Hár húsnæðiskostnaður og lítið um græn svæði

Samkvæmt nýrri úttekt OECD greiða Íslendingar hærra hlutfall af tekjum sínum í húsnæði heldur en flest önnur aðildarríki sambandsins. Einnig hefur ekkert annað aðildarríki jafnlítið aðgengi að grænum svæðum í þéttbýli og Ísland.

Græn svæði vantar hér á landi í þéttbýlum, ef miðað er við önnur OECD-ríki.
Græn svæði vantar hér á landi í þéttbýlum, ef miðað er við önnur OECD-ríki.
Auglýsing

Aðgengi Íslend­inga að grænum svæðum í þétt­býli er minnst allra OECD-­ríkja. Einnig er hús­næð­is­kostn­að­ur­inn hér á landi hærri en í flestum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins og hlut­fall fólks sem býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað hér­lendis yfir með­al­tali þeirra. Þetta kemur fram í minn­is­blaði OECD um hús­næð­is­mark­að­inn á Íslandi sem kom út í síð­ustu viku.

Íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að­ur, en auð­velt að kaupa

Sam­kvæmt OECD sker hús­næð­is­mark­að­ur­inn á Íslandi sig frá öðrum aðild­ar­ríkjum sam­tak­anna, þar sem hvergi er hærra hlut­fall íbúa með hús­næð­is­lán á bak­inu. Í flestum öðrum OECD-­ríkjum er leigu­mark­að­ur­inn stærri, auk þess sem fleiri eiga hús­næði sitt skuld­laust.

Þetta háa hlut­fall gæti útskýrt hvers vegna hús­næð­is­kostn­aður Íslend­inga er svo hár, en fá önnur aðild­ar­ríki eyða eyða hærra hlut­fall af tekjum sínum í hús­næði heldur en við. Einnig flöktir hús­næð­is­verðið einna mest hér­lend­is.

Auglýsing

Þar að auki er Ísland vel yfir með­al­tali þegar kemur að hlut­fall fólks sem býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að, en rúm 40 pró­sent lág­tekju­fólks þurfa að greiða meira en 40 pró­sent af tekjum sínum í leigu. Til sam­an­burðar eru um 35 pró­sent lág­tekju­fólks í öllum OECD-­ríkj­unum í sömu spor­um, en ein­ungis 7 pró­sent lág­tekju­fólks í Tékk­landi.

Hins vegar eru með­al­tekj­urnar háar hér á landi miðað við hús­næð­is­verð, en safna þarf styttra til þess að eiga fyrir hús­næði á Íslandi heldur en að með­al­tali í OECD-lönd­unum

Lítið kolefn­is­fót­spor en orku­frek og lítið grænt svæði

Vegna hreinnar orku­fram­leiðslu hér­lendis er kolefn­is­fót­spor hús­næð­is­mark­að­ar­ins minnst allra OECD-­ríkja hér á landi. Hins veg­ar, lík­lega vegna ódýrrar orku og lágs hita­stigs hér á landi, nota íslensk heim­ili meiri orku en nokk­urt annað OECD-­ríki.

Ísland er einnig í síð­asta sæti OECD-­ríkj­anna þegar kemur að aðgengi heim­il­anna að grænu svæði. Ein­ungis 3,5 pró­sent allra þétt­býl­is­svæða hér á landi voru skil­greind sem græn svæði, á meðan með­al­talið allra landa OECD nemur 17 pró­sent­um. Hlut­fallið er hæst í Hollandi, þar sem 43 pró­sent þétt­býl­is­svæð­anna eru græn svæði.

Komum vel út í mæl­ingum á hús­næð­is­stefnu

Stefna hins opin­bera í hús­næð­is­málum hér á landi virð­ist þó vera í sam­ræmi við til­lögur OECD. Hér séu veð­hlut­föll lág miðað við önnur ríki, en sam­kvæmt sam­tök­unum kemur þar sem veð­hlut­föll eru lág miðað við , sem sam­tökin segja að draga úr líkum á hús­næð­is­ból­um. Einnig sé lítil mið­stýr­ing á leigu­verði, sem hjálpar hús­næð­is­fram­boð að hreyfast í takt við breyt­ingar í eft­ir­spurn, og hár jað­ar­skattur á hús­næði, sem eykur líkur á að heim­ili verða ódýr­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent