hags­muna­sam­tök sem starfa í þágu brúð­kaups­geirans, the UK Wedd­ings Task­force, metur það sem svo að um 50 þús­und brúð­kaup hafi verið skipu­lögð á tíma­bil­inu sem fram­leng­ing sam­komu­tak­mark­ana nær til. Verð­andi brúð­hjón, sem og fólk í fag­inu, getur því tekið gleði sína á ný vegna nýj­ustu vend­inga.

...en næt­ur­klúbba­eig­endur ekki

Sam­kvæmt hags­muna­sam­tökum sem starfa í þágu næt­ur­lífs­ins, the Night Time Industries Associ­ation, hafa næt­ur­klúbba­eig­endur varið millj­ónum punda í að búa sig undir fyr­ir­hug­aða opnun sem nú hefur verið slegin af borð­inu. Sam­tökin hyggj­ast hefja mála­rekstur vegna þess að stað­irnir geta ekki opnað að nýju eins og stefnt hafði verið að.

Þá eru krár, barir og veit­inga­staðir taldir fara á mis við um þrjá millj­arða punda, rúm­lega 500 millj­arða króna, vegna fram­leng­ingar á núgild­andi sam­komu­tak­mörk­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent