Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að þiggja annað sæti á lista flokksins fari svo að hann tapi oddvitaslag í prófkjöri flokksins í kjördæminu um komandi helgi.
Frá þessu greinir hann í viðtali við Bæjarins besta í dag.
Þar segir hann að feli flokksmenn öðrum oddvitahlutverki sé það skýr niðurstaða. „Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“
Þórdís Kolbrún hefur verið ráðherra síðan þá og var sömuleiðis kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins árið 2018.
Hún gaf það strax síðasta haust að hún ætlaði ekki að færa sig yfir í annað kjördæmi og síðar að hún sæktist eftir efsta sæti listans.
Það ætlar Haraldur þó ekki að láta af hendi þegjandi og hljóðalaust, en hann gaf það út strax í febrúar að hann myndi sækjast eftir trausti flokksmanna í kjördæminu til þess að leiða listann áfram.