Hafa áhyggjur af Delta-afbrigðinu og fresta afléttingu vegna aukins smits

Fyrirhugaðri afléttingu á samkomutakmörkunum á Englandi hefur verið frestað um fjórar vikur. Forsætisráðherra Breta segir að tveir þriðju fullorðinna í landinu og allir yfir fimmtugu verði fullbólusettir þann 19. júlí.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að komast megi hjá þúsundum dauðsfalla með því að fresta afléttingu samkomutakmarkana á Englandi.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að komast megi hjá þúsundum dauðsfalla með því að fresta afléttingu samkomutakmarkana á Englandi.
Auglýsing

Aflétt­ing á sam­komu­tak­mörk­unum á Englandi, sem fyr­ir­hugað var að tæki gildi á mánu­dag eftir viku, verður frestað um fjórar vikur hið minnsta vegna auk­ins fjölda greindra smita. Sam­kvæmt tölum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum hafði fjöldi nýgreindra smita lækkað jafnt og þétt það sem af er ári og var 7 daga hlaup­andi með­al­tal fyrir fjölda dag­legra smita komið niður í um tvö þús­und í byrjun maí. Síðan þá hefur fjöld­inn leitað upp á við og á síð­ustu dögum hafa á bil­inu sjö til átta þús­und ein­stak­lingar greinst smit­aðir af COVID-19 á degi hverj­um.

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, sagði á blaða­manna­fundi sem hald­inn var síð­degis í dag að Bretar væru betur varðir gegn veirunni með hverjum deg­inum sem líður þökk sé bólu­setn­ing­um. Enn væru þó stórir hópar óbólu­sett­ir. Hann sagði að stefnan væri sett á að þann 19. júlí næst­kom­andi yrðu allir Bretar yfir fimm­tugu komnir með báða skammta bólu­efnis sem og allir sem telj­ast til við­kvæmra hópa. Enn fremur sagði hann að allir full­orðnir yrðu búnir að fá fyrri skammt bólu­efnis 19. júlí og að tveir þriðju full­orð­inna yrðu búnir að fá báða skammta ef fram fer sem horf­ir.

Auglýsing

Fram kom í máli for­sæt­is­ráð­herr­ans að vegna fyrri aflétt­ingar hefði verið fyr­ir­séð að smitum myndi fjölga á vor­mán­uð­um. Fjöldi smita hefði hins vegar verið meiri að und­an­förnu heldur en spár höfðu gert ráð fyrir og að hið svo­kall­aða Delta afbrigði ylli áhyggj­um. Því þyrfti að fresta boð­aðri aflétt­ingu. Betra væri að halda áfram af var­kárni og fresta aflétt­ingu sam­komu­tak­mark­ana heldur en að þurfa að grípa til harð­ari aðgerða síðar meir, sagði Bor­is. Kom­ast mætti hjá þús­undum dauðs­falla með því að halda í núgild­andi tak­mark­anir sam­hliða frek­ari bólu­setn­ing­um.

Verð­andi brúð­hjón geta vel við unað...

Boris tók sér­stak­lega fram að fleiri en 30 gestir mættu koma saman í brúð­kaups­veislum en veislu­gestir þyrftu eftir sem áður að halda fjar­lægð hver frá öðr­um. Í umfjöllun BBC um sam­komu­tak­mark­anir er sagt frá því að fjöldi brúð­hjóna hafi þurft að slá brúð­kaupum og -veislum á frest vegna far­ald­urs­ins og í sumum til­fellum oft.

Sér­stök hags­muna­sam­tök sem starfa í þágu brúð­kaups­geirans, the UK Wedd­ings Task­force, metur það sem svo að um 50 þús­und brúð­kaup hafi verið skipu­lögð á tíma­bil­inu sem fram­leng­ing sam­komu­tak­mark­ana nær til. Verð­andi brúð­hjón, sem og fólk í fag­inu, getur því tekið gleði sína á ný vegna nýj­ustu vend­inga.

...en næt­ur­klúbba­eig­endur ekki

Sam­kvæmt hags­muna­sam­tökum sem starfa í þágu næt­ur­lífs­ins, the Night Time Industries Associ­ation, hafa næt­ur­klúbba­eig­endur varið millj­ónum punda í að búa sig undir fyr­ir­hug­aða opnun sem nú hefur verið slegin af borð­inu. Sam­tökin hyggj­ast hefja mála­rekstur vegna þess að stað­irnir geta ekki opnað að nýju eins og stefnt hafði verið að.

Þá eru krár, barir og veit­inga­staðir taldir fara á mis við um þrjá millj­arða punda, rúm­lega 500 millj­arða króna, vegna fram­leng­ingar á núgild­andi sam­komu­tak­mörk­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent